Fréttablaðið - 29.04.2017, Qupperneq 84
Vésteinn Viðarsson, vörustjóri Póstsins. Mynd/Anton Brink
Pósturinn býður upp á öfluga sendlaþjónustu en hægt er að panta sendil í gegnum heimasíðuna www.postur.is. Sendingin á að berast innan 90 mínútna frá því að pöntun er skráð.
Við erum að bæta mjög í sendlaþjónustu okkar, fjölga bæði bílum og starfsfólki,
enda hefur eftirspurnin vaxið
mikið undanfarið,“ segir Vésteinn
Viðarsson, vörustjóri Póstsins,
en fyrirtækið býður upp á afar
skilvirka sendlaþjónustu á öllum
stærri þéttbýlisstöðum á landinu.
Afar einfalt er að panta sendil hjá
Póstinum. Hægt er að smella á flipa
á forsíðu www.postur.is, og fylla
inn með auðveldum hætti hvar eigi
að sækja og skila vörunni.
En hvað er helst verið að sendast
með? „Það er ótrúlega fjölbreytt.
Við erum mikið að keyra vörur
fyrir netverslanir, fara með skjöl í
fyrirtæki og koma einu og öðru til
skila sem liggur á að berist strax,“
svarar Vésteinn. Viðbragðstíminn
er góður en frá því að pöntunin
berst og þar til henni er skilað á
áfangastað eiga ekki að líða meira
en 90 mínútur.
Pakkinn upp að dyrum
Pósturinn keyrir daglega út pakka-
sendingar milli klukkan 17 og 22
á kvöldin. „Þeir sem vilja nýta sér
þessa þjónustu geta skráð send-
inguna inn á postur.is, mætt síðan
með pakkann á næsta pósthús eða
látið sækja hann heim. Pakkinn
fer þá inn í næsta rúnt hjá okkur,“
lýsir Vésteinn. Í skráningunni á
vefsíðunni eru fylltar inn ýmsar
upplýsingar um sendanda og
viðtakanda á borð við netföng og
símanúmer. „Þessar upplýsingar
hjálpa okkur að auka upplýsinga-
flæðið til okkar viðskiptavina. Til
dæmis getum við fyrst tilkynnt
viðtakanda að hann eigi von á
pakka og síðan þegar pakkinn er
kominn inn í bílinn sendum við
SMS um að pakkinn sé á leiðinni
á vissum tíma.“ Þetta hefur mælst
mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum
Póstsins. „Fólk kann vel við að
fá upplýsingar um sendinguna í
rauntíma.“
Pósturinn keyrir út gríðarlega
mikið af sendingum á hverjum
degi á öllum þéttbýlisstöðum á
landinu. Pökkunum er komið til
skila samdægurs á höfuðborgar-
svæðinu en daginn eftir utan
höfuðborgarinnar.
En hvað með þá sem fá tilkynn-
ingu um að pakki bíði þeirra á
pósthúsinu? „Þeir geta líka farið
inn á netið og breytt skráningu
pakkans í heimsendingarpakka og
fengið hann sendan í næsta rúnti,“
svarar Vésteinn og bendir á að ef
mikið liggi við sé einnig hægt að fá
sendlaþjónustu Póstsins í málið.
Heimkeyrsla á lyfjum
Helsta nýjungin í heimsendingar-
þjónustu Póstsins er heimkeyrsla á
lyfjum. „Nýlega varð sú breyting að
fólk getur leyst út lyfseðla á netinu
með rafrænum skilríkjum. Þann-
ig opnaðist sá möguleiki að láta
skutla lyfjum heim sem viðkom-
andi þurfti áður að sækja í apótek,“
lýsir Vésteinn en lyfjunum er þá
ekið út með öðrum pakkasend-
ingum milli 17 og 22 á kvöldin.
Þessari nýjung hefur verið vel
tekið að sögn Vésteins og býst
hann við að enn fleiri muni nýta
sér þessa þjónustu í framtíðinni.
„Enda eru þeir sem taka lyf oft
varla í standi til að fara úr húsi og
þá gott að geta látið aðra skutlast
með þau fyrir sig.“
Á ferðinni alla daga ársins
Pósturinn er með öflugasta dreifi-
kerfi á Íslandi enda heimsækja
starfsmenn fyrirtækisins nánast
hvert einasta heimili í landinu
nokkrum sinnum í viku. „Þá hefur
aukin þörf á heimsendingu á
vörum og þjónustu orðið til þess
að Pósturinn er með einhverja
starfsemi alla daga ársins, meira
að segja á stórhátíðardögum en
þá sinnum við sérþjónustu fyrir
fyrirtæki sem eru opin allan ársins
hring, til dæmis í ferðaþjónust-
unni,“ segir Vésteinn.
Huga að umhverfinu
Umhverfismál skipta Póstinn
miklu máli og hefur fjöldi rafknú-
inna ökutækja aukist til muna
á síðustu árum. „Þetta eru bílar
sem við notum í innanbæjar-
akstri og hafa þeir reynst mjög vel.
Einnig höfum við tekið í gagnið
rafhjól sem keyra út sendingar
og við munum fjölga þeim veru-
lega á næstunni. Þessi breyting
er bæði hagkvæm fyrir okkur og
umhverfis væn enda notum við
innlenda orkugjafa.“
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.postur.is
Pósturinn eykur þjónustu
sína í heimsendingum
Pósturinn býður upp á fjölmarga möguleika fyrir þá sem vilja láta senda sér
vörur heim að dyrum. Fyrirtækið býr yfir öflugasta dreifikerfi landsins sem
verður æ umhverfisvænna með aukinni notkun rafdrifinna ökutækja.
8 kynninGArBLAÐ 2 9 . A P r í l 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
6
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
2
-D
8
2
8
1
C
C
2
-D
6
E
C
1
C
C
2
-D
5
B
0
1
C
C
2
-D
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K