Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.04.2017, Qupperneq 14
 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Passat GTE. Hlaðinn fjölskyldubíll með fimm ára ábyrgð. Volkswagen Passat GTE er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Snerpan og mýktin sem hann býr yfir gerir aksturinn að hreinni skemmtun. Láttu framtíðina rætast og skiptu yfir í Passat GTE. Verð frá 4.790.000 kr. Rafmagn, bensín og hrein skemmtun. Tækni Margar af skærustu stjörnum myndbandaveitunnar YouTube hafa nýverið lýst þungum áhyggj- um sínum af auglýsingamálum á síðunni. Um síðustu mánaðamót birtu fjölmiðlar á borð við Wall Street Journal og Times of London fréttir af auglýsingum stórfyrirtækja sem birtust við myndbönd sem sögð voru innihalda fordómafullar skoð- anir og óviðeigandi efni. Varð þetta til þess að fyrirtæki á borð við McDonald’s, Audi og AT&T eru tímabundið hætt að auglýsa á síðunni. YouTube hefur í kjölfarið breytt stefnu sinni í auglýsinga- málum og býður auglýsendum upp á að velja hvort þeir auglýsi við öll myndbönd, myndbönd sem merkt eru örugg eða velja að undanskilja myndbönd sem innihalda fordóma, umræðu um stjórnmál, blótsyrði og þar fram eftir götunum. Auglýsendur hafa þó ekki enn flykkst til baka á YouTube og greindi Sundar Pichai, forstjóri Google, frá því að starfsmenn hans hefðu hringt persónulega í auglýsendur og reynt að telja þeim trú um að öruggt væri að auglýsa á síðunni. Eins og áður segir lýsa margir sem halda úti rásum á síðunni yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Þannig sagði Philip DeFranco, sem er með fimm milljónir fylgjenda, að stór hluti vandamálsins væri skortur á gagnsæi. „Við fáum ekki að sjá hvernig myndböndin okkar eru merkt,“ sagði DeFranco í nýlegu myndbandi. Hjónin Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni h3h3Productions og eru með fjórar milljónir fylgj- enda, eru svartsýn í nýlegu mynd- bandi. „Við vorum að vona að þetta færi að lagast, og það hefur gert það fyrir ýmsa. En fyrir okkur er þetta að versna. Við sjáum ekki fyrir okkur að við getum starfrækt rásina áfram í óbreyttri mynd.“ Ethan segir ákvörðun auglýsenda, sem og framferði stjórnenda You- Tube, vera að eyðileggja rás þeirra hjóna og þar með atvinnu þeirra. „Af síðustu átta myndböndum okkar höfum við fengið eðlilegar auglýsingatekjur fyrir eitt þeirra en svo gott sem engar fyrir hin sjö,“ sagði Ethan sem sjálfur hefur gagnrýnt fréttaflutning Wall Street Journal og sagt hann byggjast á ýkjum og útúrsnúningum. Þá segir Steven Williams, sem heldur úti rásinni Boogie2988 og hefur fjórar milljónir fylgjenda, að auglýsendur treysti því ekki lengur að þeir hagnist á því að auglýsa á YouTube.  „Frá því Google keypti YouTube hefur síðan verið byggð á auglýsingum. Þannig hefur YouTube aflað tekna og þannig hef ég aflað tekna,“ sagði Williams. Hank Green, annar helmingur rásarinnar Vlogbrothers sem hefur þrjár milljónir fylgjenda, segir tekjur allra sem halda úti rásum á YouTube hafa minnkað. „Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaða- mótin.“ thorgnyr@frettabladid.is Hafa miklar áhyggjur af framtíð YouTube YouTube-stjörnur telja sig ekki geta haldið úti rásum sínum mikið lengur. Sniðganga auglýsenda og ný stefna í auglýsingamálum lækk- ar tekjur þeirra sem halda úti rásum á síðunni. Google hefur hringt þúsundir símtala til að biðja auglýsendur um að hafa ekki áhyggjur. Reynsla þessa ágæta snjallsímaeiganda af YouTube gæti orðið síðri ef rásum er lokað vegna tekjutaps. NoRdicphoTos/AFp Stór hluti vanda- málsins er skortur á gagnsæi. Við fáum ekki að sjá hvernig myndböndin okkar eru merkt. Philip DeFranco, YouTube-stjarna Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaða- mótin. Hank Green, YouTube-stjarna 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r14 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -8 4 3 8 1 C C 2 -8 2 F C 1 C C 2 -8 1 C 0 1 C C 2 -8 0 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.