Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 42
42 FRÉTTIRTækni | Vísindi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
hafi verið miðaður út og sé hjálp á
leiðinni.
Nákvæmari leiðsögu fyrir borg-
arana: Galileo gefur almenningi
kost á staðsetningu, leiðsögu og
tímamælingum sem notast má við
með sérstökum örflögum í snjall-
símum eða siglinga- og leið-
sögutækjum. Fjöldi tegunda slíkra
síma hefur verið á markaði frá síð-
astliðnu hausti, 2016, og geta þeir
tekið á móti merkjum sem gefa
kost á nákvæmari staðsetningum
en áður. Á endanum verður stað-
setningarnákvæmni Galileo innan
við einn metri, samanborið við um
15 metra nákvæmni GPS-kerfisins.
Í öllum nýjum bílum 2018
Frá og með apríl 2018 verður
Galileo-leiðsögutæki að finna í öll-
um nýjum bílum seldum í Evrópu.
Auk skilvirkari og nákvæmari leið-
sögu verður eCall-neyðarupp-
hringiþjónustan evrópska hluti af
búnaðinum. Hin aukna nákvæmni
Galileo mun koma sér vel í borg-
um en þar hafa merki frá gervi-
tunglum viljað detta út vegna
hárra bygginga. Þegar kerfið
verður komið í fulla notkun munu
sex til átta gervihnettir þess nást
samtímis frá flestum hornum
heims og merkin frá þeim því
verða mun nákvæmari í tíma og
rúmi. Þá eru ekki meðtaldir hnett-
ir GPS-kerfisins og GLONASS. Í
þessu sambandi er því haldið fram
að Galileo-leiðsögukerfið muni
auka verulega á öryggi sjálfekinna
bíla.
Betri tímajöfnun fyrir mikilvæg
samfélagskerfi: Fyrir tilstilli of-
urnákvæmra atómklukkna sinna
gefur Galileo möguleika á mjög
nákvæmri tímasamræmingu í t.d.
bankastarfsemi og fjármálahreyf-
ingum, fjarskiptum og orkudreifi-
kerfum. Það mun auka á skilvirkni
viðkomandi þjónustukerfa.
Tryggari þjónusta opinberrar
stjórnsýslu: Með þjónustu sem
lokuð veður almenningi en seld
ríkisstofnunum og stórum fyr-
irtækjum mun Galileo styðja við
starfsemi björgunarsveita, mann-
úðarstofnana, tollgæslu og lög-
reglu. Möguleiki verður fyrir
stjórnvöld að nýta sér einkar öfl-
uga dulkóðaða fjarskiptakosti
Galileo á kreppu- og hörm-
ungatímum, svo sem af völdum
hryðjuverkaárása. Staðsetning-
arnákvæmni þessarar lokuðu
tækni verður mæld í sentimetrum
og mun Galileo þannig geta keppt
við GPS um viðskipti vegna sjálf-
ekinna bíla, dróna, skipa og bíla
ásamt því að valda byltingu við
leitar- og björgunarstörf.
Evrópskt forskot
Nú til dags gegnir GPS afar
mikilvægu hlutverki. Með tilkomu
nýtækni eins og snjallsíma og
sjálfekinna bíla telur Evrópusam-
bandið (ESB) að með nákvæmara
og borgaralega stýrðu staðsetn-
ingarkerfi fái evrópsk fyrirtæki
samkeppnislegt forskot. Áætlað er
að um 10% vergrar landsfram-
leiðslu í Evrópu komi nú frá
vörum og þjónustu sem brúkar
einhvers konar gervihnattaleið-
sögutækni, en af hálfu ESB er tal-
ið að það hlutfall verði komið í
30% árið 2030.
Vísindamenn binda miklar vonir
við Galileo-kerfið. Segja að mæl-
inganákvæmni þess ætti að efla og
auka þekkingu á sviði jarðvísinda,
á lofthjúpnum og á ýmiss konar
náttúrufyrirbærum. Með tilkomu
30 gervitungla Galileo, 35 hnatta
BeiDou-leiðsögukerfisins sem Kín-
verjar eru að byggja upp, fjölgi
gervitunglum leiðsögukerfa í him-
inhvolfinu úr um 90 í dag í að
minnsta kosti 130 innan tíu ára.
