Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Qupperneq 18
18 sport 20. apríl 2018 M argir Íslendingar hafa setið eftir með sárt ennið þegar þeir hafa reynt að verða sér úti um miða á leiki Íslands á Heimsmeistara- móti karla í knattspyrnu í sumar. Sérstaklega hefur fólki gengið erf- iðlega að tryggja sér miða á leik Íslands og Argentínu sem verð- ur fyrsti leikur liðsins á stærsta sviðinu, stuðningsmenn Íslands fá 8 prósent af þeim miðum sem eru í boði á leikinn. Það fá því aðeins rúmlega 3.600 íslenskir stuðningsmenn miða með þess- um hætti á fyrsta leikinn, á vell- inum verða þó talsvert fleiri Ís- lendingar. KSÍ fékk mikið magn af miðum en mikil leyndarhyggja ríkir yfir því hversu margir þeir miðar eru. Stjórnarfólk, starfsfólk, leikmenn og síðast en ekki síst styrktaraðilar KSÍ fá talsvert mikið magn af miðum. Hafði ekki áhrif á fjölda miða til stuðningsmanna Þrátt fyrir að KSÍ hafi fengið mikið magn af miðum til að deila út til þessara aðila hafði það ekki áhrif á fjölda miða sem fór til stuðn- ingsmanna. „Miðasala til stuðn- ingsmanna Íslands og þeir mið- ar sem KSÍ fær til úthlutunar frá FIFA tengjast ekki á neinn hátt, þ.e. KSÍ fær enga miða af þeim 8% sem eru til sölu fyrir stuðn- ingsmenn Íslands,“  sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ þegar við sendum henni fyrir- spurn um málið. „Úthlutunin frá FIFA er í tvennu lagi, annars vegar miðar sem hvert sérsamband fær til afnota og hins vegar sölumiðar. Þó að KSÍ hefði ekki tekið neinn miða fyrir sambandið þá hefði það ekki fjölgað miðum í sölu til stuðningsmanna Íslands,“  sagði Klara enn fremur. KSÍ neitar að gefa upp Klara neitar að gefa upp hversu margir miðar fara til styrktar- aðila KSÍ og hvað leikmenn liðsins fá marga miða á mann. KSÍ á sér marga stóra styrktar- aðila og hafa heyrst sögur þess efnis að sumir af þeim fái um og yfir 100 miða á leiki Íslands á HM, um það vill KSÍ ekkert segja og á meðan verða það bara sögu- sagnir. Einnig hefur heyrst að leikmenn liðsins fái í kringum 8 miða á mann á hvern leik, það gera 184 miða á leik. Eins og með styrktaraðila KSÍ neitar Klara að svara því. „Fjöldi miða til bak- hjarla og leikmanna er trúnað- armál,“  sagði Klara en leikmenn íslenska liðsins áttu eins og aðrir auðveldara með að fá fleiri miða á leiki á Evrópumótinu í Frakk- landi. Starfsfólk fær 2 miða Starfsfólk á skrifstofu KSÍ getur fengið miða á leiki Íslands fyrir sig og einn gest, stjórnarfólk KSÍ hef- ur hins vegar getað fengið 4 miða á leiki ef eftir því hefur verið sóst. „Starfsfólk KSÍ getur fengið 2 miða á mann á 1–2 leiki, fyrir sig og sinn gest,“ sagði Klara. Stuðningsmenn Íslands á fyrsta leiknum gegn Argentínu verða líklega fleiri en 5 þúsund, þrátt fyrir að almennir stuðningsmenn hafi aðeins getað sótt um rúmlega 3.600 miða. n Trúnaðarmál hvað styrktar- aðilar fá marga miða á HM n KSÍ hefur marga miða á sínum höndum n Leikmenn fá færri miða en á EM Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.