Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 40
40 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Upphafið Endurhæfingarlækningar eru fremur ung sérgrein. Þörf fyrir sérgrein af þessu tagi kom til vegna þess að fleiri lifðu af alvar- leg slys og veikindi með þróun vestrænnar læknisfræði. Má hér nefna tilkomu sýkla- lyfja, fleiri lifðu af mænusóttarfaraldrana auk þess sem heimsstyrjaldirnar skildu eftir sig fjölda fatlaðra einstaklinga. Þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í fyrri heimsstyrjöldina 1917 sáu þeir að Evrópuríkin voru að þróa með sér lækn- isfræðilegar aðferðir til þess að sinna slösuðum hermönnum, koma þeim í stand til þess að fara aftur á vígvöllinn eða út í samfélagið. Þeir settu saman hóp lækna undir forystu William Crawford Gorgas (1854-1920) til þess að rannsaka og reyna að bæta þær aðferðir sem beitt var á breskum sjúkrahúsum. Þetta leiddi til þess að 1917 var stofnuð sérdeild innan Bandaríkjahers: The Division of Special Hospitals and Physical Reconstruction. Milli heimsstyrjalda var Franklin Dela- no Roosevelt (1882-1945) Bandaríkjaforseti, sem sjálfur hafði fengið mænusótt, hvata- maðurinn að því að þróa endurhæfingu fyrir mænusóttarsjúklinga í Warm Springs í Georgíu. Frank H. Krusen (1898-1973) er af mörg- um talinn vera guðfaðir endurhæfingar- lækninga. Eftir að hafa fengið meðferð við berklum á heilsuhæli gerði hann sér grein fyrir mikilvægi endurhæfingar og hætti námi sínu í skurðlækningum og hóf nám í „Physical medicine“ sem var að byrja að fóta sig sem sérgrein í Bandaríkjunum. Árið 1935 tók hann við lækningaforstjóra- stöðu við nýstofnaða deild í „Physical Therapy“ á Mayo Clinic í Rochester, Minnesota. Á þeim 28 árum sem hann gegndi þessu starfi lagði hann grunninn að fræðilegum rannsóknum og menntun sérfræðinga í endurhæfingarlækningum. Howard A. Rusk (1901-1989) var bandarískur lyflæknir sem varð einn af frumkvöðlum endurhæfingarlækninga. Í seinni heimsstyrjöldinni gekk hann til liðs við flugherinn og var skipaður yfirlækn- ir Jefferson Barracks í Louisiana. Hann kvaðst hafa tekið eftir því að særðir og fatlaðir fengu nauðsynlega aðhlynningu án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Hann lagði áherslu á heildrænar lausnir þar sem tekið var á öllum þáttum fötlunar, það er að segja líkamlegum, andlegum og félags- legum. Hann stofnaði Rusk Institute of Rehabilitation Medicine í New York árið 1951, sem þykir vera fyrirmynd nútíma endurhæfingar. Bandarískar endurhæf- ingarlækningar, Physical Medicine and Rehabilitation (PM&R), fengu varanlegan sess sem sérgrein árið 1947 með inngöngu í The American Board of Medical Speci- alties með upptöku Board-prófa. Í Evrópu var meðal annars unnið með aðferðafræði og að nýrri nálgun endur- hæfingar. Sjúkraþjálfarinn Bertha Bobath (1907-1991), og maður hennar, geðlækn- irinn og taugalífeðlisfræðingurinn Karel Bobath (1906-1991), komu fram með svo- nefnt Bobath-hugtak. Það byggir á fjöl- faglegri nálgun (multidiciplinary approach), Frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna 40 ára afmæli Haukur Þórðarson fyrsti formaður FÍE. Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.