Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 12
Jól2017 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Sjá nánar á sminor.is. Fáanleg í stáli og gulli. Og tveimur stærðum. Þvermál: 25 sm. Hæð: 34 sm. Þvermál: 35 sm. Hæð: 44 sm. Opal Hangandi ljós 65629-25/90 65631-25/90 Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð (stærri gerð): 13.900 kr. Fullt verð: 12.900 kr. Jólaverð (minni gerð): 9.500 kr. SIEMENS Ryksuga VS 06B120 Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Hljóð: 81 dB. Vinnuradíus: 9 metrar. Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð: 14.900 kr. Lexon Vekjaraklukkur Flip/Flip Travel Stílhreinar og nettar vekjaraklukkur. Fáanlegar í mörgum litum. Fullt verð: 5.500 kr. Fullt verð: 4.500 kr. Jólaverð (stærri gerð): Jólaverð (minni gerð): 4.400 kr. 3.600 kr. Átti að bæta fyrir lágu launin sem hann fékk Við vorum tvö ein eftir á kosninga- skrifstofunni eitt kvöldið þegar hann sagði eitthvað á þá leið að hann væri nú ekki á það góðum launum að ég ætti nú verandi svona ung og sæt að bjóðast til að bæta honum það upp, hann væri nú líka að vera svo dugleg- ur að reyna að koma mér inn á þing. Ég klagaði þessa framkomu bæði til kosningastjóra flokksins á landsvísu og til karlanna í fyrstu sætunum – ég var vinsamlegast beðin um að vera ekkert að gera mál úr þessu þegar væri svona stutt til kosninga. Sögur um þöggun og brengluð viðhorf Upplifun kvenna af kyn- ferðisáreitni í daglegu lífi á vettvangi stjórnmála einkennist af sjálfs- ásökun, niðurlægingu og skömm. Fjölmargar íslenskar stjórnmála- konur sögðu í gær frá reynslu sinni af ofbeldi, áreitni og niðrandi fram- komu samferðafólks í stjórnmálum og hvernig þær hafa tekist á við þá reynslu. #höfumhátt Sæt og ljóshærð á lista Þú færð leiðbein- ingar um hvernig þú getir verið sætari, vinalegri og kynþokka- fyllri. Þú færð óumbeðna handleiðslu til að rödd þín sé ekki eins frekjuleg eða þú hljómir ekki of áköf. Þú þarft hið minnsta að létta þig um 20 kíló – svo þarftu nú að lækka röddina um nokkur desibil; það vill engin öskrandi konur á þing. Svo verðurðu að hafa eitthvað sexapíl. Já, ég er einhleyp, ung kona, en ég gekk ekki inn í stjórnmála- starf til þess að hafa ofan af fyrir giftum mönnum sem eru ef til vill orðnir leiðir á konunum sínum. Fyrrverandi borgarstjóri um gangtegundir kvenna í fjölmennri veislu: Þær hafa nefnilega bara tvenns konar gang: frekjugang og yfir- gang. Geiri heitinn í Goldfinger hvatti til að karlar tækju sig saman og nauðguðu mér auk þess sem hann hvatti til mótmæla við heimili mitt. (Steinunn Valdís Óskars- dóttir) … því það væri svo gott að hafa svona „sæta og ljóshærða stelpu“ á lista. Þetta er afleitt, ekkert nema konur og börn í stjórninni. þessi stanslausu grip í mann eru virkilega þreytandi! Átti að mála sig meira Ég fékk ýmsar athugasemdir varð- andi útlit mitt, hvernig ég var klædd, hvernig ég beitti röddinni og hversu hátt ég sló í bjölluna. Í eitt skiptið var ég beðin að vera kvenlegri og slá léttar í bjölluna. Í annað skipti fékk ég ráð um að mála mig meira „því þú ert myndarleg kona en það sést ekki nægilega vel á sjónvarpinu“. Þarf að fá að ríða þér Ég þarf að fara upp á hótelherbergi; fer í lyftuna – stjórnmálamaðurinn hoppar inn í lyftuna. Við spjöllum, hann lætur mig vita að honum þykir ég sexý, króar mig af í lyftunni, strýkur upp kjólinn, endar á brjóst- inu og ég frosin þegar hann rekur upp í mig tunguna. Lyftan stoppar og hann biður mig að koma með inn á hæðina því hann þurfi bara að fá að ríða mér – ég sé búin að stríða honum nóg og lengi. Á hnén fyrir formann Þingmaður á karlakvöldi útnefndi þá samstarfskonu á þingi sem hann vildi helst sofa hjá. Þegar hann var búinn að því bætti hann í og sagði helsta kost lágvaxinnar