Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 30

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Hneykslumst ekki á málfari ungra viðmælenda okkar í þeirraeyru; þeir hlaupa í baklás og mismæla sig, segja kannski„kjaftaverk“ fyrir „kraftaverk“ þegar presturinn fer aðhlýða þeim yfir kverið. Reynslurík kennslukona sagði föður sinn hafa með skemmtilegum dæmum tamið börnum sínum virðingu fyrir móðurmálinu: „Presturinn labbaði upp kirkjutröppurnar og hundurinn gekk á eftir honum.“ Með dæmum úr fréttamiðlum getur lærimeistari skapað ógleym- anlega kennslustund. Úr forystugrein dagblaðs sem dreift er í hvert hús: „Þau (þ.e. fyrirtæki sem ætla að græða á ferðamönnum) vilja njóta meðan á nefinu stendur eins og kerlingin sagði. Kennari les nú ævintýrið Neyttu á meðan á nefinu stendur, eina af perlunum í þjóð- sagnasafni Jóns Árnasonar (má nálgast á slóðinni: www.snerpa.is/net/ thjod/neyttu.htm). Þar segir frá kerlingu sem með klók- indum fór á bak við bónda sinn og tók í áföngum smjör úr tunnu og át ein; en þeim hafði áður komið saman um að geyma smjörið til vetr- arins. Hann skildi ekki orða- leiki hennar sem tengdust smjörstuldinum: „Miðja heitir mikil snót“ o.s.frv. Í vetrarbyrjun biður karlinn kerlingu sína að rota flugu á nefi sér eftir að kerlingin hafði talið honum trú um að flugan væri „rækalls þjófurinn“ sem étið hefði allt smjörið: „Neyttu á meðan á nefinu stend- ur,“ sagði bóndi og er það máltak síðan. „Kerling reiðir upp sleggjuna af alefli, rekur hana á nefið á karlinum og dauðrotar hann, en flugan slapp og er órotuð enn.“ Niðurstaða: Börnin hafa kynnst ævintýri sem mun fylgja þeim ævilangt. Og í kaupbæti: Þau vita nú að … a) það er munur á sögnunum njóta og neyta. b) það var karlinn en ekki kerlingin sem sagði „Neyttu á meðan á nefinu stendur.“c) Og þau hafa lært in- dælt íslenskt blótsyrði: rækalls. Kennarinn: „Jæja, krakkar mínir. Al- þingismaðurinn hrópaði „fokking, fokking“ úr ræðustól í þingsal. Nú getið þið kennt honum orðið rækalls. Að öðru: Húmoristi hefur þýtt orðið Stykkishólmur á ensku: Isle of piece(piece=stykki). Rýnið í þýð- inguna og stafsetjið upp á nýtt: I love peace(peace=friður). Gyrðir Elí- asson hefur unnið enn eitt þýðingarstórvirkið með ljóðabókinni Birtan yfir ánni. Í höfundatali í bókarlok eru dýrmætar upplýsingar um skáldin fimmtíu og fjögur. Gregory Orr, bandarískur höfundur (f. 1947), varð fyrir þeirri ógæfu í æsku að verða bróður sínum að bana með slysaskoti; það þarf ekki að hafa um það mörg orð hvílík áhrif slíkt hefur haft á líf hans og verk. Gyrðir er meistari lýsingarorðanna, sbr. tunglslungna skugga (199), næturblátt vatn (193), mistraðan dag (350) og djúpblá fjöll (353). Og gæfurík eru ljóðskáldin sem enginn les. Portúgalinn Miguel Torga (1907-1995). Fokking – rækalls: hvort er betra? Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Það er bjartara yfir Íslandi á þessum sautjándajúní en verið hefur um skeið. Lífskjör hafasmátt og smátt batnað á ný. Nú skortir ekki at-vinnu heldur fólk til að sinna aðkallandi störf- um. En einmitt þegar staðan er sú hættir okkur til að gleyma því að það kemur dagur eftir þennan dag og skjótt skipast veður í lofti. Nýir bílar renna út á göt- urnar en seljendur bíla staðfesta, að þeir séu í ríkara mæli keyptir fyrir eigið fé en áður, þótt vísbendingar séu um að lántökur vegna bílakaupa séu að aukast á ný. Í því samhengi er athyglisvert, að í Bretlandi eru hafnar umræður um, hvort óvenju hagstæðir lánamögu- leikar vegna bílakaupa þar í landi muni á næstu miss- erum reynast forboði sams konar ótíðinda og undir- málslán vegna húsakaupa í Bandaríkjunum reyndust