Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 16

Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Kollegi minn Sólmundur Hólm lenti í hroða-legri lífsreynslu um daginn. Hann var sem sagt að koma heim frá Búdapest, en vélin lenti í rokinu í Keflavík svo hann komst ekki frá borði fyrr en tveimur tímum eftir lendingu. Hundrað og tuttugu mínútum! Í átta stundarfjórðunga, heilan ítalskan fót- boltaleik, rúmlega eina íslenska fermingu eða hálfa James Cameron mynd komst hann ekki út úr vélinni. Hann leyfði sér að kvarta eins og frægt er orðið og fékk náttúrlega á baukinn fyrir aumingjaskapinn. En ekki frá mér. Ég engdist með honum hverja einustu mínútu sem hann var lokaður inni í vélinni. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því, en flugvélar draga fram það versta í okkur. Eins og ég hef gaman af að ferðast, er ekkert sem getur látið mér líða jafn illa og flugvél. Bara um daginn lenti ég í því að slefsofna á handleggnum á mér og fá móður allra náladofa. Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki geta notað handlegginn aftur og myndi framvegis þurfa að heilsa öllum með vinstri. Og ég svaf samt bara í tíu mínútur! Fyrirmunað að sofna í flugvélum Fyrir þessum stutta svefni voru tvær ástæður. Annars vegar, að við hliðina á mér var öskrandi Svíi sem þurfti að tala við vini sína alla leiðina. Sem hefði mögulega verið í lagi ef hann hefði setið nálægt þeim. Eða ef hann hefði kannski sagt eitthvað skemmtilegt en ekki bara þusað enda- laust um mótorhjól eða eitthvað álíka spennandi. Krafthnerrandi landi hans í næsta sæti var heldur ekki til að hressa mig. Hann hnerraði að minnsta kosti hundrað sinnum, með þvílíkum látum að flestir farþegarnir hrukku í kút. Hin ástæðan er vitaskuld sú að mér er nánast algjörlega fyrirmunað að sofna í flugvélum. Þó að hefðbundinn undirbúningur hjá mér fyrir flug sé að hámarki þriggja tíma svefn, er mér lífs- ins ómögulegt að sofa, nema kannski í nokkrar mínútur. Sem er líklega vegna þess að ég er yfir meðalhæð og hef ekki enn náð að reikna út hvar er gert ráð fyrir að ég hafi fæturna. Lágvaxinn vinur minn ferðast alltaf á fyrsta farrými. Situr þar eins og kóngur með lappirnar dinglandi því hann nær ekki niður á gólf. En ég? Ég sit tryggilega aftur í, með hnén á bak við eyrun og verð pirraðri en orð fá lýst. Var seinkun? Ég tengi við flugdólga. Þegar ég heyri af þeim þá spyr ég alltaf fyrst hvort það hafi verið seinkun. Eins og það réttlæti hegðun sem verður til þess að þú ert teipaður niður. Reyndar þarf ekki seinkun til að pirra mig í flugi. Gaurinn sem stendur í miðjum gangvegin- um, þegar verið er að hleypa í vélina, og ákveður að taka sér góðan tíma í að sortera farangur meðan allir hinir bíða. Sípissandi fólk í gluggasætum, flugfreyjur sem virðast taka sérstakt tilhlaup bara til að geta dúndrað vagninum í hnéð á mér, fólk sem heldur að prumpulykt finnist ekki í flugvélum og fólk sem ætti ekki að drekka. Hvergi. Þegar ég stíg út úr flugvél finnst mér að ég hafi sigrast á einhverju. Ég hafi klifið fjall eða klárað leiðinlega bók. Mér finnst nánast að ég ætti að fá verðlaun. Og já, já, þetta er allt eitthvert fyrstaheimsvæl. En trúið mér; ef ég festist í flugvél í tvo tíma eftir lendingu, þá fyrst mynduð þið fá að heyra alvöru væl. Flugvéladrama Þess vegna er það ekki endilega sorgarsaga þegar fyrir- tæki sem verða til utan um frumlegar hugmyndir leggja upp laupana. Húsið er með tveimur svefnherbergjum, bjartri og rúmgóðri stofu, einnig er lagt fyrir þvottavél og þurrkara í forstofuskáp. Húsið