Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 99
Bækur Er ekki allt í lagi með þig? HHHHH Höfundur: Elísa Jóhannsdóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Bookwell Digital Oy, Finn- landi Síðufjöldi: 315 Kápuhönnun: Alexandrea Buhl Er ekki allt í lagi með þig? er glæný raunsæ unglingabók og frumraun höfundarins, Elísu Jóhannsdóttur, en fyrir bókina hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin nú í ár. Sagan gerist að mestu í ótilgreind- um smábæ úti á landi og fjallar örlítið um skin en aðallega skúrir í lífi nokkurra unglingsstúlkna sem þar búa. Athyglin beinist að einelti, vináttu og vinslitum og það hvern- ig við komum fram við fólkið í kringum okkur. Aðalsöguhetjurnar eru tvær stúlkur, aðkomustúlkan Ragnheiður og Hekla, vinsælasta telpan í bænum. Þær verða góðar vinkonur stuttu eftir að Ragnheið- ur flytur í bæinn en um leið og fer að hausta og skólinn byrjar fer að síga á ógæfuhliðina. Það kemur til árekstra innan vinkvennahópsins auk þess sem það kemur til átaka við aðra krakka í bænum og stelp- urnar blandast inn í rifrildi sem tengjast þeim sjálfum óbeint. Sagan er sögð ýmist frá sjónarhóli Ragnheiðar eða Heklu og þannig öðlast lesandinn tvöfalda innsýn í söguna og kemst að leyndar málum sem þær sjálfar telja a ð þ o l i ekki birtu dagsljóss- ins. Með þessu móti f l a k k a r samkennd l e s a n d a sífellt á milli að m i n n s t a k o s t i t v e g g j a persóna. Þetta stíl- b r a g ð t e k s t ágætlega og viðbrögð söguper- sóna við því sem aðrir segja og gera eru skiljanlegri í ljósi þeirra vandamála sem þær sjálfar standa frammi fyrir. Fremst í bókinni kemur fram að höfundur hafi skrifað bókina gagngert vegna vöntunar á sögu þar sem fjallað er um gerendur eineltis og „skoðað hvað þurfi að gera til að einelti nái að grassera“. Þetta er göfugt markmið og alsiða að barnabækur hafi það að mark- miði að fræða unga lesendur og kenna þeim betri siði. Oft er upp- eldisfræðilegt gildi barna- og ungl- ingabóka þó stundum á kostnað listrænna markmiða og er það raunin með Er ekki allt í lagi með þig? Vandamálin sem um er fjallað eru afspyrnu mörg og ekki nógu vel unnið úr nærri öllum. Þetta á til að mynda við um annars vegar sam- skipti Ragnheiðar við móður sína og hins vegar samskipti Heklu og foreldra hennar. Sömuleiðis er strákastússið á stelpunum fremur ósannfærandi og hefði jafnvel farið betur að sleppa þeim hluta sögunnar. Viðfangsefnið er þó vissulega áhugavert og talar beint til hins ætlaða lesendahóps – ungl- inganna – og fróðlegt er að fá bæði að fylgjast með fórnarlömbum ein- eltis og gerendum. Sterkasti boð- skapur bókarinnar, og sá sem skýr- ast kemur fram, er að dæma ekki aðra fyrirfram sem og að sökin er sjaldnast alfarið hjá einum aðila en um leið þurfum við að læra að axla ábyrgð á gjörðum okkar og biðjast afsökunar þegar þess er þörf. Helga Birgisdóttir Niðurstaða: Áhugavert efni sem ekki er unnið nógu vel úr. Betur má ef duga skal Ljóðaslamm er það kallað þegar skáld etja saman ljóðum sínum í keppni um hylli áhorfenda, en tilþrifin við lesturinn eru mikil- fengleg og margs konar. Í kvöld fer fram ljóðaslamm í Iðnó undir yfir- skriftinni Tjarnarslamm og er Ólöf Rún Benediktsdóttir skipuleggjandi viðburðarins ásamt Jóni Magnússyni en bæði eru þau þaulreyndir slamm- arar. Ólöf Rún segir að þau hafi farið af stað eftir að hafa tekið þátt í verkefni hjá Bókmenntaborginni. „Í fram- haldinu fórum við út til Þýskalands, Póllands, Eistlands og Danmerkur og hittum ljóðaslammara og fengum að kynnast því hvernig þau skipulögðu ljóðaslamm. Þegar við komum heim ræddum við einnig við Borgarbóka- safnið en þau hafa verið mjög dugleg að skipuleggja svona uppákomur og við erum í samstarfi við þau núna. Vonandi verðum við svo með fleiri ljóðaslömm á næstunni. Við héldum nokkur óformleg ljóðaslömm í sumar á Rosenberg og það verða slammarar úr þeim hópi sem verða á sviðinu í Iðnó. Allt færir textasmiðir og flytjendur og svo eru líka skáld inn á milli sem við erum að draga inn og vonandi fá fleiri áhuga á þessu formi og flutningi.“ Það eru þau Andrea Francis Kemp, Brynjar Jóhannesson, Davíð Þór, Davíð Tómas, Hannah Jane, Irene og Óli Hrafn Jónasson, einnig þekktur sem Holy Hrafn, sem munu lesa listir sínar að þessu sinni. Dagskráin hefst kl. 19 og er aðgangur ókeypis. – mg Erum að draga fleiri skáld í slammið Ólöf Rún Benediktsdóttir er annar skipuleggjenda viðburðarins og sjálf reyndur ljóðaslammari. það verða slamm- arar úr þeim hópi sem verða á sviðinu í iðnó. Borgarbókasafn menningarhús Reykjavik City Library Gerðubergi Sólheimum Grófinni Spönginni Kringlunni Borgarsögusafn Reykjavíkur Reykjavik City Museum Árbæjarsafn Landnámssýningin Sjóminjasafnið í Reykjavík Ljósmyndasafn Reykjavíkur Viðey Listasafn Reykjavíkur Reykjavik Art Museum Hafnarhús Kjarvalsstaðir Ásmundarsafn Jöklakerti eftir Brynjar Sigurðsson LISTILEGAR GJAFAHUGMYNDIR • SAFN- OG SÝNINGARTENGDAR VÖRUR • ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK • ERLEND GJAFAVARA • BÆKUR, KORT OG VEGGSPJÖLD m E N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 51L a u g a r D a g u r 2 5 . N ó v E m B E r 2 0 1 7 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -1 3 7 4 1 E 5 3 -1 2 3 8 1 E 5 3 -1 0 F C 1 E 5 3 -0 F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.