Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 51
lífsstíll - bleikt 5120. apríl 2018 „Ég skildi ekki af hverju þau vildu leggja hval inn í átröskunarmeðferð“ Deyfði tilfinningarnar með mat Sara hóf að borða mikið þegar hún var mjög ung til þess að reyna að deyfa tilfinningar sínar. Hún var fljótlega komin í mikla yfirþyngd og hafði, að eigin sögn, enga stjórn á sjálfri sér. „Ég borðaði vegna þess að mér leið illa og mér leið betur eftir að hafa borðað helling af mat. Ég bara át tilfinningar mínar í burtu. Ég var hætt að mæta í skólann því ég var orðin svo félagsfælin og of- boðslega kvíðin. Ég gat ekki hugs- að mér að allir væru að horfa á þennan feita líkama minn.“ Sara fór hægt og bítandi að hata líkamann og reyndi hvað hún gat til þess að grenna sig. Bráðateymi BUGL fékk áfall vegna þyngdartaps Söru „Ég vildi taka mig á af því að ég hataði hvernig ég leit út. Ég var feitasta stelpan í öllum árgangin- um. Ég byrjaði í líkamsrækt en ég gafst alltaf upp og át bara meira. Mér fannst það taka allt of langan tíma að sjá breytingar.“ Á þessum tímapunkti var Sara komin í meðferð hjá bráðateymi á BUGL vegna mikillar vanlíðan- ar og var á biðlista á legudeildina. „Ég var ekki farin að þjást af lystarstoli á þessum tímapunkti en þetta var upphafið. Ég leit- aði mér upplýsinga á netinu um hvernig hægt væri að losna hratt við aukakíló og ég fann heilmikið. Ég byrjaði á því að minnka mat- arskammtana mína og að fá mér bara einu sinni á diskinn.“ Fljótlega léttist Sara og hún komst í þá þyngd sem hana hafði dreymt um. Hún gat hins vegar ekki hætt. „Þegar ég var loksins kom- in í þá þyngd sem ég vildi vera í þá hugsaði ég með mér, eitt kíló í viðbót. Svo þegar það var farið, þá hugsaði ég, tvö kíló í viðbót. Fyrst að ég gat þetta þá get ég gert enn þá meira og grennst heilan hell- ing og loksins orðið eins mjó og ég vildi vera, þannig að þetta fór gjörsamlega út í öfgar.“ Leið eins og drottningu þegar hún sleppti máltíð Sara segir erfitt að útskýra líðan- ina og því sem er í gangi í höfðinu á manneskju sem þjáist af lystar- stoli „Mér leið ekki vel. Mér leið ógeðslega illa. En mér leið eins og drottningu þegar ég sleppti mál- tíð og ég var ekkert smá stolt af mér. Mér leið eins og ég væri að sigra heiminn. Ég drakk bara grænt te og át nokkrar hnet- ur á dag. Fór á vigtina tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Ég hélt þessu til streitu þar til ég var far- in að borða bara einu sinni á dag, alltaf innan við 500 hitaeiningar.“ Sara var komin vel undir kjör- þyngd og hafði misst meira en 20 kíló á þremur mánuðum þegar hún var send í blóðprufur sem komu mjög illa út. „Ég var strax lögð inn á legu- deild BUGL. Mér hafði verið sagt að átröskunarmeðferðin sé ein erfiðasta meðferðin hjá þeim vegna þess að þar er verið að láta mann gera eitthvað sem mað- ur vill ekki gera. Allt gegn vilja manns. Það er verið að láta mann borða þegar það er það síðasta sem maður vill gera.“ Þroskaðist ekki líkt og jafnaldrar hennar Veikindi Söru höfðu verulega slæm áhrif á líf hennar og útilok- aði hún sig alveg frá öllum félags- skap. „Ég var ekki í neinu sambandi við vinkonur mínar, náði ekkert að þroskast eins og þær og byrj- aði ári seinna í framhaldsskóla. Ég þekkti bara það að vera inni á BUGL og það umhverfi. Þung- lyndið jókst því bara og kvíðinn líka. Foreldrar mínir og ömm- ur og afar voru öll skíthrædd um mig og vissu ekkert hvað þau ættu að gera.“ Sara lýsir upplifun sinni á sjúk- dómnum sem algjöru helvíti. „Mér fannst ég vera eins og hvalur þegar ég var það alls ekki. Þetta er algjört helvíti, mér fannst ég vera föst inni í þessu „fangelsi“ og ég komst ekki út. Samt lang- aði mig ekki út. Mér fannst eins og litla stelpan inni í mér öskr- aði á hjálp en svo var þessi slæma vinkona sem var alltaf við eyrað á mér að banna mér að borða og halda áfram að vera svona dugleg að svelta mig því þá yrði ég svo flott og allir myndu elska mig meira. Það þarf helvíti mik- ið til þess að komast úr þessu fang- elsi og tak- ast á við sjúkdóminn. Þess vegna þurfti ég hjálp.