Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 24
24 fólk - viðtal 20. apríl 2018 heimsmynd sem valdið reyndi að halda uppi í gegnum megin- straumsmiðlana.“ Um áratuga skeið ráku stjórn- málaflokkarnir sín eigin dagblöð og fréttaflutningurinn bar þess merki. Á áttunda áratugnum börð- ust blaðamenn og ritstjórar fyrir sjálfstæði sínu og unnu mikla sigra í þeim efnum. Þegar Smári hóf sinn feril var kominn á nokkurs konar sáttmáli um frjálsa og óháða blaðamennsku og flokksblöðin fóru hægt og bítandi að gefa upp öndina. Á þessum tíma lærði hann af fyrirrennurum sínum sem hann er auðheyranlega þakklátur fyrir að hafa kynnst. „Sverrir Albertsson, fréttastjóri á NT, kenndi mér góða tækni, en hann hafði lært blaðamennsku í Kanada. Hann söng fyrir mig hvernig fréttir ættu að hljóma, taktinn í þeim. Þú hefur aðeins sjö línur til að ná athygli lesand- ans og ef þú nærð honum ekki þá mun hann ekki gefa þér ann- an séns. Restin af fréttinni fer síð- an í að endurtaka niðurstöðuna í fyrstu sjö línunum í lengra máli. Sverrir kenndi mér svona skýra tækni. Halldór Halldórsson, rit- stjóri Helgarpóstsins, kenndi mér hins vegar blaðamennsku og síð- ar Jónas Kristjánsson á DV. Hall- dór var mjög nákvæmur og yf- irheyrði mig um heimildir fyrir hverri einustu setningu sem ég skrifaði, lamdi inn í mig virðingu fyrir heimildaöflun og úrvinnslu. Halldór var langbesti blaðamaður sem ég hef kynnst og ég er þakk- látur fyrir að hafa lent í höndunum á honum. Ég fór svo frá Halldóri í skóla hjá Jónasi Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu fagi að læra af reynslu- mestu og bestu blaðamönnunum á ritstjórninni. Ég var frábærlega heppinn með mentora.“ Ekki hægt að segja sögu Breiða- víkurdrengjanna Hvað var það helsta sem þú og þín kynslóð gerðuð? „Eftir á að hyggja held ég að við höfum ekki náð að byggja upp neina alvöru gagnrýni á megin- stoðir samfélagsins. Okkar afrek voru frekar að hleypa í gegnum okkur röddum hópa sem höfðu verið kúgaðir og þaggaðir niður, þóttu ekki nógu fínir til að vera með á sviðinu. Við færðum fólk sem var á jaðrinum inn í umræðuna, fólk sem hafði orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi, verið kúgað og misþyrmt af öðru fólki eða stofnunum samfé- lagsins, fólk sem hafði lifað við for- dóma og þöggun. Þetta tímabil, frá um 1990 og fram að hruni, er nátt- úrlega tímabil „identity politics“ þar sem áherslan var ekki á grunn- gerð samfélagsins, stéttakúgun eða arðrán heldur á mannréttindabar- áttu ólíkra hópa sem höfðu verið jaðar- og undirsettir áratugum og öldum saman.“ Sem dæmi um þetta nefnir Gunnar Breiðavíkurmálið svokall- aða sem fjallað var um í Blaðinu og Kastljósi árið 2007 og snerist um gróft ofbeldi og kynferðislega misnotkun sem drengir á uppeld- isheimilinu þar urðu fyrir á árun- um 1953 til 1979. „Við vorum alltaf með Breiðavík á verkefnalistanum á Pressunni í kringum 1990 en fundum ekki lausnina á því hvernig hægt var að fjalla um það. Ég hitti menn sem voru á Breiðavík og þeir sögðu mér frá þessari hrikalegu meðferð sem þeir voru beittir. En á þess- um tíma var ekki búið að brjóta múrinn og það gat enginn kom- ið fram og sagst hafa verið beittur ofbeldi í Breiðavík. Það fylgdi því svo mikil skömm að hafa verið kúgaður. Enginn vildi stíga fram