Morgunblaðið - 10.06.2017, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Dæmi eru um töluverða lækkun á verði áfengis í verslun Fríhafn- arinnar á Keflavíkurflugvelli að und- anförnu, að sögn Arnars Sigurðs- sonar, vínsala og innflytjanda hjá Sante Wines. „Dom Perignon-flaska sem var seld á um 20 þúsund krónur fyrir ekki svo löngu er komin niður í tæp- ar 15 þúsund krónur,“ segir Arnar sem telur að rekja megi lækkanir Fríhafnarinnar til opnunar Costco. „Ég hef rýnt í verð í Costco og al- menningur er að átta sig á því hvað er nær því að vera eðlilegt verð á áfengi hér á landi. Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif raunveru- legt viðskiptafrelsi hefði á þennan markað.“ Vísa til gengisþróunar Spurður hvort verð Fríhafn- arinnar, Costco og ÁTVR sé sam- anburðarhæft segir hann eðlilegra að horfa á muninn milli ÁTVR og Costco. „Í Fríhöfninni eru hvorki lagðir á skattar né tollar. Það skekkir allan samanburð. Milli Costco og ÁTVR er eini munurinn að löggjafinn treystir engum nema eigin fyrirtæki til að selja almenningi áfengi í smá- sölu. Annars er verðið sambæri- legt.“ Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir verð í verslunum fyrirtækisins vera í hönd- um innflytjenda, ekki verslunar- innar. „Innflytjendur stjórna verði á sín- um vörum og geta breytt verðinu einu sinni í mánuði. Við höfum ekki orðið vör við miklar verðbreytingar núna um mánaðamótin,“ segir Sig- rún Ósk. Þorgerður Þráinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir verðlækkanir stafa af gengisþróun. „Við erum ekki í samkeppni við Costco heldur aðrar fríhafnir. Geng- isþróun hefur því mest áhrif á vöru- verð hjá okkur en verð byrjaði að lækka strax um áramót,“ segir Þor- gerður. Telur Costco hafa áhrif á áfengisverð  Fríhöfnin hefur lækkað verð á áfengi en vísar til gengisþróunar  ÁTVR ræður ekki eigin verði Verðmunur á áfengi í Costco og ÁTVR Costco ÁTVR Verðmunur Baron De Ley Reserva 2.149 2.699 550 kr. 26% BarefootWhite Zinfandel 1.166 1.299 134 kr. 11% Torres Vina Sol 1.250 1.670 420 kr. 34% Casillero del Diablo 1.417 1.950 534 kr. 38% Campo Viejo Tempranillo 1.499 1.999 501 kr. 33% Campo Viejo Gran Reserva 2.167 2.899 733 kr. 34% Tanqueray No. 10 7.299 9.399 2.100 kr. 29% Captain Morgan 6.699 7.995 1.296 kr. 19% Jameson 5.799 6.399 600 kr. 10% Smirnoff 4.755 7.499 2.744 kr. 58% Dagur Rauða nefsins var í gær. Viðburðurinn er á veg- um UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en áhorfendur voru hvattir til þess að hringja í símver og gerast heimsforeldrar. Í því felast mánaðarleg framlög til samtakanna, sem nýtt eru þar sem þörfin er mest. RÚV hélt úti beinni sjónvarpsútsendingu þar sem listafólk skemmti áhorfendum og hjálpaði til í símveri, þ. á m. Gunnar Hansson leikari, sem hér er í forgrunni. Morgunblaðið/Ófeigur Dagur Rauða nefsins á vegum UNICEF var í gær Fjölmargir gerðust heimsforeldrar Til stendur að rífa húsnæði Kárs- nesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Þetta kemur fram í tillögu starfs- hóps um húsnæðismál skólans, sem samþykkt var í menntaráði bæjarins á fimmtudag. Ástæðan er mygla, rakaskemmdir og leki sem fyrir- finnst í húsinu en að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra þótti ekki svara kostnaði að ráðast í end- urbætur á húsinu. Betra væri að rífa það og hefjast handa við byggingu nýs. Kársnesskóli er í tveimur bygg- ingum. Sú myglaða við Skólagerði hýsti áður nemendur í 1.-4. bekk en í næstu götu, Vallargerði, eru nem- endur 5.