Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 6
Heilbrigðismál Rúmlega 79 þús­ und manns hafa skráð sig til þátt­ töku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabba­ meinsfélags Íslands gegn mergæxl­ um. Þannig hefur vel yfir helming­ ur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknar­ hópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, pró­ fessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desem­ ber næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbank­ anum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóð­ prufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þess­ ari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi merg­ æxlis hjá heilli þjóð. Aðal rann­ sóknar efni Sigurðar Yngva og rann­ sóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rann­ sóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúk­ dómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sig­ urður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að  rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslend­ ingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boð­ leiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrslu­ glöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra­ og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagna­ safni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vís­ indamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknar­ módel,“ segir Sigurður Yngvi. kjartanh@frettabladid.is Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir hópinn að baki blóðskimunarátakinu. Fréttablaðið/SteFán Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir merg­ æxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vís­ indarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. Vonast er til að niðurstöðurnar muni hafa meiriháttar áhrif á meðferð fyrir þá sem greinast með forstig sjúkdómsins. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi. Stjórn Pressunnar í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gærkvöldi NAUSTAHVERFI VII – HAGAR, GATNAGERÐ OG LAGNIR Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norður- orka, Míla og Tengir, óska eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, vatns- lagna, rafstrengja og ídráttarröra í götur og stíga í hluta Naustahverfis (Haga) á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa.Heildarlengd gatna er um 2.600 m. Helstu magntölur: • Uppúrtekt samtals um 80.000 m³ • Fyllingar samtals um 65.000 m³ • Stofnlagnir fráveitu um 4.200 m • Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 3.800 m • Jarðstrengir rafveitu um 11.000 m • Stígar austan Naustabrautar um 350 m Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 15. desember 2019. Útboðsgögn verða afhent á verkefnavef verksins frá 27. nóvember 2017. Til að fá aðgang að vefnum þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma á póstfangið: umsarekstur@akureyri.is. Tilboðum skal skila til UMSA, 4. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 12. desember kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Umhverfis- og mannvirkjasvið VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST C75 M10 Y0 K0 C80 M50 Y20 K10 R0 G174 B230 R59 G108 B148 NAUSTAHVERFI VII – HAGAR, GATNAGERÐ OG LAGNIR Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norður- orka, Míla og Tengir, óska eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, vatns- lagna, rafstrengja og ídráttarröra í götur og stíga í hluta Naustahverfis (Haga) á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa.Heildarlengd gatna er um 2.600 m. Helstu magntölur: • Uppúrtekt samtals um 80.000 m³ • Fyllingar samtals um 65.000 m³ • Stofnlagnir fráveitu um 4.200 m • Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 3.800 m • Jarðstrengir rafveitu um 11.000 m • Stígar austan Naustabrautar um 350 m Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 15. desember 2019. Útboðsgögn verða afhent á verkefnavef verksins frá 27. nóvember 2017. Til að fá aðgang að vefnum þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma á póstfangið: umsarekstur@akureyri.is. Tilboðum skal skila til UMSA, 4. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 12. desember kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Umhverfis- og mannvirkjasvið VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST C75 M10 Y0 K0 C80 M50 Y20 K10 R0 G174 B230 R59 G108 B148 NAUSTAHVERFI VII – HAGAR, GATNAGERÐ OG LAGNIR Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norður- orka, Míla og Tengir, óska eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, vatns- lagna, rafstrengja og ídráttarröra í götur og stíga í hluta Naustahverfis (Haga) á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa.Heildarlengd gatna er um 2.600 m. Helstu magntölur: • Uppúrtekt samtals um 80.000 m³ • Fyllingar samtals um 65.000 m³ • Stofnlagnir fráveitu u 4.200 m • Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 3.800 m • Jarðstrengir rafveitu um 11.000 m • Stígar austan Naustabrautar um 350 m Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 15. desember 2019. Útboðsgögn verða afhent á verkefnavef verksins frá 27. nóvember 2017. Til að fá aðgang að vefnum þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma á póstfangið: umsarekstur@akureyri.is. Tilboðum skal skila til UMSA, 4. