Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 58
58 menning 20. apríl 2018 Í slenska heimildamyndin „Mirgorod, í leit að vatnssopa“ eftir Einar Þór Gunnlaugs- son var sýnd á Indlandi á kvik- myndahátíðinni Global India International Film Festival. Þetta er fyrsta kvikmyndahátíðin sem myndin hefur verið sýnd á og hlaut hún þar verðlaun fyrir bestu leikstjórn. „Þetta er auðvitað bara frábært,“ segir Einar um óvæntu verðlaun- in. „Það voru engin stór plön með þessa mynd frá byrjun, en hún er nokkurn veginn eins og vatnið sjálft, finnur sinn eigin farveg.“ Heimildamyndin, sem nú er aðgengileg á VOD, sýnir óþekkt- ar hliðar á landi sem kennt er við stríð og fjallar um smáborg sem er um 300 kílómetrum frá átaka- svæðunum í austri. Kvikmynda- gerðarmenn heimsækja borgina til að kynnast frægu vatni sem er kennt við hana og skilja hvers vegna hún var einn helsti heilsu- bær Sovétríkjanna sálugu. Á ferðinni hitta þeir heimamenn og flóttamenn frá átakasvæðunum í Donetsk. „Þetta er sérhæfð mynd,“ bætir Einar við. „Þetta snýst um menn- ingu og ferðir. Myndin á eftir að leita í þann flokk.“ Einar útskrifaðist frá London Film School árið 1992 og fór síðan í meistaranám í City University í London. Þaðan útskrifaðist hann í listrænni stjórnun og stefnumörk- un árið 2001. Kvikmyndagerðar- maðurinn ætlaði að taka sér hlé frá kvikmyndagerð þegar verk- efnið varð skyndilega til. „Þetta einhvern veginn æxlaðist,“ seg- ir hann.  „Eitt leiddi af öðru og borgin hjálpaði okkur að brjóta ís- inn. Hún var mjög til í þetta.“ Þróun myndarinnar og undir- búningur voru styrkt af utanrík- isráðuneytinu og Kvikmynda- sjóði, en framleiðsla var studd af Mirgorod-borg og með framlög- um og aðstoð einstaklinga í kvik- myndagerð. Einar segir að ferl- ið við að gera myndina hafi verið algjörlega vandræðalaust, þótt landið eigi í stríði. Næsta verkefni Einars er mynd um sögu íslenskra vita. „Hana vonumst við til að klára í lok árs. Ótrúlega spennandi fyrirbæri, ís- lenskir vitar. Spennandi tímar fram undan.“ n Tómas Valgeirsson Heimildamynd Einars Þórs vekur athygli á Indlandi Hlýtur verðlaun fyrir bestu leikstjórn Úr heimilda-myndinni Mirgorod. Þ jóðþekkti leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur lengi haft nóg á sinni könnu, í innlendum verkefnum sem og erlendum. Bráðlega mun hann sjást í glænýrri seríu af Ófærð en seinna á árinu skjóta upp kollinum í myndum á borð við Fantastic Be- asts: The Crimes of Grindelwald, The Spy Who Dumped Me og ekki síst hákarlamyndinni The Meg með Jason Statham. Hlutverk okkar ástsælasta leik- ara eru fjölbreytt bæði í kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum. Þar hefur Ólafur Darri einnig deilt skjánum með nokkrum af stærstu stjörnum samtímans. Þá þýðir ekki annað en að renna aðeins yfir rullurnar og raða þeim eftir tímalínu og skoða hin mörgu andlit Ólafs Darra. n Tómas Valgeirsson Hin mörgu andlit Ólafs Darra Seiðkarl, risi og Amish-bóndi: Fetar í kunnugleg spor Contraband (2012) Ólafur Darri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar Baltasar Kormákur tók upp á því að endurgera spennutrylli Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. Contraband var fyrsta stóra Hollywood-verkefni bæði Ólafs og Balta. Leikarinn gengur undir nafninu Olaf í endurgerðinni og þykir undarlega fámáll. Það fer engu að síður vel um hann á meðal manna eins og Mark Wahlberg, Ben Foster, Lukas Haas, J.K. Simmons og fleiri. Uppsprengt gestahlutverk True Detective (2014) „Það er djöfull innra með þér, litli maður. Ég kann ekki við andlitið á þér. Mig langar til þess að gera ýmislegt við það. Ef ég sé þig aftur þá geng ég frá þér.