Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 8

Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 8
 Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. júní 2017. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2017. Skráning fer fram á netinu (www.laeknadeild.hi.is). Próftökugjald er 20.000 kr. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambæri- legu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2017. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem nna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu Læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhalds- skóla og Menntamálastofnun. Inntökuprófið tekur tvo daga og samanstendur af fjórum tveggja tíma próf- lotum og Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-prófi) sem tekur 3,5 klst. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2017 fá 48 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. júlí. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. LÆKNADEILD Bandaríkin Átta ára árás banda­ rískra stjórnvalda gegn byssueigend­ um er nú lokið. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði Landssamband skot­ vopnaeigenda (NRA) í gær, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan gegndi því embætti á níunda áratugnum. „Alríkisstofnanir munu ekki lengur beina sjónum sínum að lög­ hlýðnum byssueigendum. Ríkis­ stjórnin mun ekki lengur reyna að grafa undan réttindum og frelsi Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. Þess í stað myndi ríkisstjórn hans vinna með byssueigendum. Hundraðasti dagur Trumps á valdastóli er í dag. Greinir CNN, sem Trump hefur reyndar sagt flytja „mjög falskar fréttir“, frá því að með ávarpinu reyni hann að vinna sér inn traust bandarískra íhaldsmanna sem gætu hafa snúið baki við honum eftir að hann skipti meðal annars um skoðun á Kín­ verjum og árásum á Sýrland. – þea Segir átta ára árás lokið Ferðaþjónusta Samtök ferða­ þjónustunnar óttast að fyrirhug­ aðar breytingar á skattheimtu í ferðaþjónustu, það er að færa fyrirtæki úr neðra virðisaukaskatt­ þrepi í hið efra, hafi neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja, einkum á lands­ byggðinni. „Fyrirtækin eru búin að fjárfesta mjög mikið og eru því við­ kvæm. Við teljum að þetta geti haft verulega slæm áhrif,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Helga segir SAF hafa greint stöð­ una undanfarið. Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé sú í dag að afkoma fari versnandi þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. „Ástæðan er sú að gengi hefur styrkst mikið og laun hækkað. Neyslumynstur ferða­ manna er að breytast út af hækk­ andi verði. Þeir dvelja skemur, fara í færri og styttri ferðir og svo fram­ vegis,“ segir Helga sem telur breyt­ inguna koma á versta tíma. Skortur á samráði er annar þáttur í gagnrýni SAF á fyrirhugaða breyt­ ingu. „Við fréttum af þessu klukku­ stund áður en þetta var tilkynnt og við teljum að þetta sé illa ígrundað. Það eru ófullnægjandi greiningar sem liggja þarna að baki.“ Þá segir hún að hækkunin muni bitna á samkeppnisstöðu íslenskr­ ar ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er almennt í lægra skattþrepi erlendis. Það er ástæðan fyrir því að við viljum vera þar, til að stand­ ast samkeppnina,“ segir Helga. – þea Breytingar á skattheimtu bitni á þeim viðkvæmustu í greininni þýskaland Þýsk flugfélög hafa nú ákveðið að afnema reglu um að tveir aðilar þurfi að vera í flugstjórnar­ klefanum öllum stundum. Reglan var sett á í kjölfar þess að flugmaður Germanwings, Andreas Lubitz, læsti sig inni í flugstjórnarklefa og brot­ lenti flugvélinni með þeim afleið­ ingum að 150 fórust. Talið er að Lubitz hafi brotlent vélinni viljandi. Samtök flugfélaga í Þýskalandi, BDL, tilkynntu um ákvörðunina í gær og mun reglan falla úr gildi þann 1. júní næstkomandi. Sam­ kvæmt samtökunum hafi reglan engin áhrif á öryggi og sé því gagns­ laus. Flugfélagið Eurowings, sem Ger­ manwings rann saman við, er eitt flugfélaganna sem afnemur regluna. Í tilkynningu BDL segir að hvert og eitt flugfélag hafi metið áhrif reglunnar og þau hafi komist að því að hún væri gagnslaus. – þea Germanwings-reglan afnumin Ferðamönnum hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár. Sækja þeir margir hverjir Þingvelli. Fréttablaðið/Pjetur regla sem komið var á eftir að vél Germanwings var brotlent árið 2015 verður afnumin á næstunni. Hún þykir ekki auka öryggi farþega. NordicPHotoS/aFP Forseti bandaríkjanna stendur með byssueigendum. NordicPHotoS/aFP Gengi hefur styrkst mikið og laun hafa hækkað. Neyslumynstur ferðamanna er að breytast út af hækkandi verði. Þeir dvelja skemur, fara í færri og styttri ferðir og svo fram- vegis. Helga Árnadóttir, formaður SAF 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -B 0 A 8 1 C C 2 -A F 6 C 1 C C 2 -A E 3 0 1 C C 2 -A C F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.