Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 32

Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 32
Skammt frá gamla Elliða-vatnsbænum, því gamla höfðingjasetri og einu af elstu steinhúsum landsins, stendur fallegt timburhús rétt ofan við vatnið á milli hárra trjáa. Það er farið að vora, í fjarska heyrist í lóunni og andapar sem lengi hefur haft þarna sumar- setu vappar um túngarðinn þar sem lítil kanínufjölskylda á sér líka heimkynni. En í húsinu býr Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur og landskunnur heimshornaflakkari ásamt dótturinni Öldu Áslaugu og eiginmanninum Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns þar sem hún segir frá undraheimum vatnsins og sveitar- innar en bókin er prýdd vatnslita- myndum eftir Árna. Unnur tekur brosandi á móti okkur, býður inn í bjarta og hlý- lega stofuna og angan af rjúkandi kaffi fyllir loftið. „Hér hef ég búið í bráðum tuttugu ár og hef líkast til hvergi búið lengur á sama staðnum enda er þetta paradís á jörð,“ segir Unnur og brosir. „Ég var hérna fyrst þegar ég var innan við tvítugt og fékk vinnu við landvörslu. Bjó þá í litlum bústað sem stóð hér rétt fyrir neðan en er nú löngu horfinn og þá bjó apótekari hér í húsinu. En það hefur svona alltaf togast á í mér sveita- stelpan og borgarbarnið svo það hentar mér ákaflega vel að búa hér og njóta þess besta sem hvort tveggja hefur að bjóða.“ Fornleifabarn „Ég er alls staðar af á landinu. Blanda af öllum fjórðungum en tengdust var ég Suðurlandinu af því að móður- amma og -afi voru bændur þar í Holti í Flóa. Af því að mamma var einstæð móðir var ég höfð þar á sumrin og það var mikil gæfa fyrir mig að alast upp í sveitinni. Byrjaði meira að segja í skóla á Stokkseyri en það árið var mamma í námi í Amer- íku. Það hafði mikil áhrif á mig að fara svona mikið á milli og eflaust er það þess vegna sem ég er svona mikil jaðarmanneskja í mér.“ Unnur segir að víðáttan í sveit- inni hafi líka haft mikil áhrif á hana. „Fólki finnst oft ljótt í Flóanum og ég viðurkenni að það eru til fallegri landsvæði en þarna eru svo miklir möguleikar og augað getur leitað langt. Fjallahringurinn er þarna án þess að hann þrengi að og svo er það hafið. Mig dreymdi alltaf um að gá hvað væri á bak við Ingólfsfjall eða að fara út á hafið og þetta kynti undir einhverri ferðaþrá.“ Móðir Unnar var Áslaug Sigur- grímsdóttir, húsmæðrakennari allan sinn starfsferil við Húsmæðra- skólann í Reykjavík við Sólvallagötu. „Þetta er fallegt hús og ég er að miklu leyti alin þar upp því við bjuggum í næsta húsi við á Hávallagötunni. Mamma kynntist pabba, Jökli Jak- obssyni leikskáldi, þegar hún var ráðin sem matráðskona fyrir vinnu- hóp við fornleifauppgröft í Skál- holti sumarið 1954. Þar kynntust þau og þar varð ég til. Þannig að ég er afkomandi íslenskra fornleifa- rannsókna og margir gamlir forn- leifafræðingar töldu sig bera nokkra ábyrgð á þessu. Kristján Eldjárn sem réð í þennan flokk var á því að hann ætti nú að fylgjast með og hafa auga með mér,“ segir Unnur og hlær. Einskis að sakna Unnur segir að það hafi nú framan af verið fremur stopull samgangur á milli hennar og föður hennar. „Ef hann var með mig þá fór hann yfirleitt með mig á Mokka að hitta bóhemavini sína. Þar sat maður í reyk og beið þess að tíminn liði,“ segir Unnur brosandi við tilhugsun- ina. „En seinna urðum við rosalega góðir vinir og ég bjó töluvert hjá honum og seinni konu hans, Ásu Beck, þegar þau bjuggu í húsi sem hét Garðbær úti í hrauninu í Hafnar- firði. Þar fæddist yngsti bróðir minn, Magnús Haukur, en hann flutti til Stokkhólms fimm ára gamall og stofnaði svo kaffihús sem er svo orðið að mikilli keðju í dag.