samflokks- konu sinnar vera þá að hún þyrfti ekki einu sinni að fara á hnén fyrir formanninn. Saga af landsfundi Ég gekk um og heilsaði fólki eins og hefðbundið er þegar einn fávitinn sem ég þekki eiginlega ekkert kom upp að mér og strauk á mér kúluna og sagðist ekki vita neitt meira æsandi heldur en óléttar konur. Setti upp fýlusvip Eftir matinn fékk fólk sér drykk og bæjarstjóri í nálægu sveitarfélagi sem ég þekki ekki neitt stakk upp á að við færum saman upp á her- bergi. Þegar ég neitaði setti hann upp fýlusvip og sagðist aldrei hafa fengið neitun áður. Ég yrði bara að sofa hjá honum. Margir karlar voru við borðið en því miður engin kona sem var nógu nálægt til að heyra. Enginn sagði neitt. Ég flýtti mér upp á herbergi þegar á hótelið var komið, skömmu síðar var bankað á hurðina. Ég opnaði ekki og ekki í hin tvö skiptin sem bankað var. Ég hins vegar svaf ekkert og var ekki í neinu formi fyrir pólitískar umræð- ur daginn eftir þar sem orkan fór í að forðast hann og svo skammaðist ég mín, skil það ekki núna. Leið eins og 12 ára niðurlægðri stelpu Mér fannst þetta mjög valdeflandi að standa þarna í pontu og miðla minni reynslu og var ferlega ánægð með mig. Í hádegishléinu var fólk mikið að spjalla saman eins og gaman er að gera á svona mannamótum. Svo rekst ég á einn sem ég þekki aðeins, þingmaður flokksins, og ég fer að heilsa honum. Þá klípur hann í nefið á mér og segir „hvað segir þú stelpa“! Og skyndilega fór ég úr því að vera valdefld 36 ára kona í að vera 12 ára niðurlægð stelpa. Klipin af fávita Þegar ég var í framboði til Alþingis 2009 var ég klipin fast í rassinn af einhverjum fávita sem mætti á opið hús. Ég upplifði það eins og honum fyndist hann mega þetta þar sem ég væri í (fram)boði og ætti að þóknast áhugasömum kjósendum. Brotnaði niður heima eftir að hafa hlegið Þingmaðurinn faðmar mig skyndi- lega alveg innilega þannig að við dettum ofan í sófa, hann liggjandi ofan á mér með allan sinn þunga. Svo kyssir hann mig á hálsinn og kinnina. Ég hló þetta af mér en fór heim og brotnaði niður og gat lengi vel ekki horfst í augu við hann eða umgengist hann í starfi flokksins. Hann er (enn) dáður og elskaður þingmaður. Nauðgun í flokkspartýi Karl sem gegndi trúnaðarstörfum í stjórnmálaflokki nauðgaði ungri konu í flokknum í partýi á vegum flokksins. Honum var gert að fara úr öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins en af því að hann er „svo duglegur“ var hann fljótlega mættur á alla pósta/fundi/viðburði. Þegar konur gerðu athugasemdir við þetta og neituðu að taka þátt yrði hann þátttakandi var hann tekinn úr opinberum störfum en geymdur á bak við í aukastörfum enda „svo duglegur“, fyrir utan það hversu slæmt það yrði fyrir fjölskylduna hans ef hann fengi ekki að vera með … Ekki skrímslavæða ungan mann á uppleið „Þegar ég varð reglulega fyrir kyn- ferðislegri áreitni af samflokks- manni mínum sagði ég femínista og áhrifakonu í flokknum frá hegðun hans. Hún sagði vini mínum að ekki mætti skrímslavæða ungan mann á uppleið. Ég hætti að þora að drekka á viðburðum á vegum flokksins því ég var hrædd um að hann myndi nýta sér yfirburðastöðu sína ef ég yrði of drukkin. Ásökunum mínum var aldrei tekið alvarlega svo ég hætti alveg að mæta á viðburði á vegum svæðis- félagsins sem hann starfaði fyrir vegna þess að mér leið svo illa í kringum hann. Þrátt fyrir að fleiri ungar stúlkur hafi stigið fram og lýst sömu áreitni þá fær hann enn að sinna trúnaðarstörfum innan flokksins.“ Stjórnmálakonur hittust í gær á Bryggjunni brugghúsi til gleðjast í kjölfar átaksins í skugga valdsins. FréttaBlaðið/SteFán 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -2 7 3 4 1 E 5 3 -2 5 F 8 1 E 5 3 -2 4 B C 1 E 5 3 -2 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.