“ Þessa ræðu á Ólafur við stórleikarann Matthew McConaughey í fyrstu þáttaröð True Detective. Leikarinn kemur fram í einum þætti en tíminn er vel nýttur. Risamynd Spielbergs The BFG (2016) Ekki eru margir íslenskir leikarar sem geta sagst hafa verið teiknaðir upp að hluta til með tölvum. Við tökur á fjölskyldumyndinni The BFG frá Steven Spielberg fer Ólafur með hlutverk ágenga risans Mademasher. Leikarar í hlutverki risa voru kvikmyndaðir með svokallaðri „motion capture” tækni, sem byggist á því að leikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar í tölvu og kvikaðar. Ólafur slæst þarna í för með mönnum í líkingu við grínistana Jemaine Clement, Bill Hader og Óskarsverðlaunahafann Mark Rylance. Í miðjum klíðum Zoolander 2 (2016) Það er ekkert grín að vera staddur í hópkynlífssenu með Owen Wilson, Susan Sarandon og fleiri fjörugum, áður en Kiefer Sutherland ræðst inn, vansæll og sár. Leikarinn skreytir rammann vel með gervi sínu í gríninu. Passaðu bara að hnerra ekki, þá gætirðu misst af Darra. Í kröppum dansi við ofurhákarl The Meg (2018) Íslendingar og hákarlar fara alltaf vel saman. Í spennumyndinni The Meg er okkar maður genginn til liðs við fjölbreyttan hóp, leiddur af harðjaxlinum Jason Statham. Persóna Darra í myndinni gengur undir nafninu „Veggurinn“, en þá er bara að sjá hvort hans bíði örlög sem minnisstætt hákarlafóður. Það væri nú einhver heiður af því. Bóndi góður Banshee (2015) Íslenskir Banshee-aðdáendur fengu óvæntan glaðning þegar Ólafur birtist í annarri seríu bandaríska sjónvarpsþáttarins. Þar lék hann Jonah Lembrecht, Amish-bónda og kennara í þorpi sínu og stal heldur betur senunni. Gott að eiga góðan Vin að The Last Witch Hunter (2015) Árið 2016 mætti Ólafur Darri sjálfum Vin Diesel í ævintýramyndinni The Last Witch Hunter. Þar birtist hann áhorfendum fúl- skeggjaður og alvörugefinn sem seiðkarlinn Belial, aldagamall þorpari sem tekkst hressilega á við Diesel. Myndin hlaut reyndar afleita dóma, en ólíklegt þykir að myndin hafi farið í vinnslu með gagnrýnendur í huga, eins og flest annað sem Vin Diesel kemur að. Á heimavelli í „Grænlandi“ The Secret Life of Walter Mitty (2013) Leikarinn þótti sérlega eftirminnilegur í gamanmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller lék í, leikstýrði og tók upp að stórum hluta hér á landi. Ekki nóg með það að ágætur kafli myndarinnar gerist á Íslandi, með þessa fínu landslagskynningu í þokkabót, heldur gegnir klakinn einnig hlutverki Grænlands og Afganistan. Ólafur leikur sauðdrukkinn þyrluflugmann sem kennir Stiller eitt og annað um íbúa Græn- lands, þótt þeir séu ekki nema átta talsins. Herra „Ólafssont“ Lady Dynamite (2016-2017) Bandarísku gamanþættirnir Lady Dynamite duttu inn á Netflix í fyrra en er leikarinn kominn á meðal grínista eins og Andy Samberg, David Spade, Judy Greer og Jenny Slate. Ólafur, sem titlaður er reyndar „Ólafur Darri Ólafssont” í upphafstextanum, leikur kærasta Mariu Bamford sem þættirnir fjalla um. Ólafi brá nokkrum sinnum fyrir í fyrstu seríunni en var áberandi í öllum átta þáttum annarrar seríu. Tveir alvarlegir á tali A Walk Among the Tombstones (2014) Það er ekkert grín að hóta Liam Neeson, en það er eitt af því sem Ólafur fær tækifæri til þess að gera í þessum ágæta dramatrylli. Ólafur leikur hinn sárþjáða Jonas Loogan, sem geymir mikilvægar upplýsingar sem gagnast í morðrannsókn sem persóna Neeson stýrir. Ólafur sér síðan um að kveðja myndina með eftirminnilegum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.