Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 50
c1M'(ya3 um ktiIs u u tfi
Upplýsingasamfélagið þenst út með hverjum degi og dag-
lega bætist við gríðarlegt magn upplýsinga, þúsund bækur
eru t.d. gefnar út daglega í heiminum. Á örfáum árum
hefur netið komið í stað bókasafna og netið er nú mest
notaða upplýsingakerfi sem til er og er sannarlega komið
til að vera. Hjúkrunarfræðingar hafa verið framarlega í að
tileikna sér þessa nýju tækni en það eru þó ekki allir jafn-
leiknir í að vafra um vefina. Hér er samantekt fyrir þá sem
vilja tileikna sér tæknina en vantar nauðsynlegar upplýs-
ingar.
Hvað er netið?
Sumir hafa sagt að Internetið sé stærsta uppfinning aldar-
innar. Aldrei fyrr í sögunni hafa menn getað nálgast
upplýsingar um hvaðeina með aðstoð tölvu heima hjá sér.
Á netinu er stærsta bókasafn veraldar og þar er að finna
aragrúa upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Netið er
samansafn tölva víðs vegar um heiminn sem tengjast
saman í net á margvíslegan máta. Netið þróast á hverjum
degi, daglega tengjast nýjar tölvur netinu og aðrar aftengj-
ast. Netið er ungt og þróast í sífellu, er „lifandi" og er að
því leyti ólíkt prentuðum heimildum að það er alltaf hægt
að uppfæra og bæta við nýjum upplýsingum. Upplýsing-
arnar á netinu eru geymdar með ýmsu móti, í orðabókum,
handbókum, árbókum og gagnasöfnum. Upplýsingar eru
settar fram á eins einfaldan hátt og unnt er.
Hvað er veraldarvefurinn?
Veraldarvefurinn, World Wide Web (www), var opnaður
almenningi 1993 og er hann stærsti og áhugaverðasti
hluti netsins. Þar er hægt að lesa dagblöð og tímarit,
fréttir, fara á bókasafn. Með því að klikka með músinni er
farið frá einni netsíðu til annarrar. Á netinu er að finna
tímarit og dagblöð, menn geta lesið fréttir eða farið á
bókasöfn og fundið þar áhugaverðar bækur. Á vefnum
eru milljónir vefsíðna sem eru rafrænar gagnaskrár.
Upplýsingarnar eru skoðaðar með vafranum sem er
mikilvægt verkfæri þess sem vill nota sér veraldarvefinn til
fullnustu. Með því að smella með músinni er hægt að
hoppa frá einni upplýsingasíðu til annarrar. Fyrst og
fremst er gert ráð fyrir að vefsíðurnar séu skoðaðar á
skjánum en einnig er hægt að prenta þær út. Vefsíðurnar
eru ekki af ákveðinni stærð, svo sem A4. Síðan getur hins
vegar verið löng eða „djúp“. Þannig er oft eingöngu efsti
hlutinn sýnilegur á skjánum og því þarf að finna
upplýsingarnar neðar á síðunni. Fremsta síðan nefnist
heimasíða. Heimasíðan er eins og dyr að þeim upplýs-
50
ingum sem notandinn óskar eftir hverju sinni þegar hann
eða hún hefur skráð heiti slóðarinnar (svo sem
www.hjukrun.is). Á heimasíðunni eru efnisflokkar sem
hægt er að klikka á með músinni til að fá frekari upplýs-
ingar.
Tölvuslóðir
Allar tölvuslóðir byrja á http:// sem er tæknilegi hluti heitis
slóðarinnar og stendur fyrir „hypertext transfer protocol".
Ekki er nauðsynlegt að skrifa þessa byrjun þar sem tölvan
bætir henni við af sjálfsdáðum. Því er nægilegt að byrja
með www.
Það stendur fyrir World Wide Web og segir að skjalið
sem leitað er að sé að finna á vefnum. Næst kemur nafn
stofnunar, félags eða fyrirtækis sem hafa komið sér upp
heimasíðu á netinu. Flestir reyna að finna nöfn sem lýsa
þeirri starfsemi sem fram fer svo sem www.hjukrun.is.
Síðasti hluti slóðarinnar segir í hvaða landi fyrirtækið eða
félagið er að finna, þetta eru tveir bókstafir, is merkir
ísland, dk Danmörk, se Svíþjóð og no Noregur svo dæmi
séu tekin. ( Bandaríkjunum gilda aðrar reglur, þar endar
slóðin á þremur bókstöfum sem tákna í hvaða geira sam-
félagsins heimasíðan heyrir undir, svo sem edu-menntun,
gov-opinber stjórnsýsla o.s.frv.
Kostir og gallar
Helstu kostir eru að hægt er að nálgast gríðarlegt magn
upplýsinga á einum stað. Enn eiga þó ekki öll sjónarmið
aðgang að því þó fulltrúar fjórða heimsins og minnihluta-
hópar víða um heim geri sér í auknum mæli grein fyrir
mikilvægi þess að vera „tengdur" og taka þannig þátt í
hinni alþjóðlegu umræðu. Miklu skiptir að kunna að leita
að réttum upplýsingum því á netinu eru upplýsingar af
ýmsu tagi, engar kröfur eru gerðar til gæða eða áreiðan-
leika.
Hvernig á að leita?
Það eru aðallega tvær leiðir til að leita að upplýsingum á
netinu, annars vegar með aðstoð vefskráa eða með hjálp
leitarvéla.
Sumar efnisskrár, eins og t.d. Yahoo
(www.yahoo.com), ná yfir allan heiminn en aðrar miðast
við einstök lönd. Leitarvélar leita á nokkrum sekúndum að
orði í öllum texta netsins og finna þær netsíður þar sem
orðið kemur fyrir. AltaVista er ein besta leitarvélin. Með
AltaVista er hægt að leita að vefsíðum um allan heiminn.
Gallinn er venjulega sá að ef eitt leitarorð er sett inn kemur
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000