Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 42
20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar
Hjólalausnir er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í innviðum og öryggislausn-
um fyrir reiðhjólaeigendur á Íslandi.
Hjólalausnir flytja inn inn örugg og
aðgangsstýrð hjólastæði fyrir al-
menning sem henta vel við þjónustu-
byggingar og opin svæði, eins og
verslunarmiðstöðvar, skóla, íþrótta-
mannvirki og fleiri staði. Lausnin kem-
ur frá Bikeep í Eistlandi og felur í sér
mikið öryggi og þægindi við geymslu
á reiðhjólum á opinberum stöðum.
Enda hefur engu hjóli verið stolið úr
þessu kerfi sem komið er með yfir
milljón notendur víða um heim.
Almenningur getur læst hjólum
sínum á öruggan hátt og virkjað
stæðin annaðhvort með farsíma-
smáforriti sem virkar svipað og
leggja.is, eða notað RFID-að-
gangskort og kortalykla. Einnig er
hægt að samhæfa starfsmannakort
fyrirtækja við hjólastæðin. Í stæð-
unum er innbyggt öryggiskerfi og
myndavél.
Fólk veigrar sér við að geyma verð-
mæt og vönduð reiðhjól á opinberum
stöðum, til dæmis við þjónustu-
byggingar og fyrirtæki, af ótta við
þjófnað, og margir þora ekki á hjólinu
sínu í sund eða bíó af sömu ástæð-
um. Hefðbundnir hjólalásar eru ekki
nægilega öruggir og reiðhjólaþjófn-
aður er ört vaxandi vandamál. Talið
er að hátt í 1.000 reiðhjólum sé stolið
árlega hér á landi. Lausnin frá Bikeep
er klárlega svarið við þessum vanda.
Viðgerðastandar fyrir opin svæði
Hjólalausnir bjóða líka upp á mjög
vandaða viðgerða- og þjónustust-
anda fyrir reiðhjól sem henta mjög vel
við íslenskar aðstæður. Pumpurnar
á stöndunum eru úr ryðfríu stáli og
verkfærin eru á inndraganlegum
vírum sem eru einnig úr ryðfríu stáli.
Þessir standar eru líklega þeir bestu
á markaðnum í dag og koma frá
Bikefixation í Bandaríkjunum. Einnig
bjóða Hjólalausnir upp á heildar-
lausnir í stórum geymslukerfum fyrir
reiðhjól fyrir hjólageymslur sameigna
og fyrirtækja og einnig ýmsar aðrar
lausnir eins og stigarennur, öruggar
heima veggfestingar og fleira.
VOLT og STIGO
Hjólalausnir bjóða upp á vönduð
VOLT-rafmagnshjól frá Bretlandi og
STIGO-ferðarafskutlur sem eru mjög
nett og samanbrjótanleg rafknúin
borgarhjól. STIGO-ferðarafskutlan er
með 40 kílómetra drægni á rafhlöðu
og henni er smellt saman með einu
handtaki. Auðvelt er að teyma skutl-
una á eftir sér inn í strætó eða inn á
vinnustað og heimili. Skutlan passar
vel í skott á bílnum eða í farangurs-
geymslu á húsbílum og hjólhýsum.
Engu hjóli er stolið
úr svona stæði
HjóLALAuSnIR:
Þegar skutlan er brotin saman þá
tekur hún minna pláss en golfsett og
vegur aðeins 14 kíló.
Hjólalausnir eru til húsa að Suður-
landsbraut 6. Í byrjun maí verður
fyrirtækið hins vegar flutt í nýtt og
glæsilegt húsnæði að Langholtsvegi
126. Nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni hjolalausnir.is.