Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 28
hugsað mér að láta viðgangast. Það dugði aldrei neitt, hann hélt áfram. Hann settist oft við hliðina á mér við matarborð ef það var laust sæti. Hélt áfram að þreifa á lær­ unum á mér. Á endanum greip ég bara fast í klofið á honum og sagði: Það er best að ég taki upp þína siði. Þá verða það kaup kaups. Það dugði í þessu tilviki. Loksins hætti hann. En þetta var svo yfirgengilegt og fékk á mig. Það var ekki einu sinni að hann færi leynt með þetta. Það gat frekar litið út eins og það væri eitthvert samband á milli okkar. Það fannst mér slæmt. Ég var svona frekar hlé­ dræg manneskja. Mér fannst ekki gott að vera með upphrópanir og læti. Ég hélt að hann myndi hætta því það var alveg ljóst að þetta var etthvað sem ég vildi alls ekki. En hann lét ekki segjast þar til ég greip til þessa örþrifaráðs. Það er óviðunandi að þurfa að grípa til svona ráða.“ Mættu sem fegurðardrottningar á borgarstjórnarfund Kvenfyrirlitningin tók á sig ýmsar myndir. Var nánast viðstöðulaus að sögn Guðrúnar. Konum í flokknum var brugðið þegar Davíð Oddsson ávarpaði fegurðardrottningar á Broadway árið 1985 og talaði niður til samstarfskvenna sinna í borgarstjórn. Þær ákváðu að taka til aðgerða. „Við höfðum auðvitað það markmið í Kvenna­ framboðinu að grípa til aðgerða þegar færi gafst. Reyna að varpa nýju ljósi á atburði og stjórnmál. Davíð Odds­ son ávarpaði fegurðardrottningar á Broadway. Frá þessu var sýnt í sjón­ varpinu og ræðan opinber. Honum fannst hann ábyggilega vera mjög fyndinn þegar hann sagði eitthvað á þá leið að ef Kvennaframboðs­ kerlingar væru jafn fallegar og þær, þá hefði ekki þýtt fyrir sig að ná í borgarstjórastólinn. Þetta fannst okkur yfirgengilegt. Í garð okkar og í garð fegurðardrottninganna. Að hlut­ gera okkur allar með þessum hætti. Við hugsuðum okkur um, hvernig við gætum eiginlega mætt honum. Það þýddi ekkert að rökræða við hann. Það höfðum við margreynt, við ákváðum að gera eitthvað sem sýndi fáránleikann í orðum hans. Fegurðar­ dísaflokkinn sem gæti skákað honum annað en við ösku buskurnar sem ættum að halda okkur til hlés. Þá duttum við niður á þetta, að klæða okkur upp sem fegurðardísir. Ég og Magdalena Schram vorum fulltrúar í borgarstjórn á þessum tíma. Ingi­ björg Sólrún var í fæðingarorlofi. Ég fékk lánaðan kjól hjá mömmu Möllu, úr satíni. Afskaplega flottan. Svo bjuggum við okkur til kórónur úr álpappír og náðum okkur í borða eins og fegurðardrottningar bera. Svo voru ellefu stelpur uppi á pöllunum í svona múnderingu. Ég var með borða sem á stóð: Ungfrú meðfærileg,“ segir Guð­ rún og hlær við minninguna enda varð allt kolvitlaust á fundi. Sagðar vitlausar og óframbærilegar „Við létum ekkert vita af þessu. Hringdum ekki í fjölmiðla eða neitt slíkt. Karlarnir í borgarstjórn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Svo fór ég upp í pontu áður en fundurinn byrjaði til að útskýra að við ætluðum Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 verður haldinn í Golfskálanum Grafarholti þriðjudaginn 5. desember kl. 20:00 Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst, stjórn GR að reyna að hegða okkur á þessum fundi bæði í útliti og framkomu með þeim hætti að fara í spor þeirra kven­ ímynda sem borgarstjórinn leit góðu auga og vildi hafa í kringum sig. Við þóttumst svo ekki geta tekið afstöðu í nokkru máli og höguðum okkur eins og viljalausar brúður. Davíð var orðinn fokvondur. Sá ekkert fyndið við þetta og fannst við sýna borgar­ stjórn óvirðingu,“ segir Guðrún en í dag væri auðvitað tíðarandinn þannig að öllum væri ljóst að óvirðingin væri þess sem léti orð sem þessi falla. „Davíð var ofboðslega einráður maður og hans máti að umgangast þá sem voru ekki í hans flokki var að niðurlægja. Hæðast að. Ég tala nú ekki um kerlingar eins og okkur. Hann kom inn á útlit okkar. Við værum ekki frambærilegar, vitlausar. Við kynnum ekki neitt og við ættum bara að vera heima.