Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 31
Isavia boðar til morgunfundar þann 28. nóvember næstkomandi á Hilton Nordica kl. 8.30. Á fundinum verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflug- vallar fyrir árið 2018, rætt um mikilvægi flugtenginga fyrir þjóðina auk þess sem sérstök kynning verður á viðskiptahraðlinum Startup Tourism. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Dagskrá: — Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, setur fundinn F A R Þ E G A S P Á 2 0 1 8 — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar H V E R E R ÁV I N N I N G U R I N N A F T E N G I FA R Þ E G U M ? — Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðg jafi hjá Aton S TA R T U P T O U R I S M V I Ð S K I P TA H R A ÐA L L I N N — Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Fyrirspurnir úr sal S K R Á N I N G Á F U N D I N N F E R F R A M Á : I S AV I A . I S/ M O R G U N F U N D U R H I LT O N N O R D I C A 2 8 . N ÓV E M B E R K L . 8 . 3 0 T Æ K I F Æ R I N L I G G J A Í F L U G T E N G I N G U M F A R Þ E G A S P Á 2 0 1 8 áreitni. Það er ekki skrýtið að konur hætti í stjórnmálum. Björt: Það er svo vont fyrir lýðræðið að maður þurfi að klæða sig í þessa brynju og reyna að láta sér líða vel í henni. Unnur: Mér finnst mikilvægt að fá karla til að taka þátt í þessu. Að þeir séu með okkur í þessu. Að við séum að ræða við þá líka. Rósa: Mér sýnist það sé að gerast. Nokkrir karlar á þingi tóku sig saman og vilja vinna gegn þessari menningu. Það er bara byrjunin á hugarfarsbyltingu. Svo koma nýjar kynslóðir inn á þing. Með því að kynjafræðsla er kennd í framhalds- skólum eru að verða breytingar. En svo þarf líklega meira til. Unnur reyndi til dæmis að breyta starfs- háttum þingsins. Gera það sveigjan- legra fyrir fjölskyldur. Bæði konur og karla. En við erum að sjá bak- slag. Konur að falla út af þingi. Við þurfum að breyta þessu. Gera betur. Heiða: Og þetta er ekkert einfalt. Þetta er alls staðar og bæði konur og karlar eru hluti af þessari menningu sem birtist okkur á svo margan hátt með valdbeitingu, áreitni, ofbeldi, hunsun eða kvenfyrirlitningu. Ég man til dæmis eftir konu sem gekk vel í prófkjöri. Flokksfélagi hennar óskaði henni til hamingju, gekk svo til eiginmanns hennar og spurði: Ert þú ekki meistarinn á bak við þetta allt saman? Sú hin sama verður fyrir því að skoðanir mannsins hennar eru gerðar að hennar eigin. Þessu lendum við margar svo oft í. Unnur: Þú ert kannski að ræða mál á þingi og segir brýnt að framkvæma eitthvað á ákveðinn hátt. Þá stígur karl fram og endurtekur orðin. Svo tekur annar karl til máls og tekur undir. En ekki með konunni sem steig fyrst fram heldur með karl- inum! Þetta gerist alls staðar. Heiða: Ég hef lent í því að halda ræðu á fundi þar sem fundarstjóri endurtók hluta þess sem ég sagði og sá sem talaði á eftir mér vitnaði í fundarstjórann sem var karlmaður en ekki í mig. Ég held að karlar þurfi að verða meðvitaðri um þetta. Ég er ekki viss um að þeir átti sig á því að þeir eru frekar að hlusta á karlana. Björt: Vinnustaðir í landinu eru komnir miklu lengra en Alþingi hvað varðar að taka á þessum kúltúr. Það er ekki heillandi að ganga inn í heim stjórnmálanna í dag. Það er mikið afturhvarf til fortíðar og það er hættulegt lýðræðinu. Hafið þið hugsað um að hætta? Rósa: Nei. En ég hef verið oft mjög þreytt. Ég held að við höfum allar upplifað það. Unnur: En maður má ekki segja að maður hafi viljað hætta. Heiða: Þetta tekur ótrúlega mikið á. Rósa: Það eru svo margar fleiri bar- áttur, fleiri slagir sem við þurfum að taka en karlar að það er skiljanlegt að við verðum þreyttar. En haldið þið að ykkur verði refsað eða þið útilokaðar fyrir að stíga svona fram? Björt: Ég get alveg séð það gerast, einhvers staðar í einhverjum kreðs- um verður þessu tekið sem árás. En það er ekki þannig í mínum flokki að minnsta kosti. En það eru leiðir til að útiloka frá nefndum og emb- ættum án þess að það sé mjög aug- ljóst. Rósa: Yfirleitt kemur bakslag eftir svona stórt átak. Þá byrja karlar að grafa undan okkur. Spyrja hvort þeir megi nú ekki segja neitt. Hvort það sé bara verið að útiloka þá frá öllu. Mála þá alla upp sem dónakalla. Þá byrjar líka baktalið og rógurinn. Kemur upp eitthvert svona tal: Hún vill nú bara komast fram af því hún er kona, veit nú ekki alveg hvað hún er að gera á þingi. Heiða: Eða hún er sögð erfið í sam- skiptum, eða að glíma við eitthvað. Stundum gerist þetta bara allt í einu. Konur hafa lýst því að allt í einu eftir að þær hafa sett mörk, þá voru þær allt í einu orðnar svo erfiðar. Við sem erum að stíga fram erum að taka áhættu. Það hafa alveg nokkrir karlar haft samband við mig, hvern- ig þeir eigi að vita hvernig þetta eigi allt saman að vera. Er verið að tala við mig? En þetta fjallar ekkert um það. Við erum ekki að benda á karla og flokka. Við erum að benda á kúltúr. Unnur: Já, þeir upplifa óöryggi. Ég held að karlar og ungir menn vilji vita reglurnar, mörkin. Það er fullt af fólki, bæði konum og körlum, sem trúir því að samfélagið sé best ef bæði kynin eru með. Við erum fremst í jafnrétti hér á landi og eigum að halda því forskoti. Rósa: Já, við eigum að fara saman í þetta. Við erum engin ógn hvort við annað, kynin. Ég er alltaf til í að rabba um þessi mál við karla sem vilja vita meira. Björt: Ég held að við gætum gert getur. Vandað orðin okkar betur. Fyrir vel meinandi karla sem vilja vera í lagi. Tala um þessa hluti á minna menntaðan hátt, ég leyfi mér að segja það. Ég er menntuð í kynjafræði og get alveg séð að fyrir einhvern sem er það ekki er erfitt að taka á móti öllum þessum hug- tökum. Þeir bara ná þessu ekki. Við þurfum að tala öðruvísi til þeirra. Þeirra sem sannarlega vilja vera með. Ég er algjörlega ekki að segja að það sé okkar ábyrgð eða kerfis- frasanum að kenna. Unnur: Ég er alveg sammála þér. Það er ekki hægt að leysa vandamálið ef þú skilur ekki í hverju það felst. Rósa: En orð eru til alls fyrst. Að tala. Sýna mörkin. Ég held að allir flokk- arnir verði núna að taka þetta upp hjá sér. Heiða: Við tökum ekki þennan slag ein og ein. Við tökum hann öll saman, konur og karlar. Vinnustaðir í landinu eru komnir miklu lengra en alþingi Björt h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 31l A U g A R D A g U R 2 5 . n ó v e m B e R 2 0 1 7 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 3 -0 E 8 4 1 E 5 3 -0 D 4 8 1 E 5 3 -0 C 0 C 1 E 5 3 -0 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.