Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 og laugard. 10-17 DIMMALIMM Útsalan er hafin Yfir 125.000 Írakar hafa þurft að flýja heimili sín í Mosúl síðan í október á nýliðnu ári. Þetta kem- ur fram í upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum sem birtar voru í gær. Um 9000 manns hafa flúið borgina á fjórum dögum en átök milli hersins og hryðjuverkamanna Ríkis íslams hafa færst í aukana. AFP-fréttastofan greinir frá fjölda fólks sem flýr fótgangandi og myndin sýnir íraska fjölskyldu á flótta framhjá skriðdrekum hersins. Átök milli hersins í Írak og hryðjuverkamanna harðna AFP 125.000 manns hafa flúið frá Mosúl Sérstök nefnd, sem skipuð var af stjórnvöldum í Búrma, skilaði í gær af sér bráðabirgðaniðurstöð- um, þar sem því var hafnað að herinn og lögreglu- lið landsins hefðu framið þjóðarmorð á Rohingya- múslímum. Niðurstöðurnar stangast á við skýrslu, sem mannréttindasamtökin Amnesty Internation- al gáfu út um miðjan síðasta mánuð. Tugir þúsunda múslima hafa flúið heimili sín eftir að herinn hóf aðgerðir í Rakhine-fylki í norð- vesturhluta landsins í október. Aðgerðirnar voru viðbrögð við árásum á lögreglustöðvar í fylkinu. Talið er að nokkrir tugir hafi látist í aðgerðum hersins, og hefur flóttafólk, sem saman er komið í nágrannaríkinu Bangladess, sakað her og lög- reglulið Búrma um að hafa staðið í ránum og grip- deildum, íkveikju, nauðgunum og pyndingum gegn sér. Ríkisstjórn Búrma, sem lýtur forystu Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels, hefur hafn- að ásökununum. Setti ríkisstjórnin nefndina á fót til þess að kanna hvað væri rétt í þessu máli, og á hún að skila lokaskýrslu sinni í lok mánaðarins. Það þykir draga nokkuð úr trúverðugleika skýrslunnar, að einungis eru liðnir nokkrir dagar síðan myndband fór um samfélagsmiðla, þar sem nokkrir lögreglumenn sáust berja þorpsbúa, sem tilheyrðu Rohingya-múslímum, til óbóta. Hefur myndbandið valdið miklum óhug og ýtt undir gagnrýni á stjórnvöld. Voru nokkrir lögreglu- menn handteknir í kjölfarið. Þá hefur nefndin einnig verið gagnrýnd fyrir það, að hún segist enn eiga eftir að kanna ásakanir um íkveikju og pyntingar, auk þess sem að „ónæg sönnunargögn“ væru fyrir ásökunum um nauðg- anir lögreglumanna. Var sökinni fyrir ástandinu í staðinn skellt á erlenda öfgamenn. Hefur verið meinað um borgararéttindi Afstaða yfirvalda í Búrma er sú að Rohingya- múslímar séu flestallir ólöglegir innflytjendur frá Bangladess, frekar en sérstakt þjóðarbrot í Búrma. Talið er að um ein milljón Rohingya-músl- íma búi í Búrma, en þeim hefur öllum verið neitað um ríkisborgararétt og þegnréttindi, jafnvel þeg- ar þeir geta rakið ættir sínar aftur um margar kynslóðir. Þá er þeim meinað um aðgang að heil- brigðis- og menntakerfi landsins. sgs@mbl.is Engin merki um þjóðarmorð  Nefnd skipuð af stjórnvöldum í Búrma hafnar því að Rohingya-múslímar hafi verið ofsóttir  Amnesty segir herinn standa fyrir morðum og nauðgunum AFP Umdeild skýrsla Sérstök nefnd hefur hafnað því að stjórnvöld í Búrma hafi framið þjóðarmorð. Tyrknesk yfirvöld hafa nú borið kennsl á árásarmanninn sem varð 39 manns að bana á næturklúbbnum Reia í Istanbúl á gamlárskvöld. „Við höfum komist að því hver ber ábyrgð á skotárásinni í Istanbúl. Að- gerðir til að hafa hendur í hári hans halda áfram,“ sagði Mevlut