Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 48
48 20. apríl 2018 5 ástvinir og ættingjar þýsku konunnar Mariu Velten kembdu ekki hærurnar. Um 17 ára skeið, frá 1963–1980, dundaði Maria sér við að fyrirkoma fólkinu og hófst handa á föður sínum. Röðin kom að aldraðri frænku árið 1970, síðan tveir eiginmenn, sá fyrri 1976 og hinn síðari 1978. Maria setti síðan punktinn yfir i-ið árið 1980 þegar hún myrti vel efnaðan kærasta. Hún notaði eitur við morðin.Sakamál N emendur og kennslukona í Faraday-barnaskólanum í Faraday í Ástralíu vissu ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið 6. október árið 1972. Dagur- inn hafði byrjað eins og allir aðr- ir dagar í þessum litla skóla sem hafði aðeins tíu nemendur. Þenn- an morgun höfðu reyndar aðeins sex nemendur mætt, systurnar Robyn, Jillian og Denise, 10, 8 og 5 ára, Christine Ellery, 10 ára, og systurnar Linda og Helen Conn, 9 og 6 ára. Fjögur börn lágu heima í flensu. Kennslukonan, Mary Gibbs, 20 ára, sá enga ástæðu til að ætla annað en að dagurinn yrði rólegur. Sú varð ekki raunin. Ein milljón dala Vindur nú frásögninni fram til klukkan tuttugu mínútur í fjögur síðdegis þennan dag. Þá hringdi karlmaður í Melbourne Sun- News Pictorial. „Ég mun ekki endurtaka orð mín. Ég hef rænt öllum nemendum og kennara í Faraday-skólanum. Upphæð lausnarfjár er ein milljón dala. Smáatriði er að finna í skrifaðri orðsendingu á einu af fremstu borðunum [í kennslustofunni].“ Svo mörg voru þau orð og ritstjórn dagblaðsins beið ekki boðanna og hafði samband við lögregluna. Í ljós kom að lög- reglan hafði tíu mínútum fyrr fengið vitneskju um að barn- anna og kennarans væri saknað. Beðið og vonað Þannig var mál með vexti að mæður stúlknanna höfðu komið í skólann klukkan hálf fjögur til að sækja dætur sínar. Þær höfðu gripið í tómt. Ein mæðranna, Thelma Conn, sagði að þær hefðu haldið n Samviskulausir mannræningjar rændu sex stúlkum og kennslukonu n Kennslukonan var ekki á því að leggja árar í bát„Bara skepna mundi gera svona við sex litlar stúlkur. Fár í Faraday- Edwin John Eastwood Fékk 17 ára dóm en hafði þó ekki sagt sitt síðasta. barnaSkólanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.