Þá muni endurnýjun tungla GPS-
og GLONASS-kerfanna auka ná-
kvæmni þeirra, að sögn eðlisfræð-
ingsins Oliver Montenbruck hjá
þýsku geimvísindastofnuninni í
Oberpfaffenhofen í Þýskalandi.
Bandaríkjamenn sitja ekki með
hendur í skauti, heldur áforma að
skjóta 32 nýjum hnöttum á braut
er eiga að bæta nákvæmni GPS-
kerfisins svo það standi jafnfætis
því evrópska. Þeir fyrstu fara
væntanlega í loftið síðar á þessu
ári.
Þá segir Richard Langley, sér-
fræðingur í gervihnattaleið-
sögukerfum hjá háskólanum í New
Brunswick í Fredericton í Kanada,
að tilkoma Galileo sé ígildi bylt-
ingar fyrir vísindin. Möguleikinn á
að samnýta merki frá fjölda gervi-
hnattakerfa bjóði upp á áður
óþekkta möguleika í rannsóknum
á lofthjúpnum. Jens Wickert hjá
GFZ-jarðvísindastofnuninni í Pots-
dam í Þýskalandi segir að til að
mynda megi mæla vindhraða á
opnum úthöfum, ýfi sjávaryf-
irborðs og ölduhæð með miklu
meiri nákvæmni en nú er hægt.
Grýtt gata Galileo
Það var í desember 1999 sem
ESB samþykkti formlega að koma
upp gervihnattaleiðsögukerfinu
Galileo í samstarfi við ESA. Átti
það að kosta 2,2 til 2,9 milljarða
evra og „tryggja strategískar
þarfir“ Evrópu er það yrði starf-
hæft 2008. Fæðingin varð erfiðari,
tók 17 ár og kostnaðurinn rúmlega
þrefaldaðist á þeim tíma.
Apríl 2008: Eftir að hafa mistek-
ist að fá einkafyrirtæki til að fjár-
festa í fyrirtækinu ákvað fram-
kvæmdastjórn ESB að taka
verkefnið upp á sína arma og fjár-
magna það að fullu með skattfé al-
mennings. Ný kostnaðaráætlun
hafði hækkað í um 3,4 milljarða og
kerfið sagt starfhæft 2013. Ráð-
gert var að sjö milljarða evra til
viðbótar þyrfti að setja í kerfið á
tímabilinu 2014-2020, að sögn full-
trúa frönsku geimferðastofnunar-
innar CNES, sem sat í stjórn
ESA.
Október 2011: Tveimur fyrstu
Galileo-gervitunglunum skotið á
braut um jörðu og tveimur til við-
bótar 2012.
Mars 2013: Þessir fjórir hnettir
staðsetja punkta á jörðu niðri í
fyrsta sinn og er nákvæmnin 10-15
metrar. Bilun reyndist í loftneti
eins tunglanna sem gat þó áfram
sent á einni útsendingartíðni.
Ágúst 2014: Eftir rúmlega eins
árs töf vegna „tæknilegra erf-
iðleika“ var hnöttum fimm og sex
skotið á loft og fóru þeir á ósam-
hverfa, sporöskjulaga braut, sem
lítið gagn var að til gervi-
hnattaleiðsögu. Frekari geim-
skotum var slegið á frest til að
rannsaka orsakir þessa, en ástæð-
an kom í ljós – frosið eldsneyti í
leiðslum rússnesku Sojuz-
flaugarinnar sem kom þeim á hina
röngu braut.
Desember 2016: Með 18 gervi-
tungl lofti verður Galileo-kerfið
loks starfhæft 15. desember. Átta
tungl til viðbótar hafa þegar verið
pöntuð til að komast á braut 2017
og 2018, en enn sem komið er hef-
ur ekkert verið ákveðið um síðustu
fjögur tunglin í kerfinu, sem full-
skapað verður 30 hnatta.
30 gervitungl Þegar Galileo-kerfið verður fullskapað, árið 2020, styðst það við 30 gervitungl af nýjustu tækni.
Vegvísir Galileo-kerfið býður upp á meiri skilvirkni í flutningum á vegum.
Ljósmynd/ESA
Landmælingar Galileo mun auðvelda landmælingar hvers konar.
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is