undir nafni. Og við gátum ekki birt frásögn undir nafnleynd sem bar sakir á annað fólk án þess að finna aðra sjálfstæða heimild fyrir akkúrat sömu atvikum. En Breiða- vík náði yfir svo langan tíma að þótt við töluðum við nokkra af þessum mönnum þá fundum við aldrei tvo sem gátu sagt frá sömu viðburðum. Þegar árin liðu komu hins vegar aðrir hópar út úr skápn- um, til dæmis konur sem höfðu verið beittar ofbeldi, og þá færð- ust mörkin yfir hvað hægt var að segja og loks gátu Breiðavíkur- drengirnir stigið fram og sagt sína sögu. En þessi barátta, bar- átta hinna undirsettu og kúguðu, fór alla tíð fram á jaðarblöðun- um, ekki í meginstraumsmiðlun- um eða á valdastofnunum eins og Morgunblaðinu. Að baki einu við- tali í Mogganum við manneskju sem talar um kúgun og þöggun er vanalega áratuga vinna jaðarmiðl- anna við að færa til mörkin.“ Hrunið breytti umhverfi fjölmiðla Samkvæmt Gunnari Smára hófst óháð blaðamennska með út- gáfu Dagblaðsins árið 1975. Síð- an fylgdu miðlar á borð við Helg- arpóstinn, Bylgjuna, Stöð 2 og Pressuna í kjölfarið. En ritstjórn- ir þessara miðla voru alltaf háðar veiku rekstrarmódeli, fyrr eða síð- ar komu tímar þar sem kreppan át upp auglýsingatekjurnar og þessir miðlar lentu í rekstrarvanda. Óða- mála segir hann: „Ef þú ert á jaðrinum deyrðu þegar kreppan kemur. Þetta er eins og að búa á heiðarbýli hér á árum áður. Fyrir flest vinnufólk var óbærilegt að búa inni á stórbænd- um þótt það hafi verið öruggara en heiðarbýlin. Þau sváfu á baðstof- unni hjá bændunum, oftast með niðursetning uppi í rúminu hjá sér og þurftu í einu og öllu að gera sem bóndinn krafðist. Hlustuðu á hann prumpa á nóttunni. Vinnufólkið dreymdi því að flytja upp í heiðar- býlið með eina kú og sjö kindur þrátt fyrir að þau vissu að um leið og kæmi eitt kalt vor myndi bú- stofninn drepast. Vinnufólkið, líkt og blaðamennirnir, fengu þó að minnsta kosti nokkur ár í friði, þótt þau dröttuðust kannski aftur í vist hjá stórbændunum á eftir. Það er alvitlaust að meta blaðamennsku út frá efnahagslegum árangri miðlanna. Öll bestu blöð heimsins hafa farið á hausinn. Þau sem lifa hafa með einum eða öðrum hætti gert samkomulag við valdastétt- irnar til að lifa af.“ Rekstrargrundvöllur fjöl- miðla hefur algjörlega breyst eft- ir hrunið að mati Smára. Eftir það hefur enginn fjölmiðill borið sig. Þeir hafa orðið háðir fólki og fyr- irtækjum sem leggja þeim til fé með einum eða öðrum hætti og vegna veikrar afkomu orðið háðari auglýsendum. Við hrunið fjaraði undan sjálfstæði ritstjórna gagn- vart eigendum og auglýsendum og draumurinn um að „skreppa á heiðarbýlið“ varð óraunhæfari, þótt Kjarninn og Stundin þrauki og eins manns miðlar á borð við Kvennablaðið og Miðjuna. Fyrir hrun gátu blöðin lifað af þótt fimm prósent auglýsenda væru í fýlu á hverjum tíma en þegar fjölmiðl- ar eru komnir á horrimina verður hver töpuð sala orðin að stórmáli. „Eftir hrun var blaðamönnum sagt upp í hópum og yfirleitt fyrst þeim reynslumestu. Þetta veikti ritstjórnirnar einmitt þegar samfé- „Það hafa kannski komið þrír fátækir í Silfur Egils á þessari öld. „Til að losna út úr þessu ástandi ákvað ég að byrja að drekka aftur. Það var leiðin sem ég kunni. Ég var enn alkóhólisti.“ mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.