Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 16
www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is FRAMHALD JÓLA Í MOSKVU 4. - 8. janúar I 4 nætur Gullni þríhyrningurinn og strandir GOA 24. mars – 4. ápril I 11 nætur PÁSKAR Á INDLANDI 352 000 VERÐ kr. 166 300 VERÐ kr. ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Látið lífeyrissjóðina okkar í friði Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Gildis — lífeyrissjóðs Hótel Reykjavík Natura, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17.00 Gildi–lífeyrissjóður Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóður www.gildi.is ▪ ▪ Egyptaland Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al- Abd nyrst á Sínaískaga í Egypta- landi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórn- valda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæð- inu. Átökin hófust eftir að íslamist- anum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í bar- áttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaí- skaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næst- mannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaí- skaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggis- ráðið á fund stuttu eftir árásina. Lof- aði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hug- myndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villi- mannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989. johannoli@frettabladid.is thorgnyr@frettabladid.is Þjóðarsorg í Egyptalandi Að minnsta kosti 235 fórust í árás á norðurhluta Sínaískaga. Hart hefur verið barist á svæðinu frá árinu 2013. Árásin er sú mannskæðasta í nútíma- sögu Egyptalands. Forsetinn lýsti yfir þjóðarsorg. Sjúkraliðar fá leiðsögn á vettvangi á Sínaískaga í gær. NordicphotoS/AFp SimbabvE Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simb- abve í gær. Tók hann þar með form- lega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í inn- setningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnang- agwa hafði verið varaforseti Simb- abve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúar- innar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðis- baráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leið- togi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoð- unum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókó- díllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnang- agwa sagður tengjast verstu ódæðis- verkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugn- um og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum. – þea Mnangagwa lofar að þjóna öllum Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve. NordicphotoS/AFp 2 5 . n ó v E m b E r 2 0 1 7 l a U g a r d a g U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 2 -F F B 4 1 E 5 2 -F E 7 8 1 E 5 2 -F D 3 C 1 E 5 2 -F C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.