Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 122

Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 122
90 ára afmæli Sundfélagsins Ægis Þann 1. maí nk. fagnar Sundfélagið Ægir 90 ára afmæli sínu en félagið var stofnað þann dag árið 1927. Dagskrá afmælishátíðar hefst kl. 9:30 í innilaug Laugardalslaugar og afmæliskaffi verður frá 10:00 – 14:00 í sal Laugardalslaugar. Við hvetjum alla Ægiringa og aðra velunnara félagsins til þess að mæta og taka þátt í viðburðunum á afmælisdaginn. Allir velkomnir. Stjórn Sundfélagsins Ægis www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is Bjarmaland ferðaskrifstofa óskar vinnandi fólki til hamingju með 1. maí 2017! Við þökkum flugfólki, rútubílstjórum, hótel- og veitingamönnum, starfsfólki þvottahúsa og öllum öðrum (víða um heim) óteljandi handtök ykkar og frábært samstarf „Bjarmalandsför“ Bjarmaland er við Hvítahaf í NV-Rússlandi en þangað sóttu hugaðir Norðmenn dýrmæta skinnavöru í ábata- og áhættusömum verslunarleiðangrum. Heimamenn, þá af finn-úgrískum uppruna („Bjarmar“ - Rússar ekki komnir) gátu verið mismunandi viðureignar og fjölkunnugir. Menn lögðu sig í mikla hættu með Bjarmalandsferðum en urðu ríkir og frægir ef þeir komust heim aftur heilir á húfi, ekki síst með dýrmætar loðhúfur og ýmis skinn. Það er í þessari merkingu sem talað er um Bjarmalandsför einhvers, hættuför eða verkefni þar sem menn leggja mikið undir en geta átt von á að auðgast eða eflast verulega ef vel tekst til. Nú eru heimamenn eystra hinir vinsamlegustu í okkar garð, þannig að einungis er um ábata; efnislegan og andlegan, að ræða! SIGLING KEISARALEIÐIN 30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur 298 000 kr. Moskva-Pétursborg 379 000 kr. Kákasusfjöll GEORGÍA og AZERBÆDSJAN 09. - 19. september I 10 nætur Þetta var mikið ferli. Við byrjuðum á þessu í byrjun janúar og þessu var í raun ekki lokið fyrr en núna um daginn. Við sendum lista á fullt af listamönnum sem við höfðum áhuga á að myndu koma – það kom í ljós að hann hafði í raun jafn mikinn áhuga á að koma hingað og við að fá hann. Hann ætlar að vera hérna í þrjá daga á eigin kostnað – verður í fimm daga á landinu í heildina,“ segir Samúel Ásberg O’Neill úr nemendafélagi MK, sem ásamt Guðlaugi Þór Ing- ólfssyni, Andra Sveini Ingólfssyni, Hrafni Lárusi Björnssyni, Sævari Karli Svanssyni og Vigni Erni Ágústs- syni stóð í því að koma rapparanum iLoveMakonnen til landsins. Samúel segir það mjög óvanalegt að stórt nafn eins og Makonnen mæti hingað til Íslands en hans síð- asta gigg var að spila fyrir 150 þús- und manns á tónlistarhátíð í Banda- ríkjunum. Á ballinu hjá þeim gætu allt frá 700-1.800 manns mætt á svæðið. Samúel segir það vera skemmtilegt að skóli sem er minna þekktur en til að mynda Verzló nái að flytja inn lista- mann af þessu kalíberi. „Við erum að stefna á stærsta ballið í sögu a.m.k. okkar nemendafélags. Þetta er líka í fyrsta sinn í sögu okkar nemendafélags sem við flytjum einhvern inn, hvort sem er frá Evrópu eða hvaðan sem er, og líka bara svona stóran gaur sem hefur gert lag með Drake sem er með 300 milljón spilanir á YouTube.“ Ballið fer síðan fram fimmtudag- inn 4. maí í reiðhöllinni í Víðidal. Hinn litríki iLoveMakonnen ILoveMakonnen er 28 ára gamall rappari og söngvari frá Atlanta. Hann vakti fyrst athygli árið 2014 fyrir smellinn sinn Club Goin’ Up on a Tuesday og þá sérstaklega eftir að poppkonungurinn Drake skellti versi í remix af laginu. Makonnen hefur átt nokkra smelli síðan og hefur verið eitt litríkasta andlit Atl- anta-rappsenunnar með því að setja sinn sérstaka brag á helstu klisjurnar sem vilja stundum koma þaðan. Eins og margir rapparar frá Atl- anta hefur hann unnið töluvert með pródúserum eins og Mike Will, 808 Mafia hópnum og Sonny Digi- tal – sem sá um að snúa tökkunum á smellinum Club Goin’ Up on a Tuesday. Það var ein- mitt Sonny sem Drake hafði samband við eftir að hafa heyrt Tuesday einhvers staðar og bað um að fá taktinn. Tveimur dögum síðar gaf Drake óvænt út remixið sitt sem hann kallaði bara Tuesday. Fljótlega eftir það fór lagið eins og eldur í sinu um allan heim, meðal annars hér á landi. Drake samdi við Makonnen og hann mætti yfir til OVO Sound, útgáfufyrirtækis Drake. Síðar meir slettist þó upp á vin- skap Makonnens og Drake eftir að Makonnen kvartaði sáran yfir meðferðinni sem hann fengi á OVO Sound. Nokkru síðar tilkynnti hann að hann væri hættur að gera tón- list, en hætti nánast strax við það. Í janúar á þessu ári kom Makonnen út úr skápnum með tilkynningu á Twitter-reikningi sínum. stefanthor@frettabladid.is iLoveMakonnen vildi ólmur til Íslands Samúel Ásberg O’Neill, Guðlaugur Þór Ingólfsson, Andri Sveinn Ingólfsson, Hrafn Lárus Björnsson, Sævar Karl Svansson og Vignir Örn Ágústsson unnu í því að fá iLoveMakonnen til landsins. FréttABLAðIð/EyÞór iLoveMakonnen hefur unnið með mörgum stærstu nöfnunum í rapp- bransanum. Söngvarinn og rapparinn iLove­ Makonnen spilar á skólaballi hjá MK á fimmtudaginn. Hann mun verja sam- tals fimm dögum á landinu, þar af ætlar hann að ferðast um í þrjá daga á eigin kostnað vegna ein- skærs áhuga á landi og þjóð. 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r62 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -A B B 8 1 C C 2 -A A 7 C 1 C C 2 -A 9 4 0 1 C C 2 -A 8 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.