“ Unnur segir að þau séu alls fimm, börn Jökuls og þriggja mæðra. „Við Magnús Haukur höfum alltaf verið sérstaklega náin, kannski vegna þess að ég passaði hann mikið þegar hann var lítill og við bjuggum saman um tíma. Þegar hann var sautján ára þá kom hann líka aftur til Íslands og bjó þá hjá mér. Svo eignaðist hann ungur dóttur sem hann sendi mér alltaf á sumrin og hefur verið svona sumar- dóttir mín, hún lærði íslensku og er mjög tengd landinu eins og pabbi hennar.“ Unnur segist ekki upplifa æsku sína eða bakgrunn sem á einhvern hátt tætingslegan. „Þó að ég færi fram og aftur á milli sveitar og borgar þá var ég í miklu öryggi og naut yndis- legrar æsku. Þetta var bara aðeins, að því ég hélt að minnsta kosti, dáldið óvenjulegt í þá tíð að eiga svona mörg hálfsystkini. En framan af þá saknaði ég þess ekki neitt að eiga ekki pabba inni á heimilinu því ég bara vissi ekki hvað það var. Það var ekki fyrr en ég sá að stelpur gátu fengið að fara í sunnudagsbíltúr og fengið ís hjá pabba sínum að mér fannst þetta eitthvað en mamma gat alveg gert það líka á sínum gamla Volkswagen. Þannig að það var einskis að sakna.“ Ísafjörður og Danmörk Ferðaþráin var sterk í Unni og að loknum menntaskóla ákváðu hún og þáverandi kærasti hennar, Þorbjörn Magnússon, að eignast skútu og sigla um heimsins höf. „Þessi draumur tók sér bólfestu í okkur strax í MR svo að stúdentsprófi loknu fórum við vestur á Ísafjörð til þess að safna fyrir skútu. Hann fór á togara og ég í alls kyns vinnu og við vorum þarna í tvö ár. Ég verð að játa að mér fannst aðþrengj- andi á veturna að vera þarna undir fjöllunum og fékk hræðilega inni- lokunarkennd. Það var ekki flogið einhverjar vikur, ekki hægt að fara yfir fjallið og maður var bara fastur í þessum potti með fjöllin alveg að detta oná sig og myrkrið alveg svaða- legt. En það var yndislegt að vera þarna á sumrin.“ Unnur segir að það hafi ekki verið einfalt að safna peningum á þessum árum óðaverðbólgu og gjaldeyris- hafta. „Við gripum því til þess ráðs að byggja íbúð vestur á Flyðrugranda. Þegar við vorum búin að því þá lögð- ust allir svo á móti því að við seldum íbúðina þannig að við gripum til þess ráðs að flytja til Danmerkur og þar fékk Þorbjörn þá bakteríu að smíða skútuna sjálfur sem hann og gerði. Það tók einhver þrjú til fjögur ár. Á meðan var ég að vinna fyrir skútunni og fór í nám í leikhús- fræði. En leikhúsbakterían sem hefur kannski blundað í mér frá pabba dó nú snarlega í þessu námi því það var svo skelfilega leiðinlegt,“ segir Unnur og skellihlær. „En ég held að það að fara í þetta nám hafi í raun verið hluti af sorginni eftir að hann féll frá, einhver leit að tengslum. Á tíma- bili hafði mig líka langað til þess að verða leikkona en hann mælti mjög gegn því, fannst það ekki vera gott umhverfi fyrir dóttur sína.“ Hurðarleysi og bréfaskipti Eftir þessi þrjú á í Danmörku var lagt af stað á skútunni Kríu og siglingin stóð í fimm ár í það heila. Unnur viðurkennir þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera með einni og sömu manneskjunni alla daga og alltaf í fimm ár. „Það getur verið Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða Unnur Jökulsdóttir rithöfundur hefur skoðað heiminn betur en flestir og lifað forvitni- legu lífi. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns sem hún segir sitt framlag til þess að opna augu fólks fyrir lífríkinu og undraveröld náttúrunnar. Unnur í garðinum við húsið að Elliðavatni þar sem fjölskyldan nýtur sín í nábýli við náttúruna. Fréttablaðið/StEFán ↣ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r32 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -7 A 5 8 1 C C 2 -7 9 1 C 1 C C 2 -7 7 E 0 1 C C 2 -7 6 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.