Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 53
Forvarnapistill: Þorgerður Ragnarsdóttir "Heilsu^-sU og vímuvarnír Inngangur Upp á síðkastið hafa áhyggjur af neyslu vímuefna og leiðir til að stemma stigu við henni verið áberandi í þjóðfélags- umræðunni. Meðal þess sem vonir standa til að muni skila árangri er samvinna foreldra og allra þeirra stofnana sam- félagsins sem koma að umönnun og uppeldi barna og unglinga. Heilsugæslan er ein af þeim stofnunum samfélags- ins sem býður upp á ýmsa möguleika í vímuvörnum sem ekki eru fullnýttir. Staðan í dag Áfengisneysla hefur farið stöðugt vaxandi hér á landi undan- farin ár. Mjög rmargir unglingar byrja að fikta með áfengi í grunnskóla löngu áður en löglegum áfengiskaupaaldri er náð. Það hefur ríkt umburðarlyndi gagnvart unglingadrykkju á íslandi. Foreldrar vísa gjarnan til þess að þeir hafi ekki verið betri á sínum tíma. Þeir gera sér ekki grein fyrir að aðstæður eru gjörbreyttar og að þeir sem leiðast út í neyslu ólöglegra vímuefna hafa næstum alltaf byrjað á áfengi. Því yngri sem unglingar eru þegar þeir byrja að neyta áfengis því meiri hætta er á að afleiðingarnar verði alvarlegar síðar á ævinni. Hassneysla meðal nemenda í elstu bekkjum grunnskóla hefur farið vaxandi undanfarin ár og gefa kannanir undanfarinna ára til kynna að um 6. hver nemandi í 10. bekk hafi prófað hass. Neysla annarra ólöglegra vímuefna í þessum aldurshópi virðist vera mun óalgengari. Forvarnir Aðstæður í vestrænu samfélagi eru að breytast. ísland er hluti af stóru alþjóðasamfélagi með landamæri sem eru í mótun. Þá er ekki fyrst og fremst vísað til landfræðilegra landamæra, heldur möguleikum sem nútíma samskipta- og miðlunartækni gefur og samninga milli ríkja sem lúta m.a. að verslun og viðskiptum. Því fylgir að lagaboð og reglur, sem takmarka aðgengi að áfengi, eiga nú undir högg að sækja. Kröfur m.a. um að lækka áfengiskauþaaldur, að selja bjór og vín í matvörubúðum og að leyfa áfengisauglýsingar hafa verið ræddar undanfarin ár. Til mótvægis við þessa þróun er aðaláherslan í forvörnum nú lögð á að auka samvinnu og ábyrgð allra þeirra sem sinna umönnun og uppeldi barna og unglinga. Tilgangurinn er að styðja og styrkja sjálfsmynd æskunnar þannig að það stuðli að heilbrigðu lífsmynstri þeirra. Foreldrar og forráðamenn, starfsfólk skóla og frístundastarfs, heilbrigðisstarfsfólk og lögregla, allir eiga hlut að máli. Meðal þeirra sem vinna að vímuvörnum hefur verið lagt uþþ úr gerð vímuvarnaáætlana sem víðast. Það að staldra við og hugsa um markmið og leiðir í þessu skyni gerir starf félagasamtaka og stofnana á þessum vettvangi markvissara. Vettvangur heilsugæslunnar Heilsugæslan nýtur sérstöðu í samfélaginu á fleiri en einn hátt. Hún snertir alla landsmenn einhvern tímann á ævinni. Þjónusta hennar byrjar á fósturstigi þegar barnshafandi konur koma í mæðraskoðun. Heita má að öllum nýfæddum börnum sé sinnt af heilsugæslunni í ungbarnaeftirliti. Innan grunnskólanna fara fram reglulegar heilbrigðisskoðanir og nemendur geta leitað til skólahjúkrunarfræðinga innan veggja skólans. Þá stendur heilsugæslan öllum opin sem þurfa á læknisþjónustu að halda hvenær sem er ævinnar. Heilsugæslan er auk þess nær eina stofnun samfólagsins sem er boðin velkomin á heimilum fólks. Þjónusta hennar er alla jafna þegin með jákvæðu hugarfari. Vegna þessarar sérstöðu getur heilsugæslan gegnt mikil- vægu hlutverki í að greina fjölskyldur sem eiga í vanda og fræða og styðja fólk sem vill á einhvern hátt gera bragarbót á lifnaðarháttum sínum. Með heilsueflingu er hvatt til lífsstílsbreyt- inga til bóta án þess að líta á fólk sem sjúklinga. Áhersla er lögð á heilbrigð tilfinningatengsl innan fjölskyldna sem undirstöðu góðrar heilsu. Misnoti einn í fjölskyldunni áfengi eða vímuefni hefur það áhrif á líðan allra hinna. Það er því mikilvægt að misnotkun áfengis og vímuefna sé greind og metin sem heilbrigðisvandamál. Margir sem hafa reynslu af misnotkun, eða hafa alist upp við eða búið við misnotkun aðstandenda sinna á áfengi eða vímuefnum, eiga erfitt með að ræða um það við ókunnuga. Það er ekki sama hvernig heilbrigðisstarfsfólk vekur máls á slíkum vanda. Þar þarf að tryggja að þekking og úrræði, sem koma að gagni, séu til staðar. Fyrsta skrefið til að gera starf heilsugæslunnar markvissara að þessu leyti er mótun vímuvarnastefnu með íhlutunarreglum um hvernig nálgast má vandann, hvernig bregðast skuli við þegar þess gerist þörf og hvernig samskiptum við aðrar stofnanir, sem málið varðar, skuli háttað, t.d. félagsþjónustu. Lokaorð Víst er að víða innan heilsugæslunnar er forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna sinnt af kostgæfni. Hingað til hefur hins vegar ekki verið mótuð heildstæð stefna um það hvernig staðið skuli að verki innan heilsugæslunnar við að greina, meta og vinna með áfengis- og vímuefnavandann. Með mótun slíkrar stefnu gæti starf að forvörnum innan heilsu- gæslunnar orðið mun markvissara en nú er, til heilla fyrir alla landsmenn. Tryggja þarf að starfsfólk heilsugæslunnar geti orðið sér úti um færni til að sinna áfengis- og vímuvörnum í starfi sínu og að það hafi aðgang að viðeigandi úrræðum og fræðsluefni fyrir fólk sem leitar til þeirra. Áfengis- og vímu- varnaráð væntir góðs af samstarfi við starfsfólk heilsu- gæslunnar í framtíðinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.