Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 84
Formaður húsfélagsins er fyrsta skáldsaga Frið-geirs Einarssonar sem hlaut mikið lof fyrir smá-sagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Skáldsagan fjallar um mann sem flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tíma- bundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Blaðamaður tók Friðgeir spjalli á göngu í miðborginni. Er bókin kómedía eða kannski harmleikur? „Eiginlega bæði, eins og lífið er kannski. Ég held það fari eftir því hvernig þú ferð fram úr á morgn- ana hvort þér finnst þetta fyndið eða sorglegt. Mér finnst þetta vera bæði fyndin og sorgleg saga. Hún fjallar um mann sem ætlar sér kannski ekki margt þegar sagan byrjar en svo endar hann í þessu hlutverki og verður formaður húsfélagsins. Sagan fjallar um það hvernig lífið gleypir mann.“ Þótt þetta sé þín fyrsta skáldsaga, þá er þetta engin frumraun? „Nei, ég gaf út smásagnasafn í fyrra en svo hef ég starfað í leiklist í meira en áratug. Í sjálfstæðu senunni, í leik- hópnum Kriðpleir síðustu fimm ár.“ Um vinnuferlið segist Friðgeir rýna vel í textann. Skrifa hluta sög- unnar aftur og aftur þar til hann er ánægður með þá. „Sjálfshatrið er eitt af atvinnu- tækjunum. Allavega fyrir mig, ég skrifa hlutina aftur og aftur. Ég hef lært að meta þennan eiginleika í seinni tíð. Ég sé það stundum á verk- um listamanna þegar þeir hafa hlíft sér. Sérhlífni á það til að skemma verk sem annars hefðu kannski orðið góð.“ Segirðu þá upphátt „Nei, þessi þarf að leggjast í meira hatur“? „Já, þessi manneskja þarf að hata sig meira. Það er hollt í hófi að hata sjálfan sig.“ Nú áttu eftir þig tvö útgefin verk, eru ritstörfin að fanga þig? Er þetta eins og að verða formaður húsfélags? Nema í bókmenntaheimi? „Tja, ég er allavega mættur á húsfundinn. Nei, þetta er betra líf en það. Þetta er eitt- hvað sem ég hef mikla löngun til að gera. Ég barma mér yfir öðrum hlutum, svo sem að vera fastur í umferð, leita að tilboðsvörum í Krónunni, gera skattskýrslur. En ég hef aldrei sinnt formennsku í hús- félagi reyndar.“ Er þetta að einhverju leyti ádeila á það hvernig við lifum lífinu? „Ekki beinlínis. Ég er að minnsta kosti ekki að gagnrýna lög um fjöleignarhús. Það búa frekar að baki hugleiðingar um það hvernig lífið er. Fólk leitast við að komast í draumafríið, finna draumastarfið og draumaíbúðina. Lífið á að vera ævintýri en svo er meginþorri þess sem við gerum frekar leiðinlegt, jafnvel óbærilegt.“ Þú varst fenginn til að gefa nem- endum í Listaháskólanum góð ráð við skólasetninguna í haust. Þú gerðir það og það sló í gegn á sam- félagsmiðlum. Varstu að tala til sjálfs þín þegar þú varst yngri? „Það eru margir ólíkir einstaklingar í lista- háskólanum og mér fannst ég ekki geta gefið eitthvert eitt ráð. Ég gaf því nokkuð mörg.“ Þau voru hundrað!? „Já, ég tíndi saman hundrað atriði, stór og lítil. En öll sæmilega mikilvæg. Það er náttúrulega ekki hægt að kenna allt í Listaháskólanum. Mér flaug það í hug þegar ég var að taka ráðin saman. Ég var á sýningarferðalaginu og týndi brottfararspjaldinu sem var nauðsynlegt að skila inn upp á ein- hverja fjármögnun að gera. Þetta eru bæði praktísk atriði og ljóð- rænni atriði. Ég var nú bara að taka þátt í kvikmynduðu verkefni í gær þar sem eitt ráðanna sem ég lagði til átti við. Fólk var orðið svangt á tökustað. Fólk verður pirrað þegar það er svangt, mjög einfalt atriði sem margir gleyma nú samt.