Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 2
Annaðhvort klipp- um við af eyrunum eða hættum okkar starfi Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villi- katta Veður Í dag verður róleg norðanátt á vestanverðu landinu með sólríku og fallegu veðri. Norðaustan- og austanlands eimir enn eftir af norðan hvassviðri og éljum, en síðdegis lægir smám saman á þeim slóðum. sjá síðu 48 Biðraðir víða á Svörtum föstudegi Margir verslunareigendur lækkuðu í gær verð á völdum vörum og tóku þannig þátt í hinum Svarta föstudegi, Black Friday. Leitun var að raftækja- verslun sem bauð ekki allavega upp á 20 prósenta afslátt af listaverði og nýttu margir sér það enda sléttur mánuður í jólin. Fréttablaðið/anton brink samgöngur Vegna hugsanlegrar bilunar í sjálfvirkum talningar- búnaði Vegagerðarinnar við hin nýju Norðfjarðargöng er ekki vitað hversu margar bifreiðar hafa farið um göngin frá því að þau voru opnuð þann 11. nóvember síðast- liðinn. Komið var upp öðrum telj- ara en lesa þarf af honum handvirkt og komast starfsmenn ekki til að lesa af honum sökum veðurs. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verk- efnastjóri hjá Vegagerðinni, segir að vegna hinnar hugsanlegu bilunar sé ekki hægt að afhenda rauntíma- gögn um umferð um Norðfjarðar- göng. Skömmu eftir að göngin voru opnuð hafi umferðardeildin komið upp öðrum teljara. „Sá galli er á að það þarf að fara á staðinn og tappa af honum hand- virkt. Þessi aftöppun er á hendi sér- hæfðra starfsmanna Vegagerðarinn- ar og er næsti starfsmaður staðsettur á Akureyri,“ segir Friðleifur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um umferð fyrstu daga ganganna. Hann segir næsta skipulagða aflestur teljarans hafa verið um áramótin en sökum veðurs og ófærðar  sé ekki fært að veita upplýsingarnar fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Þeir sem til þekkja segja þó að göngin hafi þegar sannað gildi sitt þessa fyrstu daga, í aftakaveðri eða ófærð, og í það minnsta haldið sam- göngum opnum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. – smj Ekki vitað hversu margir fóru um göngin norðfjarðargöng þykja hafa sannað gildi sitt nú þegar en umferðartölur um þau liggja ekki fyrir. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium DÝr „Við furðum okkur á mörgu í sambandi við þennan úrskurð,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Samkvæmt úrskurði atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins (ANR) er félaginu óheimilt að fjarlægja sjúka kettlinga, yngri en átta vikna, frá mæðrum sínum til meðhöndlunar. Samtökunum barst í upphafi júlí- mánaðar tilkynning um ketti í neyð. Þegar á staðinn var komið voru þar um sjötíu kettir en í hópnum voru illa farnir kettlingar. Brugðust full- trúar Villikatta við með því að fjar- lægja sex kettlinga og koma þeim til dýralæknis. Þar var einn kettlingur- inn aflífaður og tveir settir á sýklalyf vegna augnsýkingar. „Dýralæknirinn sagði að hún myndi tilkynna ástand kattanna til Matvælastofnunar (MAST). Stofn- unin gerði okkur hins vegar að skila kettlingunum því samkvæmt lögum er bannað að aðskilja ketti yngri en átta vikna frá móður sinni,“ segir Arndís Björg. Formaðurinn segir að þau hafi fylgt fyrirmælum stofnunarinnar og samkvæmt hennar bestu vitneskju hafi stofnunin ekki haft kettina undir eftirliti. Þegar fulltrúar Villi- katta komu aftur á staðinn höfðu einhverjir kettlinganna drepist vegna veikindanna. ANR hefur nú staðfest afstöðu MAST. „Hvernig getur það staðist að ef við sjáum fárveikan kettling þá megum við ekki taka hann til dýralæknis? Okkur var sagt að við ættum að til- kynna MAST um þá. Það er mjög erfitt eftir klukkan fjögur. Og hvað á þá að gera?“ spyr Arndís. Þá þykir henni skjóta skökku við að heimilt sé að fjarlægja kálfa frá mæðrum sínum. Í málsástæðum MAST fyrir ráðu- neytinu kom fram að Villikettir hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu þeirri sem á samtökunum hvílir. Dýraeftir- litsmaður MAST hefði farið á staðinn degi eftir að þau fengu vitneskju um kettina og var þá fyrirskipað að dýrum yrði komið til dýralæknis. Málið er ekki hið eina sem kom til kasta ráðuneytisins vegna sam- takanna. Villikettir kærðu einnig fyrirmæli MAST um að samtökin láti af því að klippa af eyrum villi- katta sem vanaðir hafa verið. Væri það í andstöðu við dýraverndarlög. Því máli var vísað frá þar sem um til- mæli var að ræða en ekki stjórnvalds- ákvörðun. „Við berjumst gegn villiköttum með því að vana þá og þegar það hefur verið gert þá klippum við um fimm millimetra af vinstra eyra. Með því móti er unnt að bera kennsl á ketti sem hafa verið vanaðir. Þetta er aðferð sem viðhöfð er í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Annað- hvort klippum við af eyrunum eða hættum okkar starfi,“ segir Arndís. johannoli@frettabladid.is Máttu ekki taka sjúka kettlinga frá mæðrum Samtökunum Villiköttum var óheimilt að koma sex kettlingum undir hendur dýralæknis. Tilkynna átti ástandið til Matvælastofnunar í stað þess að grípa inn í. Formaður Villikatta segir margt skrítið varðandi málsmeðferð stofnunarinnar. Samtökin Villikettir furða sig á fyrirmælum Matvælastofnunar um að þau láti af því að klippa af eyrum katta sem hafa verið vanaðir. VÍSir/GVa Ban Darí ki n Hundapössunar- fyrirtækið Woof-Tang Clan er ekki í náðinni hjá sívinsælu hipphopp- sveitinni Wu-Tang Clan. RZA, einn meðlima hljómsveitarinnar, hefur kært fyrirtækið fyrir að brjóta gegn höfundarrétti sínum. Tónlistartímaritið breska Mix- mag greindi nýverið frá málinu og hafði samband við Marty Cuatchon, eiganda Woof-Tang Clan. „Ég er mikill aðdáandi. Við förum bara út að ganga með hunda. Ég hélt að þetta væri góð hugmynd,“ sagði Cuatchon sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málsóknina. Auk þess að bjóða upp á pössun og göngutúra fyrir hunda selur Cuatchon boli með myndum sem apa eftir umslagi plötunnar Re turn to the 36 Chambers en platan er sólóverk Wu-Tang-liðans Ol’ Dirty Bastard sem lést árið 2004 úr ofneyslu eiturlyfja. – þea Rappari kærir Woof-Tang Clan 2 5 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -0 4 A 4 1 E 5 3 -0 3 6 8 1 E 5 3 -0 2 2 C 1 E 5 3 -0 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.