Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 8
Náttúra „Þótt merki um gosóróa
hafi ekki sést á jarðskjálftamælum
verður að telja yfirgnæfandi líkur á
því að eldsumbrot séu farin af stað
í Öræfajökli sem hafi þrýst súrri og
seigfljótandi líparítkviku upp undir
yfirborð bergsins undir öskjunni,
svona svipað og þegar tannkrem
er kreist úr túpu,“ segir Ólafur G.
Flóvenz, forstjóri Íslenskra orku-
rannsókna.
Ólafur telur kvikuhreyfingarnar
vera mjög grunnt í fjallinu og þær
geti brotist upp á yfirborðið hvenær
sem er. Hann byggir þessa niður-
stöðu sína á því að ekki hafi verið
nein jarðhitavirkni þekkt í jöklinum.
„Allar líkur benda til þess að kviku-
uppsprettur í þessu stóra eldfjalli séu
mjög djúpar og þess vegna verði ekki
til venjuleg háhitakerfi þar. Þegar
það svo gerist núna að það verður
allt í einu til öflugt háhitakerfi að þá
getur það ekki gerst nema að það sé
kominn orkugjafi mjög grunnt. Þar
af leiðandi dreg ég þá ályktun að
það hafi kvika komist mjög nálægt
yfirborði,“ segir Ólafur. Hann segist
þó ekkert fullyrða um það hvort eða
hvenær kvikan nái upp á yfirborðið,
en hún sé komin nálægt því.
Ármann Höskuldsson, eldfjalla-
fræðingur hjá Jarðvísindastofnun
HÍ, segir alla fræðimenn vera sam-
mála um að jarðhitinn á svæðinu
geti ekki verið af neinum öðrum
ástæðum en að kvika sé að hreyfa
sig. Hins vegar sé ekki vitað enn
hversu djúpt hún liggur. „Nú þarf
bara að klára að koma upp mælum
og fá nógu góðar gervihnattamyndir
upp á þessa aflögun. Ármann segir
rannsóknir á fjallinu vera mjög erf-
iðar í framkvæmd. „Það er sjór fyrir
sunnan og jökull fyrir norðan og
svo er þetta bara fjall sem nær 2.000
metra upp í loftið.“
Ármann segir menn ekki geta gert
ráð fyrir nýjum tíðindum á hverjum
degi. „Þetta er ekki þannig að hlut-
irnir séu að gerast frá degi til dags.
Svo kannski eftir tíu daga erum við
komin með meira af gögnum, sjáum
eitthvað meira eða að það breytist
eitthvað meir.“
jonhakon@frettabladid.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Straumhvörf
Audi A3 e-tron sameinar tvo heima
Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna.
Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með
fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
50 kílómetra drægni á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir
en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar
er samanlögð heildardrægni allt að 940 km.
Verð frá 4.270.000 kr.
Telur að kvikan sé grunnt
undir yfirborði fjallsins
Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri
Íslenskra orkurannsókna. Gæti komið á yfirborðið hvenær sem er. Sérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun segir
unnið að því að koma upp mælum og fá betri gervihnattamyndir en að rannsóknir séu erfiðar í framkvæmd.
Ármann
Höskuldsson eld-
fjallafræðingur.
Heimild: Jökulhlaup í Öræfum og Markarfljóti vegna eldgosa undir jökli.
Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands, Ríkislögreglustjóri, 2016
askjan og mögulegar gossprungur í Öræfajökli
Samfélag Stofnfundur Vestfjarða-
stofu verður haldinn 1. desember
næstkomandi og mun hún taka
til starfa strax í kjölfarið. Pétur G.
Markan, formaður Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga, segir þetta afar
viðeigandi dagsetningu og að lands-
menn muni verða mikið varir við
þetta nýja fyrirbæri.
„Vestfjarðastofa er verkefnafyrir-
bæri sem ég hóf að vinna að ásamt
góðu fólki fyrir um það bil tveimur
árum. Þetta verkefni skeytir saman
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og
Fjórðungssamband Vestfjarða sem
gerir það að verkum að atvinnu-
þróunarverkefni og byggðaþróunar-
verkefni færast undir sama hatt. Við
þessa breytingu verður meira flæði,
meiri dýnamík og meiri nálgun allra
starfsmanna að ólíkum verkefnum.“
– aig
Draumalið fyrir
Vestfirði í mótun
Samfélag Báðar stúlkurnar tvær
sem fundust meðvitundarlausar í
miðbæ Reykjavíkur á fimmtudags-
kvöld eru komnar til meðvitundar.
Stúlkurnar eru fimmtán ára gamlar.
Hefur önnur þeirra þegar verið flutt
á barnadeild Landspítalans.
Guðmundur Páll Jónsson, lög-
reglufulltrúi hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, segir að grunur
leiki á um að stúlkurnar hafi innbyrt
fíkniefnið MDMA. – sks
Stúlkurnar tvær
tóku líklega inn
dópið MDMA
2 5 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
3
-3
F
E
4
1
E
5
3
-3
E
A
8
1
E
5
3
-3
D
6
C
1
E
5
3
-3
C
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K