“ Í öðru ráði tekur þú einmitt fram að þegar það eru hafðar til veitingar á tökustað hafi ekki allir smekk fyrir majónessalötum úr Bónus? „Já, held- ur betur og það er byggt á sannsögu- legum atburðum. Það eru alls ekki allir sem hafa smekk fyrir majónes- salati úr Bónus, sér í lagi ekki þegar fólk er að vinna frítt.“ En hvað er svona uppáhaldsráðið þitt til nemenda á þessum lista? „Ég nefni það að listamenn séu yfir- höfuð ekki letingjar. Það er útbreidd mýta sem er fjarri sanni. Það eru alveg jafnmargir latir í stétt lista- manna og öðrum stéttum. Svo finnst mér líka mýtan um að listamenn þurfi alltaf að vera fullir og dópaðir alveg jafn lífseig. Það hentar alls ekki öllum, þó það henti einhverjum.“ Mættur á húsfund Ný skáldsaga Friðgeirs Einarssonar fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúanna. Hljómar hreinlega eins og umfjöllun um allra manna hversdag. Enda takast flestir á við grámóskulega áþján og skyldur af ýmsu tagi. „Lífið á að vera ævintýri en svo er meginþorri þess sem við gerum frekar leiðinlegt, jafnvel óbærilegt, segir Friðgeir. Fréttablaðið/SteFán Hollráð Friðgeirs Á skólasetningu Listaháskólans í haust gaf Friðgeir nemendum ráð. Hann tiltók 100 atriði sem gætu nýst þeim. Hér eru nokkur þeirra: l Ef maður er stjórnandi í verk- efni er sniðugt að gefa fólki pásur með reglulegu millibili, manni hættir til að gleyma sér af því að það er svo gaman að stjórna. l Fagmennska er ofmetin, en nauðsynleg upp að vissu marki. l Það þýðir ekkert að óska sér að eitthvað sé gott, maður verður bara að vinna í því þangað til það er orðið gott. l Það er í alvöru hægt að vinna of mikið. l Það er hægt að undirbúa sig of mikið. l Það er samt miklu algengara að fólk undirbúi sig of lítið. l Þegar maður er að lesa upp les maður eiginlega alltaf allt of hratt. Maður heldur að öllum þyki það sem maður er að segja svo leiðinlegt. l Stundum eru áhorfendur með fýlusvip þó að þeim þyki gaman. l Frestun er alvöru vandamál. Það er ekki til nein töfralausn á því. l Að koma skakkt að hlutunum er yfirleitt áhugaverðara en að koma beint að þeim. l Það getur verið að ég þekki ein- hverja lata listamenn en þau eru ekki löt af því að þau eru listamenn. l Þegar maður er að biðja fólk um að gera eitthvað ókeypis eða fyrir lítinn pening er sniðugt að bjóða upp á eitt- hvað að borða. l Þegar maður er að gera kvik- myndað verkefni er nauðsyn- legt að hafa mat á tökustað. l Þegar maður er að bjóða fólki upp á eitthvað að borða er ekki sniðugt að kaupa það ódýr- asta í Bónus. Mörgum finnst Bónus samlokubrauð og Bónus majónessalat ógeðslegt. l Stundum er skýrara að senda ímeil í staðinn fyrir að halda fund. l Stundum er skýrara að senda ímeil í staðinn fyrir að gera listaverk. l List sem er gerð sérstaklega til að vera pólitísk list er oftast frekar fyrirsjáanleg og væmin. Maður verður að passa sig. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Rock Star umgjarðir kr. 11.900,- 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 3 -2 2 4 4 1 E 5 3 -2 1 0 8 1 E 5 3 -1 F C C 1 E 5 3 -1 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.