Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 32
20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar
Þýsk hágæðavara –
ómissandi í langar hjólaferðir
Ortlieb-hjólatöskur:
Fjalli.is er allt í senn útivistarversl-un að bæjarlind 6 kópavogi, netverslun með útivistarvörur
og heildsala til annarra útivistar-
verslana. Þekktar verslanir á borð við
Markið og Útilíf selja vörur frá Fjall.is
enda um að ræða heimsfræg gæða-
merki.
Fjalli.is býður upp á alls konar
útivistarvörur en það sem hjólafólk
sækir helst til verslunarinnar eru hinar
frábæru Ortlieb-hjólatöskur. „Þetta
er þýsk hágæðavara með fimm ára
ábyrgð, 100% vatns- og rykheld-
ar. svo erum við með alla varahluti
í þetta, hingað eru að koma menn
með allt að 20 ára gamlar töskur
sem eru farnar að slitna og fá bætur
í þær, smellur og allar læsingar,“ segir
Þórhallur h. Þórhallsson, starfsmað-
ur Fjalli.is.
Þó að margir láti gera við tösk-
urnar þegar þær eru orðnar mjög
gamlar er það ekki mikil fjárfesting að
endurnýja þær en algengasta verð er
frá 12.500 krónum og upp í 20.900.
„Fólk sem fer í langar hjólaferðir
er gjarnan með þessar töskur hang-
andi á bögglaberanum og stýrinu,
já, jafnvel að framan og aftan. Það
er afar auðvelt og þægilegt að festa
töskurnar hvar sem er og festa þær
saman. Þær eru með svokölluðum
snap-it-festingum þannig að þetta
er fest með einu handtaki á stýrið eða
bögglaberann, læsist á hjólið og situr
þar,“ segir Þórhallur en töskurnar eru
með endurskini.
töskurnar þola slagveðursrigningu
og í raun hvaða veður sem er og þarf
aldrei að breiða neitt yfir þær eða
skýla þeim, en aftur á móti eru þær
fyrirtaks skjól fyrir allan farangur.
„stýristöskurnar eru rosalega
vinsælar, það er hægt að læsa þeim
á stýrið eða taka þær með og þá er
axlaról með. einnig er hægt er að fá
ljósafestingar á þær,“ segir Þórhallur
og segir líka lítillega frá nýju línunni
frá Ortlieb:
„Nýja línan heitir bike Packing
og hentar þeim sem eru ekki með
bögglabera á hjólunum sem er al-
gengt á fjallahjólunum. töskurnar eru
þá festar í sætisfestingarnar og liggja
eins og bretti. Geta þær tekið tæp-
lega 20 lítra. Í þessari línu er líka ný
gerð af 15 lítra stýristöskum og ný lína
af töskum til að festa á slá á hjólinu,
eru þær til í nokkrum stærðum.“
Fjalli.is rekur öfluga vefverslun
á vefsíðu með sama nafni, fjalli.is.
Vörurnar eru sendar um allt land.
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu
eða eiga leið í höfuðborgina koma
hins vegar gjarnan við í versluninni að
bæjarlind 6, njóta þess að skoða allt
úrvalið og fá faglega ráðgjöf. Versl-
unin er opin virka daga frá kl. 12 til 17.