Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 38
Nýbakað croissant er gott með morgunkaffinu um helgar. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Ég fékk þessa hugmynd fyrir mörgum mánuðum og hún spratt af því að mig langaði í heiðarlegri samræður í samfélag- inu,“ segir Sigríður og bendir á hvað fólk deilir í raun litlu þegar hittist. „Þegar ég hitti einhvern til dæmis í Fjarðarkaupum sem ég hef ekki séð lengi, þá fer alltaf sama rútínan í gang. Annar spyr: Hvað segirðu? Og hinn svarar alltaf: Allt fínt. En þú? Og þá svarar sá fyrri líka: Allt fínt. Sem er alls ekki alltaf satt. Ég vil ekki vera dónaleg og segja að fólk sé að ljúga en mig langar í heiðar- legri samræður, vangaveltur og ígrundun. Ég þoli ekki þegar ég hitti fólk sem ég hef ekki hitt í nokkur ár og samskiptin eru svona yfirborðs- leg. Þetta er einn útgangs punktur ráðstefnunnar. Svo er það á hinn bóginn líka þunglynda bísam- rottan í Múmínálfunum sem liggur í hengirúminu sínu undir brúnni og veltir fyrir sér tilgangsleysi allra hluta.“ Ráðstefnan er einnig haldin til að marka tímamót. „Ég er að fagna því að vera orðin sextíu ára. Ég átti afmæli á miðvikudaginn og var búin að velta lengi fyrir mér hvernig og hvort ég ætti að halda upp á það. En svo fékk ég þessa hugmynd og hún passaði við það hvernig mér leið.“ Hún segir sína nánustu hafa tekið misvel í hugmyndina. „Eldri dóttur minni leist alls ekkert á þetta þegar ég fór að segja henni frá þessu,“ segir Sigríður og hlær. „Hún sagði: Þetta verður ógeðslega leiðinlegt, mamma, og það vill enginn vera þarna. Ég vildi endilega að hún yrði með erindi á ráðstefnunni því hún er heimspekinemi og hefur ýmislegt skemmtilegt og áhuga- vert til málanna að leggja. En hún hrökk alveg í kút þarna, fannst þetta hræðileg hugmynd og það tók mig marga mánuði að sannfæra hana. Það var ekki fyrr en ég var búin að gefast upp á henni og bað litlu systur hennar að taka þetta að sér fyrst stóra systir var svona lítið hrifin að hún sló til. Þannig að hún er meðal þeirra sem taka til máls á ráðstefnunni.“ Meðal annarra sem taka til máls á ráðstefnunni eru Einar Árni Bjarnason, 15 ára nemi og barnabarn Sigríðar sem kemur með sjónarmið unglingsins, Anton Helgi Jónsson skáld, Guðbjörg Ríkey Thoroddsen kínversku- fræðingur og Katrín Þorvaldsdóttir listakona. Ráðstefnustjóri verður Helga Harðardóttir ljósmóðir og systurdóttir Sigríðar. „Hugmyndin var að fá breidd í umræðuna svo það kæmu fjölbreytt sjónarhorn á umræðuna og þessa risastóru spurningu.“ Þegar allir hafa lokið sínu erindi er hugmyndin að allir ráðstefnu- gestir skrifi eina setningu á blað sem yrðu svo settar í pott eða skál. „Svo draga allir einn miða frá ein- hverjum öðrum og fara þannig með tilgang einhvers annars með sér heim. Sem víkkar örugglega út þinn eigin sjóndeildarhring.“ Ráðstefnan er haldin í Árbæjar- safninu. „Mér fannst það við hæfi því það er einmitt líka sextíu ára á þessu ári. Og næst þegar ég hitti ykkur í Fjarðarkaupum ætlast ég til þess að þið segið mér allt!“ segir Sigríður brosandi að lokum. Hver er tilgangur lífsins? Sigríður Júlía Bjarnadóttir, kennari og myndlistarmaður, stendur fyrir ráðstefnu í Árbæjarsafni í dag þar sem fólk úr ólíkum áttum veltir þessari grundvallarspurningu fyrir sér. Sigríður Júlía Bjarnadóttir veltir fyrir sér tilgangi lífsins á Árbæjarsafninu. Það er einfalt að gera nýbakað croissant með morgunkaffinu. Það þarf þó að eiga smjördeig í frystinum en það er hægt að kaupa tilbúið úti í búð. Deigið er flatt út og skorið í þríhyrninga. Þá er penslað yfir og bakað. Það sem þarf: 1 pakki smjördeig 1 egg til að pensla með 2 msk. hveiti Hitið ofninn í 225°C. Stráið hveiti á borðið og fletjið deigið út í þynnra lag. Notið beittan hníf og skerið deigið í þríhyrninga. Þeytið eggið og penslið hvern þríhyrning með því. Rúllið þrí- hyrningunum upp frá breiðari endanum. Mjórri endinn á að límast með egginu. Raðið croissant á bökunarplötu sem klædd hefur verið með bök- unarpappír. Penslið aftur yfir þau með eggi og bakið í 7-10 mínútur. Berið fram með smjöri, sultu eða súkkulaði eftir smekk og góðum kaffibolla. Nýbakað croissant með kaffinu Jólamarkaður Bjarni Sigurðsson Leirlistamaður Á markaðnum eru einungis ný verk. Léttar veitingar alla dagana og happdrætti. Opnunartímar Föstudaginn 24. nóvember kl 16 - 21 Laugardaginn 25. nóvember kl 11 - 18 Sunnudaginn 26. nóvember kl 11 - 18 Bjarni Sigurdsson - Hrauntunga 20 ALL IR VEL KOM NIR BLACK FRIDAY TILBOÐ kr. 3.500 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 BLACK FRIDAY TILBOÐ kr. 3.500 365.is 1817 2.590 KR. SMS+11GB LÁTTU EKKI SÍMANN PLATA ÞIG 365 er á sama farsímakerfi og Síminn en á mun lægra verði Á mánuði 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -7 B 2 4 1 E 5 3 -7 9 E 8 1 E 5 3 -7 8 A C 1 E 5 3 -7 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.