Fréttablaðið - 29.04.2017, Qupperneq 82
Kristófer segir Eldum rétt hafa marga kosti. „Þú sparar tíma sem fer í að fara í
búðina, þarft ekki að ákveða hvað er í matinn og sóar engu.“ MYND/ERNIR
Bernaise- og beikonborgarinn tilheyrir sígilda pakkanum.
Hér má sjá steiktan lax úr paleo pakkanum.
Hráefni eru skömmtuð nákvæmlega í hvern rétt og því er engu sóað.
Hægt er að velja á milli sígilds matarpakka, paleo pakka og vegan pakka og er hægt að fá
hvern pakka í þremur mismunandi
stærðum; lítinn, miðlungs og
stóran. Fyrirmyndin er komin frá
sænska fyrirtækinu Middagsfrid en
við höfum þó útfært þjónustuna
svolítið öðruvísi og lagað að
íslenskum aðstæðum,“ segir stofn-
andinn Kristófer Júlíus Leifsson
einn af stofendum þessa fjölskyldu-
fyrirtækis. „Sígildi pakkinn inni-
heldur hefðbundinn heimilismat,
paleo pakkinn svokallað hellisbú-
afæði sem er laust við sykur, hveiti
og mjólkurvörur og vegan pakkinn
grænmetisfæði.“
Hann segir Eldum rétt hafa
nokkra kokka á sínum snærum
sem hanna uppskriftirnar, sem eru
í hundraðatali. „Stundum fáum
við líka til okkar gestakokka til að
krydda upp á tilveruna.“
Hann segir fyrirkomulagið þann-
ig að viðskiptavinir panta matar-
pakka á heimasíðunni eldumrett.
is fyrir miðnætti á miðvikudegi.
„Næsta þriðjudag fá þeir þrjár
kvöldmáltíðir með öllu því ferska
hráefni sem þarf í hvern rétt ásamt
eldunarleiðbeiningum. Ýmist er
hægt að sækja pakkann til okkar
á Nýbýlaveg 16 eða fá hann heim
að dyrum, gegn gjaldi. Hingað til
höfum við aðeins sent út á höfuð-
borgarsvæðinu en til stendur að
fara að bjóða upp á sams konar
þjónustu á Akureyri, Selfossi, í
Hveragerði, Keflavík og Njarðvík
svo dæmi séu nefnd,“ upplýsir
Kristófer.
Hann segir að þjónustunni hafi
verið afar vel tekið og að 2016 hafi
verið metár. „Þetta hefur marga
kosti. Þú sparar tíma sem fer í að
fara í búðina, þarft ekki að ákveða
hvað er í matinn og sóar engu,
enda eru hráefnin skömmtuð
nákvæmlega í hvern rétt. Þú þarft
því ekki að kaupa heilt búnt af
ferskum kryddjurtum sem á það til
að skemmast inni í skáp eða heila
krukku af sósu sem er aðeins nýtt
að hluta. Nýting matarins verður
mun betri og mörgum finnst það
skila sér í budduna,“ segir Kristófer.
Hann segir bæði hægt að vera
í áskrift að matarpökkunum eða
panta eina viku í senn, allt eftir
því hvað hentar. „Í Svíþjóð þarf
fólk að binda sig í áskrift en við
ákváðum að laga okkar þjónustu
að íslenskum venjum. Við erum
kannski ekki alveg jafn vanaföst
og Svíarnir og því er þjónustan
sveigjanlegri,“ útskýrir Kristófer.
Hann segir starfsfólk Eldum rétt
í beinu sambandi við birgjana og
leggja mikið upp úr því að fá besta
hráefni sem völ er á hverju sinni.
„Við fáum inn allar pantanir fyrir
miðnætti á miðvikudag og getum
þannig áætlað nákvæmlega hvað
við þurfum að kaupa inn. Þannig
verða engin afföll og við höldum
matarsóun í lágmarki. Það helst
svo í hendur við matarpakkana
þar sem allt er nákvæmlega
skammtað í hvern rétt og engu
sóað.“ Kristófer segir langan
pöntunarfrest nauðsynlegan til
að hægt sé að áætla. „Við erum þó
að vinna í því að færa afhendingu
frá þriðjudegi fram á mánudag.
Þá stendur til að bjóða upp á
ávaxtapakka en hann er hugsaður
í millimál.“
Allar nánari upplýsingar og mynd-
ir af réttum og matarpökkum er
að finna á eldumrett.is
Eldum rétt auðveldar lífið
Eldum rétt hóf starfsemi í byrjun árs 2014 en fyrirtækið afhendir matar-
pakka í hverri viku sem innihalda hráefni í þrjár kvöldmáltíðir. Pakkana er
ýmist hægt að sækja á Nýbýlaveg eða fá senda heim.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . A P r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
2
-C
4
6
8
1
C
C
2
-C
3
2
C
1
C
C
2
-C
1
F
0
1
C
C
2
-C
0
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K