Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 39
sinnti hún öllum verkum með ljóð eða lagstúf á vörum sér. Við eyddum ófáum stundum við söng í sparistofunni á Einarsstöðum, þar sem gamla fótstigna orgelið var og þegar tónlistarflutningur- inn hafði náð ákveðnum gæðum splæsti amma í hljóðupptökur á segulband. Amma var skarpgreind og mjög vel að sér í því sem kalla má almenna þekkingu, en er þó ekk- ert svo almenn. Hún viðaði að sér fróðleik og var stálminnug. Mér er mjög minnisstætt þegar hún kom í heimsókn til okkar í Kaup- mannahöfn stuttu eftir að við fjölskyldan fluttum þangað. Þar gekk hún um götur og fræddi okkur hin um listaverk, bygging- ar og minnisvarða þó hún hefði aldrei komið til borgarinnar áð- ur. Hún var á margan hátt til fyr- irmyndar, sem dæmi var hún nýtin og nægjusöm. Hún hafði oft orð á því í seinni tíð að það væri ofgnótt af veraldlegum hlutum og að henni blöskraði allt það sem færi til spillis. Þegar ég var unglingur benti hún mér eitt sinn vinalega á, að það yrði ekki svona mikill þvottur og umstang ef ég ætti minna af fötum. Mér þótti þetta ekki mikil speki þá en hugsa oft til orða hennar í dag þar sem jörðin okkar líður fyrir átroðning mannsins. Það er sjaldséð það jafnaðar- geð sem amma mín hafði, ég man aldrei eftir því að hafa heyrt hana æsa sig eða svo mikið sem hækka róminn. Allt var gert með þolin- mæði og umburðarlyndi í fyrir- rúmi. Hún var einnig nærgætin í mannlegum samskiptum, hafði skoðanir á hlutunum en gætti þess að særa ekki viðmælendur. Einnig var hún léttlynd og lúmskur húmoristi, og þó róleg væri tók hún alltaf vel í smá sprell og galsa af hálfu okkar barnabarnanna. Þrátt fyrir alla þá góðu kosti sem hún hafði að státa af var hún hógværðin uppmáluð. Það var al- veg sama hvert tilefnið var, ár- angur hennar sjálfrar eða þeirra sem að henni stóðu, hún átti það ekki í sér að hreykja sér. Mér fannst stundum nóg um þessa hógværð og vildi þá í það minnsta að hún vissi hvað mér fyndist um hana, góð fyrirmynd: klár, vinnu- söm og ósérhlífin. Þá var svarið jafnan: „Ég?! Ég sem hef aldrei starfað neitt!“ Nei, amma mín, þú varst kannski aldrei launþegi en þú áorkaðir miklu. Þú varst í sjálf- stæðum rekstri á búi með honum afa í áratugi. Þú ólst af þér sex góðhjörtuð og dugleg börn, þú fræddir og umvafðir barnabörnin þín 15 með umhyggju og ást. Langömmubörnin þín, sem nú eru orðin átta, munu svo njóta góðs af því veganesti sem þú gafst okkur sem á undan þeim komu og minning þín verður ætíð í hávegum höfð. Hvíl í friði, elsku amma mín, ég sakna þín. Þín nafna, Hildigunnur Jónsdóttir. Hildigunnur Valdimarsdóttir, föðursystir okkar, sem við oftast kölluðum Ídu frænku, hóf búskap ásamt manni sínum, Jóni Har- aldssyni, á Teigi í Vopnafirði, árið 1951. Þar bjuggu þau um skeið í tvíbýli með foreldrum okkar, Gunnari og Sólveigu, og var þá lagður grundvöllur að samvinnu og vináttu þessara fjölskyldna sem enst hefur æ síðan. Árið 1954, byrjuðu Jón og Hildigunnur að byggja nýtt íbúð- arhús á Einarsstöðum, innst í Hofsárdal. Á þessum tíma var ekkert vegasamband þangað. Þrátt fyrir erfiða aðdrætti gekk byggingin vel og árið 1955 fluttu Hildigunnur og Jón í Einarsstaði. Þeim varð sex barna auðið og bjuggu þar af mikilli reisn þrátt fyrir að vera afskipt lengi af þeim lífsgæðum sem sjálfsögð þykja í dag. Hildigunnur var góð húsmóðir sem hafði gaman af því að taka á móti fólki. Hún, ásamt manni sín- um, bjó börnum sínum gott heim- ili og treysti þeim frá unga aldri til verka við bú