Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 111

Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 111
Laus störf við Borgarholtsskóla haust 2017 Borgarholtsskóli auglýsir eftir framhaldsskólakennurum til kennslu í eftirtöldum námsgreinum: • Stærðfræði, efri áfangar (heil staða) • Viðskiptagreinar (allt að 75% staða, afleysing til vors 2018) • Sérkennari á starfsbraut (heil staða, afleysing til áramóta) Ráðning og kjör: Umsækjendur hafi háskólapróf í viðkomandi greinum ásamt kennsluréttindum í fram- haldsskóla. Laun eru í samræmi við kjarasamning KÍ og stofnanasamning Borgarholtsskóla. Að auki eru þessar stöður lausar: • Náms- og starfsráðgjafi (heil staða, afleysing til 1. feb. 2018) • Stuðningsfulltrúi (heil staða, afleysing til vors 2018) Laun eru í samræmi við kjarasamning viðkomandi stéttarfélaga og stofnanasamning Borgarholtsskóla. Umsækjendur um ofannefnd störf greini í umsókn frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem telja má að skipti máli. Jafnt konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Sakavottorð fylgi umsókn. Á heimasíðu skólans, www.bhs.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Upplýsingar um kennarastarf í stærðfræði og viðskiptagreinum veitir Anton Már Gylfason, kennslustjóri, s. 820 8892, anton@bhs.is. Upplýsingar um kennarastarf á starfsbraut og starf stuðningsfulltrúa veitir Hrönn Harðardóttir, kennslust- jóri, s. 864 1138, hronn@bhs.is. Upplýsingar um starf náms- og starfsráðgjafa veitir Kristín Birna Jónasdóttir, s. 867 3410, kristin@bhs.is. Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ársæls Guðmundssonar, skólameistara, arsaell@bhs. is, fyrir 15. maí 2017. Skólameistari Borgarholtsskóli er fjölbreyttur, framsækinn og skapandi skóli sem leggur áherslu á að allir fái nám við sitt hæfi. Boðið er upp á margar námsleiðir; í bóknámi, listnámi, iðnnámi og starfsnámi. Einkunnarorð Borgarholtsskóla eru: agi, virðing, væntingar. Síðustu Tíbrártónleikar vetrarins verða á morgun, sunnudag, klukk- an 14 í Salnum. Þá leggur klarínett- leikarinn Rúnar Óskarsson í það þrekvirki að flytja öll fjögur verk Johannesar Brahms sem hann samdi fyrir klarínett. Tvær sónötur fyrir klarínett og píanó, eitt tríó fyrir klarínett, píanó og selló og kvintett fyrir klarínett og strengja- kvartett. „Þetta eru allt stór verk en þau eru góð,“ segir Rúnar og nefnir því til sönnunar að hann hafi spilað þau öðru hvoru í allan vetur til undir- búnings tónleikunum og alltaf þótt þau skemmtileg. Áður en Brahms samdi verkin í lok nítjándu aldar fyrir klarínett- leikarann Richard Mühlfeld, hafði hann tilkynnt að hann væri hættur að semja tónlist, að sögn Rúnars. „Fyrirmyndir Brahms voru fáar og stórar klarínettsónötur eigin- lega ekki til, þannig að hann varð frumkvöðull og það er dásamlegt að honum skyldi takast svona vel upp,“ segir hann og tekur fram að Sigurður I. Snorrason klarínett- leikari muni fræða tónleikagesti um tónskáldið og tilurð verkanna. Rúnar segir klarínettleikara þakk- láta fyrir að Brahms náði að kynn- ast Mühlfeld. „Auðvitað væri rosa gaman ef hann hefði gert konsert fyrir heila hljómsveit og klarínett, svona ef maður vill væla mikið!“ segir hann glaðlega. gun@frettabladid.is Allt stór verk en þau eru góð Sigurður Bjarki Gunnarsson, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Una Sveinbjarnardóttir auk Rúnars Óskarssonar sem verður í aðalhlutverki. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánu- daginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Dan- mörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mik- ill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög per- sónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags- daglega þar sem ég er með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“ Tryggvi er þekktastur fyrir mál- verkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðru- vísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.“ – mg Litir – ekki númer Ein af myndum Tryggva á sýningunni á Mokka. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður. RúnaR segiR klaRínett- leikaRa þakkláta fyRiR að BRahms náði að kynnast mühlfeld. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 51L A U g A R D A g U R 2 9 . A p R í L 2 0 1 7 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -7 F 4 8 1 C C 2 -7 E 0 C 1 C C 2 -7 C D 0 1 C C 2 -7 B 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.