Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 14
14 20. apríl 2018fréttir Þorsteinn upplifði kynferðislega áreitni af hendi lögreglu „Þetta eyðilagði mig“ Þ að er mjög erfitt að tala um þetta. Það er búið að taka mig mörg ár að viðurkenna þetta og vinna úr þessu. Ég sagði engum frá þessu, ég gróf þetta svo djúpt,“ segir Þorsteinn Andri Jóhannesson, 29 ára verka- maður, í samtali við DV. Þegar hann var 16 ára var hann sakað- ur um glæp og handtekinn af lög- reglunni. Hann segir að það sem hafi komið í kjölfarið hafi nánast eyðilagt líf sitt. Eftir að hafa byggt upp þor til að viðurkenna það sem gerðist þá stígur hann nú fram í fyrsta skipti opinberlega. Hvað gerðist 24. október 2006? „Ég var sextán ára, ekki í neinu rugli. Ég var að vinna hjá Fjöl- smiðjunni og var lánsstarfsmað- ur hjá Góða hirðinum. Þegar ég er búinn að vera þar í stuttan tíma, rúmlega þrjá mánuði, þá fá þeir annan starfsmann frá Fjölsmiðj- unni vegna álags.“ Þann starfs- mann köllum við Geira. „Þegar Geiri er búinn að vinna þarna í viku þá er ég kallaður inn á skrif- stofu og spurður hvað ég sé búinn að vera að gera, þetta var létt spjall við verslunarstjór- ann rétt eftir að ég var búinn í hádegismat. Þá var mér tilkynnt það að lögreglan sé komin til að sækja mig og Geira.“ „Starfsmaður kom að Geira inni á skrifstofu verslunarstjórans í há- deginu og séð eitthvað grunsam- legt. Hann sagðist vera að leita að mér, en það var augljóst að hann var í peningaskápnum að stela úr uppgjörinu. Maðurinn sem kom að honum hringdi í lögregluna og tilkynnti verslunarstjóranum.“ „Geiri er handtekinn, ég er líka tekinn þótt ég sé ekki settur í járn. Það er farið með okkur niður á Hverfisgötu hvorn í sínum bíln- um, ég fer í ómerktum bíl með tveimur óeinkennisklæddum lög- reglumönnum. Þeir taka mig inn á skrifstofu þar sem þeir yfirheyra mig. Ég er sextán ára og veit ekki hvaða rétt ég hef, ég vissi ekki að ég hefði rétt á að hafa foreldri við- statt, fulltrúa Barnaverndar eða lögfræðing.“ Hlýddi af ótta við viðbrögð lögreglumannanna Þorsteinn fór svo ásamt lögreglu- mönnunum tveimur í búnings- klefa á lögreglustöðinni á Hverfis- götu. „Eftir að þeir eru búnir að yfirheyra mig fara þeir með mig inn í búningsklefa. Klefi sem minnir helst á lítið notaðan sveita- sundlaugarklefa. Þeir segja mér að afklæðast. Ég spyr af hverju. Þeir segjast þurfa að leita að þýfi. Ég neita því, skil ekki ástæðuna. Tek það fram að ég var ekki með stæla við þá, ég hafði ekki gert neitt rangt og var tilbúinn að hjálpa þeim, mig langaði bara ekki að fara úr fötunum. Þá hóta þeir að ef ég fari ekki úr fötunum sjálfur þá verði ég annaðhvort bundinn nið- ur eða haldið niðri á meðan aðrir lögreglumenn afklæði mig.“ Hann hlýddi af ótta við við- brögð lögreglumannanna tveggja. „Ég vil ekki að mér sé haldið niðri og geri því það sem þeir vilja. Ég stend þarna nakinn. Svo er mér sagt að halda uppi pung til að þeir geti séð á milli pungs og rass. Ég er látinn snúa mér í hringi, beygja mig fram og glenna mig. Þeir vissu það að því sem var stolið var 80 þúsund krónur í reiðufé. Ég er og var grannur, ég gat ekki verið að fela seðlabúnt á mér. Þetta var bara valdafíkn.“ Ískalt í einangrun „Ég fæ svo að klæða mig, þá fara þeir með mig í einangrun. Ég kemst síðan að því að það var brot á vinnureglum því það var ekki búið að tala við móður mína um það, þeir hr- ingdu í hana og sögðu að það ætti að fara með mig niður á stöð. Ekkert um að ég væri grunaður um þjófnað, að ég ætti að afklæðast og vera svo settur í einangrun.“ Hvernig var dvölin í ein- angruninni? „Kalt. Það var ískalt þarna inni. Ég fékk ekki að fara á kló- settið, ég átti að pissa í holræsið á miðju gólfinu. Ég fékk ekki vatns- glas, ekki teppi. Þarna er ég sextán ára saklaus, þeir vissu að ég væri líklegast saklaus.