í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Hækkandi vextir muni leiða til vaxandi vanskila. Það er þó ekki hinn efnahagslegi þáttur í tilveru okk- ar, sem ástæða er til að beina athyglinni að á þessum degi heldur miklu frekar staða okkar sem sjálfstæðrar þjóðar og viðhorf okkar til eigin tungu og menningar. Kannski má segja að slíkar áhyggjur megi sjá í hnotskurn í þeirri furðulegu uppákomu, að Flug- félag Íslands var nýlega skírt upp og gefið nafnið Air Iceland Connect. En að vísu voru viðtökurnar þannig að markaðsmenn þessa gamalgróna fyrirtækis hljóta að hafa áhyggjur ekki síður en talsmenn þess. Flugfélagsmenn eru að vísu ekki þeir einu, sem virð- ast telja, að engilsaxneskt heiti á fyrirtæki sé líklegra til árangurs en íslenzkt heiti. Hvers vegna halda menn að útlendingar komi til Íslands? Til að kynnast þeirri lág- kúru, að partur af menningu þjóðarinnar hafi smitast jafn mikið af enskum áhrifum eins og dönskum fyrir rúmri öld? Auðvitað ekki. Þeir koma til þess að kynnast stórbrot- inni náttúru þessa lands og þeim finnst líka forvitnilegt að kynnast því hvernig smáþjóð hefur getað viðhaldið tungu sinni í meira en þúsund ár og byggt tilveru sína á þeim merka menningararfi, sem hér hefur orðið til. Air Iceland Connect og allur sá aragrúi skrípaheita, sem hér hafa orðið til á fyrirtækjum á ensku ættu að verða okkur hvatning til að snúa vörn í sókn og hefja hreinsunarstarf á þessum vettvangi. Við höfum ekki áhuga á því að fara til Færeyja eða Grænlands eða þess vegna Norður-Noregs til að standa andspænis æpandi fyrirtækjaheitum á ensku. Það er þvert á móti forvitnilegt að kynnast menningu ólíkra þjóða án þess að truflast of mikið af smitun af þessu tagi. Þeir sem komið hafa til skozku eyjanna norður af Skotlandi hafa orð á því hversu skemmtilegt sé að sjá áhrif frá tengslum þeirra fyrr á tíð við Norðurlöndin í staðarheitum. Markaðsstarfsemi er því miður of oft grunnhyggin og yfirborðsleg eins og við sjáum reyndar dag hvern, þegar við lítum í kringum okkur í samfélaginu. Þess vegna væri við hæfi að forystumenn þjóðarinnar skeri upp herör á þessum þjóðhátíðardegi gegn þeim óþrifnaði sem enskuskotin íslenzka er, sem bandaríska dagblaðið Wall Street Journal kallaði einu sinni „icel- ish“. Það er ekki minni ástæða til að hreinsa íslenzka tungu af óhreinindum en að ganga um fjörur á Horn- ströndum og hreinsa þær af plasti sem sjórinn ber með sér. Auðvitað á það að vera verkefni stjórnmálamanna, sem eru kjörnir fulltrúar fólksins í landinu, ekki síður en annarra, að taka upp vörn fyrir íslenzka tungu og menn- ingu. Það má vel vera að þeir séu svo hræddir við að verða sakaðir um „þjóðrembu“ að þeir þori ekki að taka upp hanzkann fyrir íslenzka tungu. Þeir verða þá að eiga það við sjálfa sig en ekki ósennilegt að þeir verði þess varir í kjósenda- fylgi, ef þeir hafa ekki þann kjark. Þeir sem talað hafa mest um þjóðrembu hin síðar ár og virðast líta á þjóðerniskennd, sem neikvæðan þátt í fari fólks eru þeir hinir sömu og vilja gera Ísland að eins konar Árneshreppi á Ströndum í 500 milljón manna stórríki í Evrópu og er þá ekki verið að gera lítið úr þeim merka hreppi og því fólki sem þar býr heldur benda á að svo fámennur hópur ræður litlu um vegferð lands og þjóðar. Það er reyndar sama fólk og talar um þjóðrembu, sem vill að Ísland taki upp evru eða tengist evru með ein- hverjum hætti. Það fólk ætti að kynna sér viðhorf Mer- vyn King, fyrrverandi Englandsbankastjóra til evrunnar en hann lýsir því í bók, sem út kom á síðasta ári, að Grikkir séu þjóð í „hlekkjum“ aðildar að evrunni. Að ári liðnu höldum við upp