og heimili. Það var gaman að sækja frændfólkið á Einarsstöðum heim og margar góðar minningar eru frá sam- verustundum í kringum eldhús- borðið þar sem sögur voru sagðar og dægurmálin rædd. Þá kom vel í ljós að Hildigunnur fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Hún sagði vel frá, gladdi okkur með fyndnum sögum og var orðhepp- in. Árið 1992 fluttu Hildigunnur og Jón aftur í Teig og bjuggu þar með Pétri, elsta syni sínum, til vors 1998 er þau fluttu austur í Fellabæ. Meðan þau bjuggu í Teigi höfðu Hildigunnur og Jón tekið þátt í því að byggja sum- arhús ættarinnar, Erlubæ, í landi Teigs. Í Fellabæ byggðu þau fal- legt hús við fljótið þar sem þau ætluðu að njóta ævikvöldsins saman. En örlögin gripu inn í og Hildigunnur missti mann sinn síðla sama ár. Eftir það bjó Hildi- gunnur ein en hafði góðan fé- lagsskap og stuðning af Vigfúsi, syni sínum, Grétu tengdadóttur og börnum þeirra sem bjuggu í nágrenni við hana. Árið 2014 fór heilsu Hildigunnar að hraka og fluttist hún þá á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum þar sem hún naut góðrar umönnunar síðustu ævi- árin. Hildigunnur var prýðilega hagmælt, listræn og ljóðelsk og kunni mikið af ljóðum og vísum sem hún hafði gaman af að fara með. Hún hafði góða söngrödd og kunni mikið af gömlum sönglög- um, þulum og þjóðvísum. Til allr- ar hamingju hefur margt af þess- um gömlu lögum varðveist með rödd hennar. Í safni Ísmús eru alls 227 hljóðrit með flutningi hennar. Hildigunnur unni landinu og náttúrunni. Á sumrin var hennar líf og yndi að fara í berjamó og gera síðan sultu úr berjunum sem vinir og ættingjar nutu góðs af. Hildigunnur hafði yndi af hannyrðum og það voru ekki bara börn og barnabörn sem nutu afraksturs hannyrða henn- ar. Hún hafði ríka samfélagslega ábyrgð og hún gerðist sjálfboða- liði hjá Rauða krossinum, þar sem hún prjónaði m.a. sokka og vettlinga fyrir skjólstæðinga hans. Við systkinin frá Teigi viljum þakka Hildigunni fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar og fyrir það staðgóða veganesti sem hún veitti okkur. Við sendum börnum hennar, barnabörnum, og barnabarnabörnum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Þorsteinn, Erla, Helga og Einar. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég, að komin er skilnaðarstund. Hugstola sleppi ég hendinni þinni. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. - Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundum frá. (Erla) Það er komin skilnaðarstund. Hana bar óvænt að. Skammt er síðan ég átti tal við Hildigunni móðursystur mína í myndsíma og þá fannst mér hún líta hraustlega út þótt auðséð væri að aldur færðist yfir. En það ræður eng- inn sínum næturstað. Á uppvaxtarárum mínum var umtalsverð landfræðileg fjar- lægð á milli Vopnafjarðar og Sel- foss, hvar við áttum heima og samgöngur erfiðar og samvistir því strjálar. Það fylgdi því ætíð eftirvænting að fá bréf frá frænku því hún hafði einstakan frásagnarmáta og kunni frá mörgu að segja á spaugilegan hátt. Gladdi það móður mína og oftar en ekki sá hún ástæðu til að lesa upphátt úr jólabréfum henn- ar. Ljóð og stökur fylgdu gjarnan með en frá barnæsku höfðu þær alist upp við að fara með bundið mál. Þessi hæfileiki Hildigunnar varð líka til þess að hún var oft fengin til að annast upplestur á samkomum í heimasveitinni enda fór hún vel með íslenskt mál. Persónulega kynntist ég frænku ekki að ráði fyrr en ég var fluttur norður yfir heiðar. Þá heimsótti ég Vopnafjörð í fyrsta sinn ásamt