Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.11.2017, Blaðsíða 4
Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, sagði í bréfi á Facebook til Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur, ritara Sjálfstæðis- flokksins, að hann hefði fengið einhverja óþæginda- tilfinningu vegna prófílmyndar hennar á Facebook. Ragnar dregur dómgreind Áslaugar í efa vegna myndarinnar og skrifaði að með henni sýndi hún á sér hlið sem allir hafa, kynveruna, en sem opinberar persónur þyrftu að stilla sig um að flagga. Bríet Bragadóttir knattspyrnudómari og sjúkraþjálfari er fyrsta íslenska konan sem fær alþjóðleg rétt- indi sem FIFA- dómari. Hún hrósaði KSÍ fyrir að hafa sett hana í mörg verkefni með kvendómurum frá öðrum löndum sem gáfu henni góð ráð. Bríet vill sjá fleiri íslenskar konur í dómgæslu. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra kvaðst virða niðurstöðu dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu sem sýknaði íslenska ríkið í málinu sem Geir höfðaði vegna dóms lands- dóms árið 2012. Hann sagðist hins vegar líta svo á að hann hefði unnið landsdómsmálið efnislega á sínum tíma. Hann hefði þá verið sýknaður af alvarlegustu ásökun- unum. Þrjú í fréttum Kynvera, FIFA og Landsdómur VIKAN 19.11.2017 tIl 25.11.2017 7 milljarða veittu Íslendingar til þróunarmála í fyrra. Af þeirri upphæð er kostnaður við móttöku hælisleit- enda um 1,6 milljarðar króna. 34 þúsund er fjöldi nýrra ökutækja sem væntanlega verða skráð hjá Samgöngustofu áður en árið 2017 er úti. 46 hef ur k ís ilv er U ni te d Si lic on ko st að A ri on b an ka í h ve rj um m án uð i fr á þv í a ð he im ild til g re ið sl us tö ðv - un ar fé kk st u m m ið ja n ág ús t. 3,6% var atvinnu- leysi í október síðastliðnum. Atvinnulausir eru um 2.000 fleiri en á sama tíma árið 2016. 20 0 m ill jó ni r dagskammtar af sykursýkis- lyfjum voru notaðir hér á landi á hverja 1.000 íbúa árið 2015. Árið 2000 voru þeir um 15. 100 aldraðir einstaklingar bíða inni á Landspítalanum eftir því að komast inn á hjúkr- unarheimili. „Vandlega ort ljóðabók sem lætur engan ósnortinn.“ HB / FBL „Dagur birtist sem sjálfstætt, öruggt og fínt skáld, í áhugaverðu og mjög vel mótuðu ljóðasafni … “ EF / MBL Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 2. PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR FjölmIðlAr Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðj- urnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hags- muni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaða- manna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launa- hækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raun- veruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í árs- byrjun 2015 hafði numið 6-7 pró- sentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhvers- konar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siða- nefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niður- stöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að frétta- flutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjöl- miðlanefndar vegna umfjöllun- ar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunn- laun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent  á árinu 2015 og að hlut- fallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjara- ráðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki inni- haldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðs- ins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að til- teknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenn- ingur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturs- sonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Frétta- blaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu til- kynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar. adalheidur@frettabladid.is Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. Skúli Magnússon er ekki sáttur við umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör dómara. Fréttablaðið/anton brink 2 5 . N ó V e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r D A G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A b l A ð I ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -1 8 6 4 1 E 5 3 -1 7 2 8 1 E 5 3 -1 5 E C 1 E 5 3 -1 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.