á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, 1. desember 1918. Eftir 9 ár, eða árið 2026, verður tilefni til að halda upp á að þann sama dag það ár verða 50 ár liðin frá því að síðasti brezki togarinn sigldi á brott frá Íslandsmiðum og þar með lauk arðráni Breta í auðlindum Íslands. Það verða því næg tilefni í fyrirsjáanlegri framtíð til að minna á lykilþætti í sjálfstæðisbaráttu okkar. En nú er jafnframt kominn tími á að gera það með nýjum hætti, sem nær betur til nýrra kynslóða. Og þá er átt við að kynna helztu áfanga í sögu þessarar þjóðar fyrir nýj- um kynslóðum með þeirri tækni, sem margmiðlun okkar tíma gefur kost á. Afmælisgjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín á 1100 ára af- mæli Íslandsbyggðar árið 1974, Saga Íslands, sem nú er öll komin út, gefur færi á því. Hreinsum út óþrifnað í íslenzkri tungu „Icelish“ á ekki erindi til Íslands Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Um skeið höfðu sumir íslenskirfjölmiðlar mikinn áhuga á tapi Seðlabankans af 500 milljón evra neyðarláni til Kaupþings, sem veitt var í miðju bankahruninu, 6. októ- ber 2008. Þegar í ljós kom, að Már Guðmundsson var ábyrgur fyrir tapinu, ekki Davíð Oddsson, misstu þessir fjölmiðlar skyndilega áhuga á málinu. Fyrir neyðarláninu, sem veitt var eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, tók Seðlabankinn, sem þá var undir forystu Davíðs, allsherjarveð í FIH- banka í Danmörku, sem þá var í eigu Kaupþings. Eftir fall Kaup- þings leysti Seðlabankinn til sín veðið. Þegar Már var orðinn seðla- bankastjóri, ákvað hann haustið 2010 að selja FIH-bankann hópi danskra fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra króna, þá 670 milljónir evra. Á meðal kaupenda voru hinn öflugi ATP lífeyrissjóður og auð- mennirnir Christian Dyvig og Fritz Schur kammerherra, en hann er vinur og ferðafélagi Hinriks drottn- ingarmanns. Sá hængur var á, að aðeins skyldu greiddir út 1,9 milljarðar (255 milljónir evra), en frá eft- irstöðvum skyldi draga bókfært tap FIH banka til ársloka 2014. Hinir nýju eigendur flýttu sér að færa allt tap á þetta tímabil. Jafnframt veitti danska ríkið þeim öflugan stuðning. Það framlengdi lánalínu til bankans, tók við áhættusömum fast- eignalánum hans og veitti ATP líf- eyrissjóðnum sérstaka undanþágu til að eiga meira en helming í bank- anum. Dyvig, Schur og aðrir eigendur lokuðu bankanum í nokkrum áföng- um, en sitja eftir með eigið fé hans, sem er nú metið á um fjóra millj- arða danskra króna, 60 milljarða ís- lenskra króna. Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða. Nú hafa Dyvig og Schur fengið nýjan glaðning, sem farið hefur fram hjá íslenskum fjölmiðlum. Þeir unnu 15. september 2016 mál fyrir Evrópudómstólnum um það, að stuðningur danska ríkisins við þá hefði ekki verið óeðlilegur, svo að þeir fá endurgreiddar 310 milljónir danskra króna (nú um 4,6 milljarðar íslenskra króna), sem fram- kvæmdastjórn ESB hafði áður kraf- ið þá um fyrir stuðninginn. Schur kammerherra á því fyrir kampavíni í veislum með konungsfjölskyld- unni, og í dönskum hallarsölum hlýtur að glymja hlátur yfir sauð- unum uppi á Íslandi. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kammerherrann fær fyrir kampavíni Eyrarrós Hér hvílir hún í næturbláu vatni, Upptyppingar í fjarska. Morgunblaðið/Birkir Fanndal lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is Njótum útiverunnar í sumar ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 GÓÐ GÆÐI – BETRA VERÐ SALOMON edcross 4 nvegaskór 17.995,- SALOM hlaupavesti Verð 19. LOMON sólgleraugu argar tegundir á 9.995,- N kór 5,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.