fjölskyldu minni og tók frænka mín okkur opnum örmum. Nýveiddur lax úr Tun- guá, dásamlegt hrútaberjahlaup og gisting til reiðu. Þrátt fyrir strjálar samvistir voru fjöl- skylduböndin sú taug sem fjar- lægðin blá hafði engin áhrif á. Bréfasendingar, fjölskyldumynd- ir og símasamband treystu þessi bönd. Er haldið var upp á aldaraf- mæli ömmu og afa ákváðu nokkr- ir afkomendur að hefja byggingu sumarhúss í landi Teigs. Hildi- gunnur og Jón maður hennar voru þátttakendur í þeirri ákvörðun í þeim tilgangi einum að treysta fjölskylduböndin. Bentu þau á heppilegan stað fyrir húsið en frænka hafði næmt auga fyrir gróðurfari og berjatínsla var ástríða hennar. Bygging hússins fjölgaði ferðum mínum í Vopnafjörð með frændum og ætíð stóðu dyr Hildigunnar og Jóns opnar okkur og þáðum við margan matarbitann af þeim hjónum. Eitt sumarið áttum við hjónin því láni að fagna að dvelja með móður minni og Hildigunni nokkra daga í Erlubæ. Frænka hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik og viðaði að sér ýmsu efni og varðveitti. Greip hún með sér gömul sendibréf og annað ritað efni frá fyrri tíð sem hún hafði forðað frá glötun. Bréf sem amma hennar hafði ritað börnum sínum og lýstu vel erfiðri lífsbar- áttu forfeðranna og staðblæ þess tíma. Og þarna lásu þær systur hvor fyrir aðra og fengu útrás fyrir að rifja upp ýmislegt sem þær höfðu upplifað sameiginlega þótt nokkur aldursmunur væri á þeim. Þetta var ævintýr sem við munum ekki gleyma. Þannig fór ég ávallt ríkari af fundi frænku minnar. En nú er komið að skilnaðar- stund. Um leið og við hjónin þökkum samfylgdina og hlýju í okkar garð færum við aðstand- endum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hildigunnar. Trausti Þorsteinsson. Þá er vinkona mín Hildigunn- ur Valdimarsdóttir lögð af stað til sinnar Leiðarhafnar. Ég kynntist Hildigunni fyrir rúmum tíu árum í tengslum við útgáfu mína á verkum móður hennar, skáldkon- unnar Guðfinnu Þorsteinsdóttur, sem þekkt er undir skáldanafn- inu Erla. Hildigunnur varðveitti ýmis gögn sem vörðuðu Guð- finnu. Ég átti því ófáar ferðir í Fellabæinn til að kynna mér þau og dvaldi þar yfirleitt nokkra daga í senn. Stundum gisti ég hjá Hildigunni sem dekraði við mig með sterku kaffi og öðrum trakt- eringum. Í fyrstu ferð minni austur ókum við saman um Fljótsdalinn og komum í Skjögrastaði þar sem móðir hennar fæddist. Höfðum við báð- ar mikla ánægju af þeirri ferð. Það var ómetanlegt fyrir mig að njóta leiðsagnar Hildigunnar og hún gat frætt mig um margt, sett upplýsingar í samhengi og sagt mér sögur sem dýpkuðu skilning minn á rannsóknar- efninu. Hún sagði vel frá eins og hún átti kyn til, kunni fjölmargar vísur og mörg ljóð móður sinnar auk margs annars. Hún hafði góða söngrödd og söng fyrir mig þegar við átti, stundum eigin kveðskap. Það voru sannkallaðar gæða- og gleðistundir sem ég átti hjá henni í Fellabænum. Í þeim gögnum sem Hildi- gunnur varðveitti úr fórum móð- ur sinnar eru meðal annars laus blöð með textabrotum um eitt og annað, eins konar dagbókardrög sem Guðfinna skráði hjá sér. Þar er til dæmis að finna frásögn af því hversu erfitt presturinn á Hofi í Vopnafirði átti með að skíra litlu stúlkuna nafni þessa voðakvendis úr Njálu. En for- eldrarnir hvikuðu hvergi og stúlkan hlaut sitt hljómmikla og fallega nafn. Eftirfarandi er ritað 2. október árið 1930 og Guðfinna er ein í bænum með Hildigunni, nýfædda: „Lítil stúlka, aðeins 11 sólarhringa gömul, hvílir í rúm- inu hjá mér. Hún er nýsofnuð, sofnaði út frá því