Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 36
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Jólamarkaðurinn verður haldinn í nýju húsnæði að Ögurhvarfi 6 í Kópavogi. Það
var tekið í notkun fyrir rúmu ári
en áður var starfsemin dreifð á
nokkra staði. Saumastofan kom
úr Brautarholti og Smiðjan úr
Bjarkarási í sumar,“ segir Hanna
Gréta Pálsdóttir, umsjónarmaður
Smiðjunnar hjá Styrktarfélagi Áss.
„Með nýja húsnæðinu hefur
verið hægt að auka fjölbreytnina
í starfsemi í handverki og skap-
andi starfi, svo sem saumaskap,
þæfingu, keramik, mósaík og
skartgripagerð. Mikil áhersla er
lögð á endurvinnslu hjá okkur. Allt
skart sem er búið til hjá okkur er
skart sem okkur hefur verið gefið
og viðkomandi hefur verið hættur
að nota. Þar sem húsnæðið er allt
á einni hæð geta einnig fleiri sótt
vinnustaðinn,“ segir Hanna Gréta.
„Að jólamarkaðinum koma Ás
vinnustofa, Smiðjan, Bjarkarás,
Lækjarás, Lyngás og Smíkó sem eru
allt staðir reknir undir Ási styrktar-
félagi. Þetta er í fyrsta skipti sem
allir þessir staðir koma saman í
einn stóran markað,“ bætir hún
við.
Til sölu verður handverk af
ýmsum toga, allt unnið á vinnu-
stöðum félagsins. Má þar nefna
klúta og handklæði frá saumastof-
unni, leir og mósaík úr Smiðjunni,
trévörur frá Smíkó og ýmsar vörur
frá Iðjunni, þar sem sérstök áhersla
er lögð á endurvinnslu við val á
hráefni.
Hanna Gréta segir ýmsar
óvæntar uppákomur verða á mark-
aðnum. Þá verður heitt súkkulaði
og smákökur til sölu. Allt sem
safnast á markaðnum er til styrktar
starfseminni.
Markaðurinn stendur milli klukkan
15 og 18 á fimmtudag að Ögur-
hvarfi 6.
Jólamarkaður
Áss vinsæll
Svenni og Ástrós að vinna í leir með Fanneyju. MYNDIR/STYRKTARFÉLAG ÁSS Fjölbreytt handverk verður til sölu á markaðnum.
Leirmuni má kaupa á markaðnum.Snotrir jólasveinar úr ull
Hanna Gréta Pálsdóttir, umsjónarmaður Smiðjunnar.
Jólamarkaður
Áss styrktarfélags
verður haldinn
fimmtudaginn
30. nóvember. Þar
verður handverk
af ýmsum toga til
sölu, heitt kakó og
smákökur. Mark-
aðurinn verður
í nýju húsnæði
starfseminnar.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Fyrir falleg heimili
Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl.
Kínverskar gjafavörur
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
3
-6
7
6
4
1
E
5
3
-6
6
2
8
1
E
5
3
-6
4
E
C
1
E
5
3
-6
3
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K