getur henntað sem íbúðarhús, sumarhús eða í ferðaþjónustu. Húsið skilast fullbúið og ti lbúið ti l utnings. Upplýsingar í síma: 893-3837 Verð 14.900.000 kr. Stærð 57 m2 Svefnherbergi 2 Baðherbergi 1 Stofa 1 Byggingarár 2017 FALLEGT VIÐAHALDSFRÍTT HEILSÁRSHÚS Fleir i myndir á https://goo.gl/hDjQD3 Ef marka má bandarískar rannsóknir enda níu af hverjum tíu sprota- og nýsköpunar-fyrirtækjum í blindgötu – á kúpunni eins og sagt er. Þau sem lifa og dafna eru undan-tekningarnar. Þetta eru alkunn sannindi. En þó finnast, sem betur fer, alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að veðja fé sínu á óvissuna. Enda getur ávöxtunin orðið ævintýraleg þegar dæmið gengur upp. Nokkur stærstu fyrirtæki heims eru vitnisburður um þetta. Nöfn sem allir þekkja eru á þessum lista: Airbnb, Google, Tesla, Microsoft og Apple. Öll byggðust þau á hugmynd sem sigraði heiminn, oftast eftir að frum- legir og ástríðufullir stofnendur höfðu gengið í gegnum hremmingar, sem fáir trúðu að þeir kæmust í gegnum. Frumkvöðlarnir verða andlit fyrirtækja sinna. En að baki árangrinum er oft blóð, sviti, tár og fórnir starfsmanna, sem hafa sjálfir reynt fyrir sér með afurðir sinna eigin hugmynda en orðið að lúta í lægra haldi. Ekki af því að þeirra varningur hafi endilega verið lakari eða seiglan og ástríðan minni. Heppni og tímasetning skilja oft milli feigs og ófeigs – réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Margir, sem ekki hafa náð alla leið með eigin rekstur, ganga til liðs við hina, sem dafna, með ómetanlega reynslu og þekkingu í farteskinu. Reynslan í síkvikum tækniheim- inum er gulls ígildi. Þess vegna er það ekki endilega sorgarsaga þegar fyrirtæki sem verða til utan um frumlegar hugmyndir leggja upp laupana. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri leikjafyrirtækisins CCP, minnti eftirminnilega á það fyrir nokkrum árum, að gamlir starfsmenn hugbúnað- arfyrirtækja, eins og OZ, sem fór á hausinn með braki og brestum, eru lykilstarfsmenn í nýjum fyrirtækjum, sem blómstra. Sprota- og nýsköpunarfyrirtæki skilja nefnilega ekki eftir sig niðurnídda verksmiðjubygg- ingu ef þau leggja upp laupana, heldur fólk með verð- mæta þekkingu sem gjarnan nýtist í næsta verkefni. Þorsteinn B. Friðriksson stofnaði Plain Vanilla fyrir fáum árum. Fyrirtækið þróaði leikinn vinsæla QuizUp. Peningamenn lögðu fimm milljarða króna í þróun leiksins. Fyrirtækið varð óskabarn landsmanna. Hæfileikafólk fékk útrás fyrir sköpunarkraftinn og vel launaða vinnu. En því miður, dæmið gekk ekki upp. Stofnandinn fór ekki leynt með, að honum urðu á mis- tök – lagði of mörg egg í sömu körfuna. En hann talaði um dýrmætan skóla. Gjaldþrot Plain Vanilla skildi nokkra erlenda fjár- festa eftir með sárt ennið. En þeir vissu allir að hverju þeir gengu. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Þorsteinn sé kominn af stað aftur. Hann hafi fengið fjárfesta til að veðja á nýja hugmynd um nýjan leik. Nú er hann reynslunni ríkari. En enginn gengur að því gruflandi að áhættan í heimi tölvuleikja er mikil. Ferðamenn og fiskur standa undir blómlegu efna- hagslífi þessa stundina. Minna heyrist af fyrirtækjum frumlegra athafnamanna nú en á mögru árunum eftir hrun. Það er ekki gott. Heilræðið um að setja eggin í fleiri en eina körfu á nefnilega ekki bara við um unga frumkvöðla. Hún á við um allt atvinnulífið. Skóli mistakanna 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -7 0 7 8 1 C C 2 -6 F 3 C 1 C C 2 -6 E 0 0 1 C C 2 -6 C C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.