“ Skaðaði sjálfa sig ef hún borðaði Sara taldi sér trú um að hún væri ekki nægileg góð vegna þess hvernig hún leit út og að móðir hennar elskaði hana ekki vegna þyngdar hennar. „Hugsun mín var að ég væri ógeðslega feit og að mamma mín elskaði mig ekki ef ég væri svona. Ég vildi sjá beinin á mér og ef ég borðaði þá var ég að skaða sjálfa mig. Ég vildi deyja, það var allt ómögulegt.“ Sara áttaði sig í raun aldrei al- mennilega á veikindunum og taldi hún starfsmenn BUGL vera klikkaða að reyna að fita hana. „Ég áttaði mig í raun aldrei á veikindunum fyrr en eftir síð- ustu innlögn. Þá áttaði ég mig á því að þetta er ekki lífið sem ég vil lifa. Ég vildi ekki vera inn og út af spítala og hafa ekki möguleika á að eignast börn í framtíðinni. Ég vissi bara þá að ég þyrfti að breyt- ast og vera sterk. Ég var tilbúin, en samt ekki. En viljinn var sterkari í þetta skiptið þannig að mér tókst þetta.“ Auðvelt að halda sjúkdómnum leyndum í upphafi Sara segir að í upphafi hafi ver- ið auðvelt að halda sjúkdómnum leyndum en að fljótlega hafi fólk áttað sig á því að eitthvað væri að þegar hún fór að grennast óeðli- lega hratt. „Ég náði að halda þessu leyndu í einhvern tíma en það var ekki lengi. Ég sagði öllum að ég hefði fengið mér að borða rétt áðan og að ég væri ekkert svöng fyrir kvöldmatinn. Svo var mér reglulega illt í maganum og ýmis- legt þess háttar. Ég gat líka klætt þetta aðeins af mér með víðum fötum. Fólk var almennt ekkert að skipta sér af mér, nema fjölskylda mín. Þau spurðu mig af hverju ég væri að gera mér þetta.“ Þegar Sara var lögð inn á BUGL taldi hún sig ekki þurfa á neinni aðstoð að halda og taldi aðra krakka hafa það verra en hún. „Ég fékk hjálp en ég var ekki til- búin fyrir hana, eða mér fannst ég ekki þurfa hana. Ég skildi ekkert í þeim, af hverju þau vildu leggja einhvern hval inn í átröskunar- meðferð. Í dag finnst mér hjálpin hafa verið æðisleg en mér fannst það ekki þá. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ekki væri fyrir þetta yndislega fólk. Þau eru mér mjög dýrmæt. Ég viðheld mér mjög vel í dag, er í einkaþjálfun, borða reglulega og fer í ræktina. Ég á mína slæmu daga eins og all- ir aðrir og finnst ég vera feit. En ég veit að ég er það ekki og ég er fljót að grípa inn í þegar ég fer að hugsa svona og það er stór sigur hjá mér.“ Læknast aldrei alveg Sara segist vera virkilega hrædd um að detta í sama farið aftur enda læknist maður aldrei alveg. „Þetta er það versta sem hef- ur komið fyrir mig en það hefur samt gert mig að sterkari mann- eskju. Ég mun ekki láta það gerast að ég detti aftur í sama farið. Mað- ur læknast aldrei alveg af þessum sjúkdómi að mínu mati og mað- ur þarf alltaf að vera á varðbergi. Þetta er barátta á hverjum degi. Í dag er ég á mínum besta stað í líf- inu. Ég sé framtíð fyrir mér. Mitt markmið var að verða sjálfsör- ugg, heilbrigð og sterk. Mér tókst það, ég er í heilbrigðri þyngd og er með fullt af vöðvum.“ Sara ráðleggur fólki sem tengir við hugsanir hennar að leita sér hjálpar. „Ég veit að það hljómar mjög asnalega í annarra eyrum en það er þess virði. Besta hjálpin fyr- ir mig var þegar það var einblínt á samband mitt og mömmu. Ég var rosalega reið út í hana því hún reyndi alltaf að láta mig borða heima. Ég talaði ekkert við hana en eftir að við leystum þetta þá blómstraði ég og mamma líka. Ég var í raun aðeins klukkutímum frá dauða en þá opnuðust augu mín. Ég vissi að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Það er mikil- vægt að læra að elska sjálfan sig, því um leið og það gerist þá fer allt upp á við. Að svelta sig er ekkert líf, en að vera svona hraust eins og ég er í dag er það besta sem ég gæti beðið um.“ n Sara grenntist hratt og missti um 20 kíló á 3 mánuðum. / MynD: Úr einkASAfni Vanlíðan Söru var gífurleg. / MynD: Úr einkASAfni Sara sóttist eftir því að sjá bein sín standa út. / MynD: Úr einkASAfni Sara Ósk hugsar vel um líkama og sál í dag. / MynD: HAnnA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.