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 12. desember kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Umhverfis- og mannvirkjasvið VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST C75 M10 Y0 K0 C80 M50 Y20 K10 R0 G174 B230 R59 G108 B148 Naustahverfi VII – Hagar, gatnagerð og lagnir Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorka, Míla og Tengir, óska eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, vatnslagna, rafstrengja og ídráttarröra í götur og stíga í hluta Naustahverfis (Haga) á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa. Heildarlengd gatna er um 2.600 m. Helstu magntölur: • Uppúrtekt samtals um 80.000 m³ • Fyllingar samtals um 65.000 m³ • Stofnlagnir fráveitu um 4.200 • Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 3.800 • Jarðstrengir rafveitu um 11.000 • Stígar austan Naustabrautar um 350 Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 15. desember 2019. Útboðsgögn verða afhent á v rkefnavef verksins frá 27. nóvember 2017. Til að fá aðgang að vefn m þarf ð end pplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma á póstfangið: umsarekstur@akureyri.is. Tilboðum skal skila til UMSA, 4. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 12. desember kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. bretland Vopnaðir lögreglumenn voru kallaðir út á Oxford­stræti Lundúna í gær vegna tilkynningar um að skothvellir hefðu heyrst. Tals­ verður órói varð á svæðinu áður en það var rýmt og slasaðist ein kona í troðningnum þegar borgarar reyndu að forða sér af vettvangi. „Enginn lét lífið og engin sönn­ unargögn sem benda til þess að skotum hafi verið hleypt af fundust á vettvangi,“ sagði lögregla í tilkynn­ ingu skömmu eftir að aðgerðum lauk. „Þessir hvellir ollu mikilli hræðslu sem leiddi til þess að fjöldi tilkynninga um skothvelli barst lög­ reglu.“ – þea Ótti og skelfing en engin hætta Veður Mikil hætta er á snjóflóð­ um á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum. Frá þessu var greint á síðu Veðurstofunnar í gær og gildir snjóflóðaspáin fram á miðjan mánudag. Einnig er talin töluverð hætta á snjóflóðum á norðanverð­ um Vestfjörðum. Samkvæmt spánni er veðurútlitið á Vestfjörðum fínt fyrir helgina. Þá átti að draga úr vindi og úrkomu á Norðurlandi í nótt og versta veðrið átti að vera afstaðið á Austurlandi í gærkvöldi. Það róast mikið um helgina í þeim landshlutum sem veður hefur verið hvað verst undanfarið. Akur­ eyringar og aðrir íbúar Norðurlands geta til að mynda andað léttar eftir snjókomu síðustu daga. Á sunnu­ daginn verður hægviðri norðaustan til en vaxandi suðaustanátt suð­ vestanlands. – þea Snjóflóðahætta en veður batnar akureyringar geta andað léttar eftir fannfergið. Fréttablaðið/auðunn Fjölmiðlar Ný stjórn Pressunnar segir Björn Inga Hrafnsson, fyrr­ verandi stjórnarformann félagsins, hafa ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. sem er eigandi að 68,3 prósenta hlut í fjölmiðlafélaginu. Dalurinn hafi lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunnar og tengdra félaga sem enn skuldi opinberum aðilum, lífeyrissjóðum og almennum kröfuhöfum umtals­ verðar fjárhæðir. Stjórnin segir í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær að hótan­ ir Björns Inga felist meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dals­ ins sem eigi að leka til fjölmiðla. Þær séu meðal annars byggðar á gögnum og röksemdafærslum sem notaðar hafi verið af Novator, fjárfestingar­ félags Björgólfs Thors Björgólfs­ sonar, í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Dalurinn er meðal annars í eigu fjárfestisins Róberts Wessman en hann og Björgólfur hafa lengi eldað grátt silfur. „Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því ð halda hluthafa­ fundi þrátt fyrir ósk stærsta hlut­ hafa þannig að leita þurfti til ráð­ herra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrverandi stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eig­ endur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upp­ lýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Fundurinn var haldinn í gær og á dagskrá hans var umræða um kaupsamning Pressunnar við félag­ ið Frjálsa fjölmiðlun um ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa, vegna kaupa síðarnefnda félagsins á fjöl­ miðlum Pressunnar, þar á meðal DV, þann 5. september síðastliðinn, og kosning stjórnar. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem hann full­ yrðir að meginmarkmið nýrrar stjórnar sé að koma Pressunni í þrot og „þyrla upp moldviðri um rekstur þess og stjórnendurna, sem hafa róið lífróður um margra mánaða skeið“. Forsvarsmenn félagsins hafi ítrekað farið með rangt mál. Mikill misskilningur sé að kröfuhöfum hafi verið mismunað þegar Frjáls fjölmiðlun tók yfir einstakar kröfur. „Að sjálfsögðu gat það félag sem kaupandi haft um það að segja, hvaða kröfur væru teknar yfir og hverjar ekki,“ segir í yfirlýsingu Björns Inga og fráfarandi stjórnar Pressunnar.  – þea Stjórnin sakar Björn Inga um hótanir björn ingi Hrafnsson var stjórnarformaður Pressunnar. Fréttablaðið/ernir 2 5 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -2 C 2 4 1 E 5 3 -2 A E 8 1 E 5 3 -2 9 A C 1 E 5 3 -2 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.