að teyga sætar veigar móðurbrjóstanna. Hrein og þurr, södd og sæl, blundar hún á svæflinum sínum og hefur naumast hugmynd um að hún sé til, gerir sér enga grein fyrir neinu, veit ekkert um veröldina, þekkir engan sársauka, engan ama eða áhyggjur. Þegar hún eitt sinn vaknar til meðvitundar um tilveru sína og fer að horfa spyrj- andi undrunaraugum á heiminn og alla hluti umhverfis sig, vildi ég óska að hún lærði að líta björt- um augum á lífið og tilgang þess. Ég kýs að hún verði léttlynd, hlý- lynd, víðsýn og göfuglynd, full samúðar með öllu smáu og lágu, öllu sem aðrir lítilsvirða og gleyma, öllu sem bágt á og þjáist á einn eða annan hátt, hvort sem það heldur eru menn eða mál- leysingjar. Ef hún lærir að ganga um veröldina á vegum kærleik- ans, hygg ég að henni verði borg- ið um flest, hvernig sem lífskjör hennar annars verða.“ Kynni mín af Hildigunni benda til að Guðfinnu hafi orðið að ósk sinni, enda ólst litla stúlk- an upp á kærleiksríku myndar- heimili með góðar fyrirmyndir. Hildigunnur var einstaklega vel gerð manneskja og vel gefin, kát og skemmtileg. Ég votta börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mína innileg- ustu samúð. Guð blessi minningu Hildigunnar Valdimarsdóttur. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir og stjúpmóðir, ÁSTA LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, til heimilis að Vesturgötu 7, andaðist á lungnadeild Landspítalans 2. júní. Jarðarförin verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. júní kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu láti Samtökin ´78 njóta þess. Reikningsnr. 0513-26-78 Kennitala 450179-0439 Sigurður Jón Ólafsson Melkorka Sigurðardóttir Steinar Logi Sigurðsson Rósa Huld Sigurðardóttir Klara Dögg Sigurðardóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON verkfræðingur, Dalbraut 14, Reykjavík, áður til heimilis að Laugalæk 48, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 1. júní. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 13. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Guðrún María Tómasdóttir Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JENSEY STEFÁNSDÓTTIR, Eyja, Dalbraut 20, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 13. júní klukkan 13. Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað en þeim sem vildu minnast hennar er bent hjartadeild Landspítalans. Edda Agnarsdóttir Birgir Þór Guðmundsson Kjartan Agnarsson Kolbeinn Agnarsson Ljósbrá Guðmundsdóttir Hlín Agnarsdóttir Gyða Agnarsdóttir Guðjón Aðalsteinsson Ari Agnarsson Védís Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR ritari, Lyngbrekku 13, Kópavogi, lést sunnudaginn 4. júní á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 14. júní klukkan 13 frá Kópavogskirkju. Örnólfur Kristjánsson Helga Steinunn Torfadóttir Eyjólfur Kristjánsson Guðrún Eysteinsdóttir Anna Ragnhildur Halldórsd. Friðbjörn Garðarsson Hlíf Árnadóttir Einar Freyr Sigurðsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, dóttir mín, tengda- móðir, systir, frænka og amma, SIGURBORG SVAVARSDÓTTIR, lést sunnudaginn 21. maí í Schladming í Austurríki. Jarðarförin fer fram frá sal Hótels Framtíðar á Djúpavogi þriðjudaginn 13. júní klukkan 12. Pálmi Freyr Gunnarsson Anna Guðný Guðmundsdóttir, Jón Gauti Jónsson Guðný Jónsdóttir Hallfríður Svavarsdóttir Gautur Svavarsson Örvar Svavarsson Árni Bergmann Jóhannsson Linda Rós Jónsdóttir Sara Deisl og barnabörn HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.