Cavu- soglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í samtali við fréttastofuna Anadolu í gær, sögn AFP. Hann greindi þó ekki frá nafni árásarmannsins og veitti ekki frekari upplýsingar. „Húsleit var framkvæmd á heimili hans,“ sagði hann og bætti við að þar hefði komið í ljós að árásin hefði ver- ið „fagmannlega“ skipulögð. Ríki íslams lýsti því yfir á mánu- dag að samtökin hefðu staðið fyrir ódæðisverkinu. Er þetta í fyrsta skipti sem talið er víst að samtökin beri ábyrgð á stórfelldri hryðju- verkaárás í Tyrklandi „Markmiðið var skýrt – að skapa sundrungu og umturna samfélaginu,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær í ræðu í forsetahöllinni. Hann sagði á nýársdag að þjóðin myndi standa sterk og halda stillingu sinni. 36 manns nú í haldi Af þeim 39 sem létust voru 27 er- lendir ríkisborgarar, þar á meðal fólk frá Líbanon, Sádi-Arabíu, Ísr- ael, Jórdaníu, Írak, Túnis og Mar- okkó. Þá hafa 36 manns þegar verið handteknir vegna málsins en árásar- maðurinn sjálfur gengur enn laus. Alls eru ellefu konur á meðal þeirra sem eru í haldi lögreglu en heimildir herma að þær komi úr þremur fjöl- skyldum. Talið er að einhverjir hinna handteknu hafi búið á heimili árásarmannsins. Yfirvöld framlengdu einnig yfir- lýsingu um neyðarástand í landinu um þrjá mánuði, en hún hefur verið í gildi frá því að tilraun var gerð til valdaráns í landinu. Vita hver gerði árásina  Greina ekki enn frá nafni hans en herða aðgerðir AFP Ógn Tyrkneskur lögreglumaður stendur vörð við skemmtistaðinn. Ísraelski hermaðurinn Elor Azaria, sem skaut palestínskan árásar- mann til bana eftir að hann hafði verið afvopnaður og særður, var dæmdur fyrir manndráp. Atvikið, sem átti sér stað í Hebron á Vest- urbakkanum, náðist á myndband þar sem glögglega sést hvar Azaria skýtur hinn rúmlega tvítuga Abdul Fatah al-Sharif þar sem hann ligg- ur særður á götu. Rétt áður hafði hinn látni stungið ísraelskan her- mann með hnífi. Azaria sagðist fyrir dómi hafa haldið að Sharif væri klæddur sprengjuvesti en ákærendur sögðu hann hafa verið að hefna sín. Réttarhöldin vöktu mikla athygli og hafa valdið mikilli sundrungu á meðal Ísraela, að sögn Yolande Knell, fréttamannns BBC í Tel Aviv. Efnt hefur verið til mótmæla til stuðnings hermanninum og margir stjórnmálamenn lýstu yfir stuðningi við Azaria. Hins vegar var ísraelski herinn snöggur að sverja atvikið af sér, það væri ekki til vitnis um það hvernig ísraelski herinn hagaði sér. ÍSRAEL Hermaður dæmdur fyrir manndráp AFP Ósáttir Átök brutust út við dómhúsið þegar beðið var dómsuppkvaðningar. Bandaríski fjöldamorðing- inn Charles Man- son er alvarlega veikur og hefur verið fluttur á sjúkrahús. Þetta kemur fram í frétt AFP en ekki kom þar fram hvað hrjáir hann. Charles Manson er 82 ára gamall og var dæmdur til dauða meðal annars fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate, eiginkonu kvik- myndaleikstjórans Romans Pol- anski, en hún var ófrísk. Manson fór fyrir sértrúarsöfnuði sem framdi fjölda annarra morða árið 1969. Dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Manson var fluttur úr Corcoran- ríkisfangelsinu í Kings-sýslu í Kali- forníu á sjúkrahús í Bakersfield, að sögn fréttaveitunnar TMZ. BANDARÍKIN Charles Manson fluttur á sjúkrahús Charles Manson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.