Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 76
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is T ölvuleikir eru eitt vinsælasta skemmtanaform nútímans og verða sífellt vinsælli. En þeir hafa tekið miklum breytingum í áranna rás. Tölvuleikir hafa þróast og breyst og í dag eru margir þeirra alls ekki hugsaðir fyrir börn. Því er mikil- vægt fyrir foreldra að vita hvað er viðeigandi fyrir börnin og hvað ekki. Sem betur fer eru til alþjóðlegir staðlar sem innihald hvers einasta leiks er metið út frá og þeim er svo gefin umsögn sem segir til um hvaða aldurshóp leikurinn hentar og hvernig innihaldið er. Á Evrópu- markaði eru leikir metnir út frá svokölluðu PEGI-kerfi, en kerfið á að hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir þegar þeir kaupa tölvu- leiki eða snjallsímaforrit. Miklar og hraðar breytingar Tölvuleikir hafa breyst mikið á undanförnum árum. Margir þeirra eru gerðir fyrir fullorðna spilara í dag. Þannig eru til leikir sem eru mjög ofbeldisfullir, hryllingsleikir og leikir sem krefja spilara um að taka erfiðar siðferðislegar ákvarðanir. Sumir eru líka einfaldlega of flóknir fyrir yngri kynslóðina. Tækniframfarir hafa líka gjör- breytt útliti tölvuleikja, þannig að sumir þeirra eru mjög raunverulegir. Fyrir vikið hefur upplifun spilara breyst mikið. En stóru nýju leikirnir eru aug- lýstir af krafti, hvort sem þeir eru bannaðir börnum eða ekki, og þessar auglýsingar geta auðveldlega vakið áhuga barna. Þá er mikilvægt að fullorðnir geti haft vit fyrir börn- unum og passað að kaupa ekki leiki sem henta börnunum illa. Fimm aldursflokkar og átta efnisflokkar Í PEGI-kerfinu er leikjum skipt í fimm aldursflokka og gerðar athuga- semdir ef innihald leiksins fellur undir átta mismunandi efnisflokka sem henta börnum misvel. Þessar merkingar sjást skýrt framan á hverjum einasta leik og þar að auki eru textalýsingar á umbúðunum á því efni sem gæti hentað börnum illa. Það er gott að vita á hverju aldurs- flokkunin byggir. l PEGI 3: Leikir sem hafa þessa einkunn eru viðeigandi fyrir alla aldurshópa. Ef það er ofbeldi í þeim er það á pari við Kalla kanínu eða Tomma og Jenna og leikirnir sýna bara skáldaðar persónur. Hljóð og mynd eru ekki líkleg til að skelfa ung börn og engin blótsyrði eru leyfð. l PEGI 7: Leikir sem ná næstum að vera í flokknum á undan en inni- halda einhver atriði eða hljóð sem geta hugsanlega hrætt. l PEGI 12: Leikir sem sýna ofbeldi sem er örlítið alvarlegra gagnvart ímynduðum sögupersónum eða mjög vægt ofbeldi gagnvart per- sónum sem líta út eins og mann- eskjur eða dýr, eða sýna örlítið meiri nekt. Öll blótsyrði verða að vera væg og mega ekki vísa í neitt kynferðislegt. l PEGI 16: Leikir sem sýna ofbeldi eða kynferðislegar athafnir á raun- verulegan hátt. Þeir geta innihaldið grófari blótsyrði, notkun á tóbaki og öðrum lyfjum og glæpsamlega hegðun. l PEGI 18: Þessi einkunn er gefin ef það er gróft ofbeldi í leiknum eða ofbeldi af ákveðnum gerðum er sýnt. Það er örlítið erfitt að skilgreina hvað er gróft ofbeldi, því það er huglægt mat, en skil- greiningin gengur út frá því að ofbeldið geti valdið viðbjóði hjá áhorfendum. Aftan á umbúðum leikja er aldurs- flokkunin svo rökstudd. Átta mis- munandi atriði geta verið talin til og alvöru og eðli hvers og eins er lýst. Atriðin eru blótsyrði, mismunun, lyfjanotkun, skelfing, fjárhættuspil, kynlíf, ofbeldi og netspilun. Blótsyrði þýðir að blótað sé í leiknum, mismunun þýðir að hann sýni mismunun eða efni sem gæti ýtt undir mismunun, lyfjanotkun þýðir að hann sýni slíkt, skelfing vísar til þess að leikurinn innihaldi eitthvað sem getur hrætt ung börn, fjárhættu- spil þýðir að leikurinn hvetji til eða kenni fjárhættuspil, kynlíf þýðir að slíkt sé sýnt, ofbeldi þýðir að slíkt sé sýnt og netspilun er tekin fram því spilarar geta komist í eftirlitslaus samskipti við aðra spilara á netinu, sem geta stundum verið dónalegir. Það er því ýmislegt sem þarf að hafa í huga, en með því að fylgja aldursflokkuninni er auðvelt að passa að börnin spili ekki eitthvað óviðeigandi. Nánari lýsingar á eðli efnisins geta svo hjálpað foreldrum að taka upplýstar ákvarðanir um hvort þau vilji gera einhverjar undantekningar. Gæði skipta máli Sem betur fer er nóg af gæðaleikjum fyrir börn, þó margir af vinsælustu leikjunum séu fyrir eldri spilara. Það er auðvelt að fletta upp einkunna- gjöf gagnrýnenda fyrir leiki á netinu. Á vefsíðunni metacritic.com er til dæmis hægt að sjá meðaltalið af einkunnum neytenda og virtra gagn- rýnenda og fá þannig ágæta mynd af viðtökum leiksins. Það er um að gera að að láta börn leika sér í vönduðum leikjum. Upp- lifunin getur haft mun betri áhrif á þroska barnanna og vandaðir leikir eru skemmtilegir í lengri tíma en óvandaðir, svo þeir eru betri fjár- festing. Auk þess er aldrei að vita nema foreldrarnir geti haft gaman af því að spila góða leiki með börnum sínum. Svona veistu hvaða tölvuleikir henta börnum Tölvuleikir verða sífellt vinsælli, en breytast hratt, svo það getur verið erfitt fyrir foreldra að vita hvað hentar börnum. Til er einfalt kerfi sem hjálpar fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Minecraft er vinsæll hjá börnum og fullorðnum og hefur verið notaður í kennslu. NORDICPHOTOS/GETTY Super Mario Odyssey er dæmi um vandaðan nýjan leik sem hentar börnum vel. NORDICPHOTOS/GETTY Grand Theft Auto leikirnir eru gríðarlega vandaðir og vin- sælir. En alls ekki fyrir börn. NORDICPHOTOS/GETTY JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur hafið samband við auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402 Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 3 -7 6 3 4 1 E 5 3 -7 4 F 8 1 E 5 3 -7 3 B C 1 E 5 3 -7 2 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.