Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Qupperneq 60
60 menning 20. apríl 2018 Frank-N-Furter 2018 Páll Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar hefur svo sannarlega farið um víð- an völl síðan hann lék Frank-N-Furter í upp- setningu Menntaskól- ans við Hamrahlíð árið 1991. Söngvarinn hefur sérhæft sig bæði í ball- öðum og stuðlögum, plöturn- ar seljast enn eins og eldheitar lummur og ávallt áreiðanleg aðsókn á tónleika hans og dansleiki. 1995 Helgi Björnsson Helgi steig aftur á sviðið árið 1995 eftir góða fjarveru þegar hann hreppti hlutverk Frank- N-Furters. Ferill hans hefur verið pakkaður og fjölbreyttur í gegnum árin og heldur skemmtikrafturinn upp á sex- tugsafmæli sitt á þessu ári, með risatónleik- um í Laugardalshöll í september. Rocky 2018 Arnar Dan Kristjánsson Arnar Dan hóf störf hjá Borgarleikhúsinu strax eftir að hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Í kjöl- farið hefur hann farið með hlutverk í ýms- um sýningum, þar á meðal í Línu langsokk og Mamma Mia! 1995 Björn Ingi Hilmarsson Björn Ingi hefur haldið sér uppteknum á sviðinu bæði á Íslandi og í Sví- þjóð. Hann hefur sett upp barnasýningar og starfar í fræðsludeild Þjóðleikhússins. Brad 2018 Haraldur Ari Stefánsson Fyrsta stóra tækifæri Haralds Ara var stórt hlutverk í unglinga- myndinni Óróa frá 2010. Fimm árum síðar útskrif- aðist hann úr The Royal Central School of Speech and Drama í London og hefur tekið þátt í fjölda stuttmynda og tónlistarmynd- banda. 1995 Hilmir Snær Guðnason Árið 2000 hlaut Hilm- ir Snær Stefaníustjak- ann fyrir leiklistarstörf sín en hefur í gegnum árin hlotið Grímuverð- laun og Edduverðlaun auk þess að hafa hlotið Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir titilhlutverkið í Hamlet. Nýlega sást til hans í kvikmyndinni Fullir vasar og verður hægt að sjá hann á næstunni í vísindaskáldsögunni South of Hope Street og The Velvet Gentlemen, en báðar myndir eru eftir leikstýruna Jane Spencer. Janet 2018 Þórunn Arna Kristjánsdóttir Þórunn útskrifaðist frá leik- listardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þá ráðin til Þjóð- leikhússins. Hún hef- ur leikið í sjónvarps- þáttunum Hæ Gosi og Stelpurnar og í kvik- myndunum Málmhaus og Blóðberg. Þórunn fór jafnframt með hlutverk í sýningunni H an incident í Belg- íu. Þórunn var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2013 fyrir aðalhlutverkið í Karma fyr- ir fugla og sömuleiðis söngvari ársins 2016 fyrir sýninguna Mamma Mia! 1995 Valgerður Guðnadóttir Valgerður hefur hlotið Grímuna og Íslensku leik- listarverðlaunin, sem Söngvari ársins 2009 fyrir hlutverk sitt sem María í Söngvaseiði. Valgerður var einn söngvaranna í Perlu- portinu hjá Íslensku óper- unni 2011 og söng hlutverk Mercedes í Carmen haustið 2013. Þar að auki er hún lykilmeðlimur Óperudrauganna, sem verða með sína þriðju nýárstónleika í Hörpu þetta ár. Riff-Raff 2018 Björn Stefánsson Björn Stefánsson, bet- ur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur lengi starfað sem tónlistar- maður og þá helst sem trommuleikari. Björn útskrifaðist frá leiklistar- skólanum Film og Teaterskolen Holberg og hefur verið að spreyta sig mikið í leiklist að undanförnu, þar á meðal í kvikmyndinni Rökkur og mun næst sjást áberandi í nýjasta verki Baldvins Z, Lof mér að falla. 1995 Björn Jörundur Friðbjörnsson Stofnmeðlimur og söngv- ari hljómsveitarinnar Ný dönsk. Í leiklist er Björn Jörundur hvað þekkt- astur fyrir hlutverk sín í Sódómu Reykja- vík og Englum alheims- ins. Björn vakti einnig athygli í fyrra með sjónvarpsþáttunum Líf eftir dauðann, þar sem hann lék miðaldra poppara og Eurovision-lagahöfund. Sögumaður 2018 Valur Freyr Einarsson Valur Freyr hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í sviðssýningunni Tengdó auk þess að vera valinn leikskáld ársins 2012, en meðal sviðsverkefna Vals má nefna Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Dúkkuheimili, Njálu og Af ástum manns og hrærivéla, sem hann leikstýrði. 1995 Davíð Þór Jónsson Skemmtikrafturinn, rit- höfundurinn og fyrr- um Radíusbróðirinn Davíð Þór er prestur í Laugarneskirkju. Hann er útskrifaður guð- fræðingur og hefur gegnt mörgum starfstitlum í gegn- um árin. Hefur hann starfað sem raddleikari, þýðandi, spurningahöfundur og ljóðskáld. Eddie 2018 Valdimar Guðmundsson Venjan hefur lengi verið sú að tónlistarmaður leiki mótorhjólagarpinn Eddie í Rocky Horror, en forsprakki hljóm- sveitarinnar Valdi- mar hefur vakið mikla lukku síðustu árin sem básúnuleikari, söngvari og lagasmiður. 1995 Sigurjón Kjartansson Sigurjón hefur lengi ver- ið maður margra titla; tónlistarmaður, út- varpsmaður, hand- ritshöfundur og gam- anleikari. Hann er meðlimur íslensku rokk- hljómsveitarinnar HAM og var einn af lykilmeðlimum Fóstbræðra og Svínasúpunnar. Magenta 2018 Brynhildur Guðjónsdóttir Ferill Brynhildar hefur gengið eins og í sögu frá því að hún birtist fyrst í litlu hlutverki í íslensku költ-myndinni Nei er ekkert svar. Leikkon- an er fædd í Svíþjóð og hóf nám í Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998 og lék sitt fyrsta hlutverk á sviði við Royal National Theatre. Veturinn 2011–2012 var Brynhildur rannsóknarnemandi við Yale School of Drama í Bandaríkjunum þar sem áhersla var lögð á leikritun. 1995 Halldóra Geirharðsdóttir Halldóra hefur lengi ver- ið ein af ástsælustu leikkonum landsins og hefur eldmóður henn- ar til leiklistar ekkert minnkað frá því hún útskrifaðist úr leiklistar- skóla Íslands árið 1995. Rocky Horror á íslensku sviði þá og í dag S ýningin The Rocky Horror Show er í fullum gangi í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir. Þessi frægi og kostulegi söngleikur hefur lengi ver- ið vinsælt viðfangsefni hjá leikhúsum. Sýn- ingin er nú sett upp í Borgarleikhúsinu en margir Íslendingar muna eftir sýningunni sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkast- alanum árið 1995. Leikhópurinn þá var alls ekkert síðri en sá sem prýðir sviðið í Borg- arleikhúsinu í dag. Skoðum hverjir gegndu hvaða hlutverkum fyrir 18 árum síðan. Tómas Valgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.