“ Samkvæmt lögregluskýrslunni voru þeir Þorsteinn og Geiri hand- teknir kl. 12.35 þann 24. október 2006. Þorsteinn segir lögreglu- skýrsluna falsaða, en í skýrslunni segir að yfirheyrslur yfir honum og Geira hafi ekki byrjað fyrr en eftir kl. 16. „Tímarnir eru rangir. Þeir segja í skýrslunni að hann hafi játað um hálf fimmleytið. Það er ekki rétt. Það er farið með okk- ur á lögreglustöð um tólfleytið. Ég er settur inn í einangrun kl. 13. Kl. 15 játar Geiri að hafa stolið pen- ingunum og að ég hafi ekki kom- ið nálægt því. Mér er ekki sleppt út úr einangrun fyrr en kl. 17. Þá var tekið við mig annað viðtal, lög- legt viðtal með mömmu minni og stjúppabba viðstöddum. Þeir sögðu mömmu að ég væri saklaus en sögðu henni ekkert um hvernig þeir meðhöndluðu mig.“ „Þetta eyðilagði mig“ „Ég vissi ekkert um réttindi mín á þessum tíma, ég treysti því að lögreglan ynni vinnuna sína sam- kvæmt lögum og reglum. Mamma vissi heldur ekki hver réttindi mín væru. Maður á að geta treyst lög- reglunni, sérstaklega gagnvart börnum og unglingum. Ég var ekki í neinu rugli, þetta var í fyrsta og síðasta sinn sem ég er grunað- ur um eitthvað.“ Hvaða áhrif hefur þetta haft á þig? „Þetta eyðilagði mig. Ég er með áfallastreituröskun. Ég fæ kvíða- kast í hvert sinn sem ég sé löggu, eitt sinn var ég nánast búinn að keyra út af þegar ég heyrði í síren- um. Ég mætti lögreglunni áðan, ég upplifði mikinn kvíða og svitnaði.“ „Þetta hafði mikil áhrif á mig sálarlega og félagslega. Sérstak- lega sjálfstraustið. Ég er með ADHD og þetta leggst ofan á það, þannig að ég var mjög erfiður í samskiptum þegar ég var yngri. Ég var óþolin- móður og snöggur upp, þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta hefur haft mikil áhrif á sam- skipti mín við fjölskylduna og vini.“ Fundaði með lögreglustjóra Þorsteinn fundaði í síðustu viku með Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgar- svæðinu, og lögmanni lögreglunn- ar. „Þeim fannst þetta ömurlegt. Hún bað mig innilegrar afsökun- ar fyrir hönd embættisins og benti mér á hluti sem ég gæti gert til að leita réttar míns.“ Þorsteinn Andri og lögmaður hans hafa nú leit- að til nefndar um eftirlit með lög- reglu og bíða nú niðurstöðu það- an. Hvað viltu að lögreglan geri, fyrir utan að greiða þér bætur til að mæta sálfræðikostnaði? „Ég vil að lögreglumennirnir sem fóru með mig inn í búnings- klefann og settu mig í einangrun biðji mig afsökunar. Ég vil að þeir viti hvað þeir gerðu mér og ég vil að allir viti það til að þetta gerist ekki aftur fyrir einhvern annan. Ég vil líka að foreldrar viti hvaða rétt börnin þeirra hafa og að ung- lingar viti hvaða rétt þau eru með. Ég vildi að ég hefði vitað hvaða rétt ég hafði.“ Fær alltaf stuðning hjá Rökkva Fyrir utan stuðning frá nánum vinum og fjölskyldu hefur Þor- steinn alltaf getað reitt sig á hund- inn sinn, Rökkva. „Hann er ekkert þjálfaður sem stuðningshundur en þegar mér líður illa þá fattar hann það strax og leggur hálsinn í kjöltuna á mér. Hann veit þegar mér líður illa, hann er svo gáfaður. Ég get ekki útskýrt hversu mikið hann hjálpar mér en ég finn rosa- lega hversu mikinn stuðning ég fæ frá honum.“ Rökkvi hefur einnig hjálpað til við félagslífið. „Nú er ég alltaf að fara út að sinna þessu nýja áhugamáli, það er svo margt í kringum það. Til dæmis hóphittingar, hópgöng- ur og spor- þjálf- un. Þetta hjálpar allt mjög mik- ið.“ n Eyðilagður Þorsteinn Andri Jóhannesson stígur nú fram og segir opinberlega í fyrsta skipti hvað kom fyrir hann. Ari Brynjólfsson ari@dv.is Fær stuðning hjá Rökkva Þorsteinn Andri segir að það sé alltaf hægt að reiða sig á Scheffer-hundinn sinn, Rökkva. Hann veit alltaf þegar honum líður illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.