Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 48
Upplýsingavefur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, www.hjukrun.is, var formlega opnaður föstudaginn 11. febrúar kl. 16.00. Upplýsingavefurinn var unninn af Agnari Johnson, Árna Gunnari Róbertssyni og Rebekku Rán Samper hjá Veflausnum Símans. Það var María Finnsdóttir, fyrrum fræðslustjóri Fljúkrunarfélags íslands, og Flallveig Broddadóttir, sem útskifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1999, sem opnuðu vefinn. Þannig var verið að tengja saman nýja og gamla tímann og sagði María við það tækifæri að framfarir yrðu eflaust mjög örar á komandi árum og enginn vissi hver þróunin yrði. Við opnunina voru kynntar þær nýjungar sem tilkoma vefsins hefur varðandi miðlun upplýsinga til hjúkrunarfræðinga. Myndirnar voru teknar við það tækifæri. -vkj Agnar Johnson, Sigrún Gunnarsdóttir og Rebekka Rán Samper við opnun síðunnar en hún festist ekki á filmu. Þrír ritstjórar Tímarits hjúkrunarfræðinga, Bryndís Kristjánsdóttir, Valgerður K. Jónsdóttir og Þorgerður Ragnarsdóttir. Léttar veitingar voru i boði. Herdís Sveinsdóttir, formaður, bauð gesti velkomna. Hallveig Broddadóttir og Maria Finnsdóttir opnuðu síðuna. Soffia Sigurðardóttir og Ásta Thoroddsen voru meðal þeirra sem fögnuðu þessum timamótum. 48 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.