Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 44
(CemsU k netUu -Upplýsingatækni í hjúkrun Fjórir háskólar verða tengdir saman með fjarskiptabúnaði næstu mánuði á námskeiði um upplýsingatækni í hjúkrun. Námskeiðið hófst í janúarlok sem valnámskeið til meistara- náms í námsbraut í hjúkrunarfræði. Þátttakendur eru um 30 talsins. Meðal þeirra eru 15 norskir og sænskir hjúkr- unarfræðingar en námið er byggt upp að mestu á fjar- kennslu og netkennslu og voru þátttakendur hér í eina viku. Síðan fór hver til slns heima en frá þeim tíma eru háskólarnir fjórir tengdir gegnum fjarfundabúnað. Þetta eru auk Háskóla íslands, háskólinn í Ósló, háskólinn í Örebro í Svíþjóð og háskólinn í lowa. Umræðufundir og önnur kennsla fer svo fram á netinu. Hópurinn kemur svo aftur saman hér á landi í maí og kynna nemendur þá verkefni sín. Á sama tíma er verið að kenna þetta námskeið við háskólann í lowa og þaðan bætast við 30 nemendur. í tengslum við námskeiðið komu hingað til lands kenn- arar við skólana þrjá sem vinna saman á þennan hátt. Þær gáfu sér tíma til að líta inn á Suðurlandsbrautina og sögðu í stuttu máli frá því sem þær eru að gera. Þetta voru þær dr. Connie Delaney, dósent við háskólann í lowa í BNA, en hún hefur kennt á þessu sviði sl. 12 ár. Hún hefur verið að byggja upp gagnagrunn í hjúkrun um lágmarksvistunar- upplýsingar, Nursing Minimum Data Sets, og unnið við upplýsingatækni í hjúkrun. Tvö flokkunarkerfi í hjúkrun, NIC og NOC, koma frá háskólanum í lowa og hefur Connie unnið ötullega með rannsóknarhópunum sem vinna að þróun þeirra. Dr. Margareta Ehnfors er dósent við háskólann í Örebro. Hún er þekkt fyrir vinnu sína við skráningu hjúkrunar og er m.a. einn af höfundum svokallaðs VIÞS- líkans sem er notað víða. Hún er að vinna rannsóknir á sviði íðorðafræði í hjúkrun, þ.e. fag- og fræðiorða á sviði hjúkr- unar. Doktorsverkefni hennar var á sviði hjúkrunarskráningar í Svíþjóð. Hún er einnig að gera athuganir á alþjóðlegri hjúkrunarskráningu, ICNP. Hún vinnur einnig með Ástu og Cornelíu að samræma þau orð sem notuð eru á sviði hjúkrunar í Evrópu. Þær eru allar í nefndum á vegum ACENDIO sem eru evrópsk samtök um flokkunarkerfi í hjúkrun. „Þannig hittumst við þrjár fyrst og það leiddi til þessarar samvinnu og námskeiðs sem við höldum núna.“ Hún segir Ástu hafa verið mjög framsýna í þessum efnum og hafa unnið mjög vel á þessu sviði. Cornelía Ruland er í „postdoktorat" stöðu við Óslóarháskóla. Hún er með doktorsgráðu í upplýsingatækni í hjúkrun frá Case Western University. Hún hefur rannsakað hvernig unnt er 44 Frá vinstri: Ásta Thoroddsen, Margareta Ehnfors, Cornelia Ruland og Connie Delaney. að nota upplýsingatækni til að bæta gæði hjúkrunar. Hún vinnur einnig að gerð kennslubókar um upplýsingatækni í hjúkrun og hefur kennt upplýsingatækni í hjúkrun. Hún er á förum til Bandaríkjanna til að byggja þar upp kerfi í upplýsingatækni. Ásta er lektor við námsbraut í hjúkrun. Hún segist hafa fengið áhuga á upplýsingatækninni áður en henni var Ijóst að eitthvað slíkt var til, áhugi kviknaði á kerfisbundinni hjúkrunarskráningu og hún uppgötvaði NANDA í því sambandi. „Við höfum þýtt hjúkrunargrein- ingar NANDA á vegum landlæknisembættisins og dreift meðal hjúkrunarfræðinga. Og svo prófuðum við ICNP í Telenurse-verkefninu. Hún segist hafa hitt hinar í gegnum þetta áhugasvið. Hefur einnig unnið fyrir Gagnalind að þróun sjúkraskrárkerfisins SÖGU. Notkun flokkunarkerfa við hjúkrunarskráningu hefur orðið að stóru verkefni. Sú vinna skiptir miklu máli t.d. í sambandi við gagnagrunninn sem íslensk erfðagreining var að fá rekstrarleyfi fyrir og þá hvort upplýsingar úr hjúkrun verði þar með. Forsenda þess er að hjúkrun sé skráð og til þess notaðir kóðar úr flokkunarkerfum. Hún segist hafa hitt Connie á NANDA- ráðstefnu og þær hafi komið sér saman um að vinna saman námskeið og hinar síðan bæst við. Ásta segist halda að þessi tækni verði notuð meira í framtíðinni, kennt verði á netinu og háskólar, nemendur og kennarar vlða um heim tengdir saman með þessum hætti. „Við búum ekki við þá aðstöðu í dag að hafa tölvur Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.