-10. bekkjar. Bæjaryfirvöld hafa þegar fest kaup á 12 færanlegum kennslu- stofum sem komið verður fyrir á lóð skólans við Vallargerði, og stefnt er að því að kaupa átta til viðbótar. Kostnaðurinn við hverja kennslu- stofu er á bilinu 25-30 milljónir króna. agunnar@mbl.is Kársnes- skóli verð- ur rifinn Morgunblaðið/Eggert Myglaður Kársnesskóli í Kópavogi.  Mygla í húsinu „Það er alveg ljóst að þessar hertu ör- yggisreglur eru að gera mjög mikið,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum, en umtalsverð fækkun hefur orðið á ferðum kafara í Silfru. Er það afleiðing nýju hertu örygg- isreglnanna sem tóku gildi í mars sl. „Ég hef heyrt tölur um 30-40% fækk- un,“ segir Einar og bætir við: „Regl- urnar hafa í raun náð því markmiði sínu að tryggja að þeir sem fari þarna niður séu með þekkingu og reynslu til þess að kafa.“ Hertu öryggisreglurnar felast m.a. í því að fækka köfurum á hvern leið- sögumann, setja skilyrði um reynslu af köfun í þurrbúningi, að krefjast læknisvottorðs um líkamlegt og and- legt heilbrigði og krafa um að kafarar séu syndir. „Köfun er náttúrulega áhættuiðja og við getum aldrei úti- lokað nein slys,“ segir Einar. „Það er hins vegar alveg öruggt að nýju reglurnar hafa gríðarlega mikið að segja.“ Að sögn Einars hafa ekki orðið nein slys svo hann viti af sem hafa ratað til Neyðarlínunnar síðan örygg- isreglurnar voru hertar. Í síðustu viku var sett af stað verk- efni þar sem úttekt er gerð á öllum fyrirtækjum sem bjóða upp á köfun í Silfru. „Við höfum unnið að verklagi þar sem við vinnum með neyðarviðbrags- aðilum og fagmönnum í köfun sem munu núna í sumar, fram til lok ágúst, gera tilviljunarkenndar úttekt- ir við Silfru. Þeir munu fara yfir gát- lista og ganga úr skugga um að fyr- irmælum sé fylgt,“ segir Einar. „Reglurnar hafa komið ágætlega út og fækkað óhöppum,“ segir Héð- inn Ólafsson, eigandi DiveIceland- .com, en hann hefur í 16 ár boðið upp á köfun í Silfru. „Við höfum vissulega tekið eftir fækkun hjá okkur, þar sem gerðar eru meiri kröfur til kafara,“ bætir Héðinn við. urdur@mbl.is Slysum fækkar við Silfru  Umtalsverð fækkun á köfurum vegna nýrra reglna Morgunblaðið/Ómar Köfun Hertar öryggisreglur við köfun í Silfru hafa reynst vel. Spár gera ráð fyrir góðu veðri, sér- staklega sunnan- og vestanlands, um helgina. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir smá norðangolu en birtu og hita þegar Ísland tekur á móti Króatíu á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. „Horfurnar fyrir morgundaginn eru góðar,“ sagði Hrafn Guðmunds- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. „Á morgun er norðaustlæg átt í kortunum, rólegur vindur nema kannski seinni partinn. Yfirleitt er úrkomulítið og það gæti sést til sól- ar, mest hér vestanlands en einnig á Norðurlandi,“ segir Hrafn. „Hitinn gæti farið upp í 16 gráður þar sem best lætur,“ en spár gera ráð fyrir besta veðrinu suðvestan til. Það verður eitthvað hvassara á sunnudag, þungbúið á Norður- og Austurlandi en úrkomulítið. „Það verður bjart sunnan- og vestanlands og þar verður besta veðrið. Hitinn gæti farið upp í 17 gráður þar, en það verður mun svalara norðanlands.“ Hrafn gerir ráð fyrir norðangolu þegar Ísland tekur á móti Króatíu í undankeppni HM í knattspyrnu karla á sunnudagskvöld en leik- urinn hefst klukkan 18.45 á Laug- ardalsvelli. „Það verður bjart og milt og hitinn ætti að ná alveg 15 gráðum, þannig að þetta verður ágætisveður.“ Hlýindin halda áfram inn í helgina  Spáð góðu veðri fyrir landsleikinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.