Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 58
Staða leikskólastjóra við leikskólann Lyngheima
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Lyngheimum.
Lyngheimar er fjögurra deilda leikskóli í Rimahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Leiðarljós leikskólans eru virðing, umhyggja og tillitsemi
og markvisst er unnið með þau í starfinu. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia og áhersla er lögð á ferilvinnu, skapandi starf,
tónlist og gagnrýna hugsun og að barnið móti eigin menningu og lífsgildi. Unnið er með opið flæði og mikil samvinna er milli deilda.
Útileiksvæðið er stórt og býður upp á mikla möguleika en Lyngheimar er Grænfánaskóli og tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi
leikskóli.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf
í Lyngheimum.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækj-
anda á starf í leikskólanum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2018. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda
leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111.
Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og
stefnu Reykjavíkurborgar.
• Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og
umbótaáætlunum.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik-
skólastigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Bókari
Ás styrktarfélag óskar eftir bókara í 100% starf. Félagið
er sjálfseignarstofnun og veitir um þrjú hundruð manns
þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu, vinnu og virkni.
Skrifstofan er í Ögurhvarfi 6, 201 Kópavogi. Upplýsingar
um félagið eru á www.styrktarfelag.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Færsla bókhalds fyrir félagið og tengd félög
Afstemmingar og uppgjör
Leiðbeiningar og miðlun til annarra eftir því sem við á
Frágangur og samskipti við endurskoðanda
Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun er æskileg og/eða menntun sem
viðurkenndur bókari
Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi og ársuppgjörum
er skilyrði
Góð þekking eða reynsla af DK hugbúnaði er kostur
Góð þekking á excel, word og öðrum tölvukerfum sem
nýtast í starfi
Skipulagshæfni, samviskusemi og talnagleggni
Sjálfstæði í starfi, góð hæfni í mannlegum samskiptum
og sveigjanleiki
Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar og geta unnið
undir álagi
Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir skal senda á netfangið erna@styrktarfelag.
is fyrir 6. desember 2017. Nánari upplýsingar veitir Erna
Einarsdóttir mannauðsstjóri í síma 414-0500.
Launakjör fara eftir gildandi kjarasamningum
HLJÓÐMAÐUR/VERKEFNASTJÓRI
Í HLJÓMAHÖLL
Hljómahöll auglýsir lausa stöðu hljóðmanns/verkefnastjóra.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, vera
mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma, geta haft umsjón með
hljóðvinnslu og verkefnastjórn á viðburðum og helst búa yfir
tæknimenntun af einhverju tagi.
HELSTU VERKEFNI
Um er að ræða starf sem tekur á tæknimálum sem varða allar
hliðar rekstrarins s.s. tónleika- og ráðstefnuhald, fundi, dansleiki,
Rokksafn Íslands og fleira.
HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af hljóðstjórn og tæknimálum á viðburðum
• Góð og yfirgripsmikil þekking á tæknibúnaði
• Mikil tölvukunnátta (Apple, Windows, iOS og Android umhverfi)
• Tæknimenntun t.d. af sviði hljóðstjórnar er kostur
• Reynsla á verkefnastjórn er kostur
• Reynsla af lýsingu á viðburðum er kostur
Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf í janúar 2018 og er um 100% starf að ræða.
Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.
Áhugasamir geta sótt um starfið á vef Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Young
(tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.
Tryggingastofnun
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis hjá Tryggingastofnun. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum
stjórnanda sem þarf að búa yfir miklum áhuga á endurhæfingu og úrræðum tengdum örorku. Starfið
byggir á öflugri teymisvinnu sem er í stöðugri mótun.
Starfið veitist frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.
YFIRLÆKNIR
TRYGGINGASTOFNUNAR
Pipar\TBW
A
\ SÍA
Helstu verkefni og ábyrgð
- Læknisfræðilegt mat á umsóknum um örorku
lífeyristrygginga
- Ráðgjöf við læknisfræðileg mál svo sem við mat á
umsóknum um endurhæfingarlífeyri, bifreiðastyrk
og umönnunarmat
- Annað það er kemur að læknisfræðilegu mati
varðandi almannatryggingar
- Fagleg uppbygging, þróun og skipulag á
læknisfræðilegri ráðgjöf
- Ábyrgð á starfsmönnum og daglegri stjórnun
starfsmanna í teymi
Hæfnikröfur
- Færni í stjórnun, þ.e. fagleg ábyrgð og
starfsmannaábyrgð
- Víðtæk læknisfræðileg starfsreynsla. Reynsla af
stjórnsýslu er kostur
- Leiðtogahæfileikar, faglegur metnaður og
framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Íslenskt sérfræðileyfi sem nýtist í starfi á sviði
bótaréttar og endurhæfingar
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Val á umsækjendum grundvallast á inn-
sendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.
Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarkerfi Íslands.
Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má finna á www.tr.is.
Starfshlutfall er 50–100%.
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri í síma 560 4400
og Hólmfríður Erla Finnsdóttir mannauðsstjóri í síma 560 4400.
Óska eftir sölumönnum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í jan 2018.
Mikilvægt er að viðkomandi sé með gott sjálfstraust og hafi
reynslu af sölumennsku.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
sala@passinn.is
2
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
3
-5
D
8
4
1
E
5
3
-5
C
4
8
1
E
5
3
-5
B
0
C
1
E
5
3
-5
9
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K