Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 45

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt líklega samsinna yf- irmanni þínum til að komast hjá árekstrum í dag. Taktu á þig rögg og ljúktu verkefn- inu. Sýndu undirmönnum þínum skilning. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú situr í súpunni með að vera ekki búinn með eitt verkefni, þegar þú hefur tekið annað að þér. Ekki kaupa neitt nema þörfin sé brýn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjármál þín valda óöryggi og ótta. Tilfinningar þínar eru sterkari en vanalega, ekki síst gagnvart þínum nán- ustu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er líklegt að þú fáir góða hug- mynd varðandi fjárhaginn. Með því að þiggja einnig ráð frá öðrum, kemur þú í veg fyrir að verða óvinsæll yfirmaður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þegar lífið fer illa með þig áttu að vingast við það. Að gera betur en fólk ætl- ast til af þér er orðið þitt aðaláhugamál. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Misklíð innan fjölskyldunnar eða ósætti við viðskiptafélaga mun draga dilk á eftir sér. Um þessar mundir nálgast þú öll þín sambönd af ákafa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar vel til að grafa upp gömul leyndarmál. Finndu þér leið til að létta á þér. Líttu á þetta sem tækifæri til að sýna góðvild þína í verki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta hefur verið þér mjög hagstætt ár og það virðist ekkert lát á vel- gengni þinni. Sumt sem þú manst kemur sér mjög vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Farðu varlega í að lofa fjöl- skyldu þinni einhverju í dag. Reyndu að hafa áhrif þar á því þú átt mikið undir því hvernig fer. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ákveðinn léttir þegar bú- ið er að taka ákvörðun um hvert halda skal. Hlustaðu vel á þinn innri mann, því þú býrð sjálfur yfir lausninni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér tekst að sýnast glaður á yf- irborðinu þótt undir niðri eigir þú við erfið vandamál að stríða. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stórar og sterkar tilfinningar gerj- ast nú vegna sambands sem gæti orðið, því báðir aðilar hafa mikinn áhuga. Varastu að ganga of langt gagnvart þeim sem við- kvæmir eru. Gátan er sem endranær eftir Guð- mund Arnfinnsson: Í Borgarfirði bæ ég fann. Bagga Gráni flytur þann. Vakri-Skjóni vera kann. Sér vippar fimur upp á hann. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Hestur, bær í Borgarfirði. Baggar Grána hestur heys. Hestur sá var vísna virði. Varla bogahestur eys. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Í tilraununum hest ég tróna fann taldist klárinn bestur margt að draga, vakran reiðhest valdi Jón með sann vatt sér oft á bak hér forðum daga. Árni Blöndal skrifaði og sagði: Nú skín sól á fagran fjörð flestir ylsins njóta, gróa lauf og grænka börð grös úr moldu þjóta. Hestur er bújörð sem ber ekki galla bagga tvo hesta menn vilja kalla kapal og fola kalla menn hesta ég kalla þó hestaskál líklega besta Guðrún Bjarnadóttir sagði að gátuhöfundur hefði væntanlega átt við hestburð af heyi en hún ekki staðist blóðugu lausnina: Hestur: bær í Borgarfirði. Í böggum Grána hrossakjöt.* Sem hest ég Skjóna vakran virði. Vart á bogahesti löt. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Bæjarheiti og burður er, brúkaðist við flest, yfir hann sá fimi fer. Hér finnst mér átt við hest. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Í Borgarfirði er bærinn Hestur. Baggi líka hestur er. Vakri-Skjóni er blakka bestur. Á bogahesti menn leika sér. Þá er limra: Ég treysti og trúi því glaður og tel það síst vera blaður, sem skáldið kvað, Skaparinn að sé skagfirskur hestamaður. Og síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Á fætur nú ég flýti mér, fæ mér egg og brauð og smér, færast líf í limi finn, létt er gáta í þetta sinn: Illt er þá bagga að bera. Á baugalín heiti er. Blóðug mun viðureign vera. Valkyrja nafn þetta ber. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hægt skyldi góðum hesti ríða Í klípu „ENN EKKERT. VIÐ ÞURFUM AÐ VINNA Í TAKTU-MIG-UPP LÍNUNUM OKKAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG NÝT ALDREI GAMANMYNDAR ÞEGAR ÞÚ HLÆRÐ BARA ALLAN TÍMANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila Wi-fi-inu þínu þegar hennar er dottið út. STUNDUM GET ÉG EKKI SOFIÐ MIG MINNIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ 8. NÓVEMBER 1992. AF HVERJU ERTU AÐ GRÁTA, HEPPNI EDDI? ÉG FÉKK EITTHVAÐ Í AUGUN! AUGSÝN AF ÓVININUM! HVAÐ FÉKKSTU Í AUGUN? Í dag er þjóðhátíðardagur Íslend-inga sem fólk heldur upp á með mismunandi hætti. Margir fara nið- ur í miðbæ Reykjavíkur, sumir til að fylgjast með hátíðardagskrá við Austurvöll en aðrir mæta síðar um daginn og skemmta sér með skát- unum í Hljómskálagarðinum, borða risastórt „candy floss“ í Austur- stræti, kaupa sleikjó fyrir börnin sem eru stærri en haus þeirra eða blöðrur sem eru á stærð við mann- eskju og kosta líka hálfan handlegg. x x x Þetta er allt gott og gilt en ekkiuppáhaldsleið Víkverja til að halda upp á daginn. Þegar Víkverji var búsettur í miðbænum keyrði hann oftar en ekki út úr bænum á þessum degi, eða að minnsta kosti í önnur hverfi eða nálæg bæjarfélög. Til að mynda hefur Víkverji nokkr- um sinnum hitt víkinga í Hafnarfirði en enn oftar farið á Árbæjarsafn. Það er eitthvað sérstaklega þjóðlegt við að halda upp á daginn í safninu. x x x Fallegir þjóðbúningar verða í aðal-hlutverki á Árbæjarsafni þann 17. júní venju samkvæmt, segir á Facebook-síðu safnsins um dag- skrána í ár. Fjallkonu safnsins verð- ur skautað klukkan 14 og geta gestir fylgst með því hvernig faldur, fald- blæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Víkverji hefur fylgst með þessu og það er sann- arlega tilkomumikil sjón. x x x Svo er eitthvað svo miklu ís-lenskara að borða lummur held- ur en að verða klístraður af syk- urbómull. Og hvað þá að sjá spunnið á rokk heldur en að leika sér að fingrasnældum. x x x Aðgangur að Árbæjarsafni (ogfleiri söfnum) er innifalinn í menningarkortinu sem Víkverji kaupir alltaf. Menningarkortið gildir nefnilega líka sem bókasafnskort sem er góður bónus. Hvað sem þið gerið í dag, og hvort sem það verður sól eða rigning, til hamingju með daginn! vikverji@mbl.is Víkverji Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. (Jóh. 6:63) )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.