“ Salírólegur Ræddi hún við Albert um þetta eftir á? Sýndi hann iðrun? „Nei, hann var sal­ írólegur með þetta. Eins og þetta væri sjálfsagður hlutur. Eins og það væru engin landamæri. Eins og hann hefði vald til að meðhöndla þá í kringum hann eins og hann vildi. Framkoman lýsti virðingarleysi í garð fólks. Þegar maður er beittur kynferðislegri áreitni þá er maður sviptur öryggis­ tilfinningu, sjálfsvirðingu og valdi yfir eigin persónu. Þetta er bara valdarán og lítillækkun,“ segir Guðrún ákveðin og segir konum mikilvægt að taka sér aftur þetta vald sem þær hafi verið rændar með lítilsvirðingu og kyn­ ferðislegri áreitni. „Við verðum að hafa til þess úthald. Aldrei að gefast upp. Samstaða er eina leiðin. Við vinnum þetta ekki ein og ein. Ef að það er aðferðafræðin þá byrjar innlimunin í karlaklúbbinn. Þá samþykkja konur þennan heim og þessa fyrirlitningu. Það er ósköp eðlilegt ef sjálfsvirðing kvenna er ekki traust. Það er skiljanlegt því þetta er erfið barátta. Við erum margar brotn­ ar. Ef maður er ekki með gott bakland og góðan stuðning í kringum sig þá er úti um mann.“ Mótbyrinn Hún segist skilja hvers vegna fáar konur endast í pólitík. Hennar reynsla var að mótbyrinn reyndist of mikill, þá þreytist konur. „Það heltust margar konur úr lestinni á þessum tíma. Þegar farið var að líða á kjör­ tímabilið voru fáar eftir. Það var svo mikill mótbyr. Maður kom nánast engu máli í gegn. Allt brýn mál sem skiptu máli. Við tókum alltaf fjár­ hagsáætlunina og sömdum hana upp á nýtt. Með okkar forgangi, forgangs­ röðuðum öðruvísi. Þá var augsýnilegt að hægt var að ráðast í okkar málefni. En þetta var ekki góð reynsla. Maður sat eftir með þá tilfinningu að þetta ætti ekkert skylt við lýðræði. Þetta var eins og leikrit, þessir borgarstjórnar­ fundir. Það voru haldnar ræður en það var vitað löngu áður en fundirnir voru haldnir að mál fengju afgreiðslu inni í meirihlutanum.“ Verst er þögnin Og nú þegar Guðrún lítur til baka. Öll þessi ár. Þá finnst henni sorglegt hversu lítið hefur í raun áunnist hvað varðar kynferðislega áreitni, kven­ fyrirlitningu og ofbeldi. „Mér finnast þetta átakanlegar sögur af kynferðislegri áreitni og fyrir­ litningu. Til dæmis af þessum ungu stúlkum og hvernig flokksfélagar þeirra komu fram við þær þegar þær voru að fara í prófkjör. Að enn þann dag í dag ráði ekki málefnin heldur séu konur látnar trúa því að þær þurfi að njóta velvilja einhverra karla. Ég veit að það verða fleiri byltingar. En það allra versta sem við getum lent í er þögnin. Ef þöggunin nær yfirhöndinni, þá hættir að heyrast í konum. Það eru sterk öfl sem munu vilja þagga niður í konum núna og ýmsar lúmskar leiðir eru til þess að koma því til skila að best sé að þegja. Þessi bylting núna er mjög ógnandi fyrir suma. Þá sem finna sig seka. Ef þeir þá finna til sektar.“ Nú heyrast þær raddir að það eigi ekki að vera að rifja upp gömul mál. Nú séu breyttir tímar. Hvað finnst þér þegar þú heyrir svona lagað? „Þetta eru ekki gild rök. Það sem hefur verið gert er rangt og meiðandi og má ekki liggja í þagnargildi. Við verðum að ræða þessa hluti og hjálpa bæði strákum og stelpum að átta sig á því hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Hvað meiðir og hvað meiðir ekki. Strákar fá svo hryll­ ingslega ruglingsleg skilaboð um hvað felst í því að vera karlmaður. Með því eru þeir rændir lífsgæðum og ham­ ingju. Það er örugglega svolítið flókið að vera strákur í dag og horfa upp á þessa umræðu alla. Við eigum öll að fá tækifæri til þess að nota eiginleika okkar til að gera það sem okkur langar til. Við verðum að horfast í augu við það að þannig er það ekki í dag. Frelsið er ekki til staðar og fyrirmynd stráka má ekki vera þessi gamli þögli karlmaður sem fer á hnúunum í gegnum lífið. Því verður að linna.“ 7. júlí, 1985 á fundi borgar- stjórnar. Kvenna- framboðskonur mæta í fundarsal sem skrýddar fegurðardrottn- ingar. Magdalena Schram (ungfrú spök) og Guðrún Jónsdóttir (ung- frú meðfærileg). Sigurður Guð- mundsson t.v. Mynd/VilhJálMur h. VilhJálMSSon Það allra versta sem við getum lent í er þögnin. Ef þöggunin nær yfirhöndinni þá hættir að heyrast í konum. Það eru sterk öfl sem munu vilja þagga niður í konum núna,” segir Guðrún. Fréttablaðið/anton Við eigum öll að fá tækifæri til þess að nota eiginleika okkar til að gera það sem okkur langar til. Við Verðum að horfast í augu Við það að þannig er það ekki í dag. frels- ið er ekki til staðar og fyrirmynd stráka má ekki Vera þessi gamli þögli karlmaður sem fer á hnúunum í gegnum lífið. þVí Verður að linna. 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -3 1 1 4 1 E 5 3 -2 F D 8 1 E 5 3 -2 E 9 C 1 E 5 3 -2 D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.