Læknablaðið - 01.01.2017, Page 40
40 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Upphafið
Endurhæfingarlækningar eru fremur ung
sérgrein. Þörf fyrir sérgrein af þessu tagi
kom til vegna þess að fleiri lifðu af alvar-
leg slys og veikindi með þróun vestrænnar
læknisfræði. Má hér nefna tilkomu sýkla-
lyfja, fleiri lifðu af mænusóttarfaraldrana
auk þess sem heimsstyrjaldirnar skildu
eftir sig fjölda fatlaðra einstaklinga.
Þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér
í fyrri heimsstyrjöldina 1917 sáu þeir að
Evrópuríkin voru að þróa með sér lækn-
isfræðilegar aðferðir til þess að sinna
slösuðum hermönnum, koma þeim í
stand til þess að fara aftur á vígvöllinn
eða út í samfélagið. Þeir settu saman hóp
lækna undir forystu William Crawford
Gorgas (1854-1920) til þess að rannsaka og
reyna að bæta þær aðferðir sem beitt var
á breskum sjúkrahúsum. Þetta leiddi til
þess að 1917 var stofnuð sérdeild innan
Bandaríkjahers: The Division of Special
Hospitals and Physical Reconstruction.
Milli heimsstyrjalda var Franklin Dela-
no Roosevelt (1882-1945) Bandaríkjaforseti,
sem sjálfur hafði fengið mænusótt, hvata-
maðurinn að því að þróa endurhæfingu
fyrir mænusóttarsjúklinga í Warm Springs
í Georgíu.
Frank H. Krusen (1898-1973) er af mörg-
um talinn vera guðfaðir endurhæfingar-
lækninga. Eftir að hafa fengið meðferð við
berklum á heilsuhæli gerði hann sér grein
fyrir mikilvægi endurhæfingar og hætti
námi sínu í skurðlækningum og hóf nám
í „Physical medicine“ sem var að byrja að
fóta sig sem sérgrein í Bandaríkjunum.
Árið 1935 tók hann við lækningaforstjóra-
stöðu við nýstofnaða deild í „Physical
Therapy“ á Mayo Clinic í Rochester,
Minnesota. Á þeim 28 árum sem hann
gegndi þessu starfi lagði hann grunninn
að fræðilegum rannsóknum og menntun
sérfræðinga í endurhæfingarlækningum.
Howard A. Rusk (1901-1989) var
bandarískur lyflæknir sem varð einn af
frumkvöðlum endurhæfingarlækninga. Í
seinni heimsstyrjöldinni gekk hann til liðs
við flugherinn og var skipaður yfirlækn-
ir Jefferson Barracks í Louisiana. Hann
kvaðst hafa tekið eftir því að særðir og
fatlaðir fengu nauðsynlega aðhlynningu
án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Hann
lagði áherslu á heildrænar lausnir þar sem
tekið var á öllum þáttum fötlunar, það er
að segja líkamlegum, andlegum og félags-
legum. Hann stofnaði Rusk Institute of
Rehabilitation Medicine í New York árið
1951, sem þykir vera fyrirmynd nútíma
endurhæfingar. Bandarískar endurhæf-
ingarlækningar, Physical Medicine and
Rehabilitation (PM&R), fengu varanlegan
sess sem sérgrein árið 1947 með inngöngu
í The American Board of Medical Speci-
alties með upptöku Board-prófa.
Í Evrópu var meðal annars unnið með
aðferðafræði og að nýrri nálgun endur-
hæfingar. Sjúkraþjálfarinn Bertha Bobath
(1907-1991), og maður hennar, geðlækn-
irinn og taugalífeðlisfræðingurinn Karel
Bobath (1906-1991), komu fram með svo-
nefnt Bobath-hugtak. Það byggir á fjöl-
faglegri nálgun (multidiciplinary approach),
Frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna
40 ára afmæli
Haukur Þórðarson fyrsti formaður FÍE.
Reykjalundur