Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 72
20. apríl 2018 15. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hver ætlar að sækja þennan gullvagn? Tilboðsverð Royal 320 49.995 50657512 Almennt verð: 59.995 b re nn arar 3kí ló vö tt 8,8 b re nn arar b re nn arar 2 2 kí ló vö tt kí ló vö tt 7,3 6,35 b re nn arar b re nn arar 3 3 kí ló vö tt kí ló vö tt 11,4 11,4 Tilboðsverð GrillPro 24025 23.995 50657522 Almennt verð: 29.995 GLEÐILEGT SUMAR TilboðsverðSignet 320 71.995 50657505 Almennt verð: 89.995 Tilboðsverð Spring 300 39.995 50686930 Almennt verð: 49.995Frábært verð Q3200, svart. 69.995 506500231 Auðvelt að verlsa á byko.is HOPPANDI GLEÐI! SUMAR-TILBOÐ Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. T ilb oð gi ld a t il 2 3. ap ríl 2 01 8. Bókin á náttborði Ástu Hrafnhildar „Ég var svo lánsöm þegar ég var í París að komast í bókabúð sem seldi ljóðabók eftir uppáhaldsljóðahöf- undinn minn, Pablo Neruda. Núna les ég því „Love Poems“, en margir kann- ast við ljóð hans sem eru meginstefið í kvikmyndinni „Il Postino“ en sú saga byggir á ævi hans. Ég er alæta á bæk- ur en þessa dagana eiga bækur sem fjalla um ástina hug minn allan,“ segir Ásta, blaðamaður á Fréttablaðinu. Þ að er skammt stórra högga á milli hjá hinum vinsæla stórsöngvara Björgvini Halldórssyni en hann missti nýverið fágæta muni í stórbrunanum í Garða- bæ. Þann 16. apríl fékk Björg- vin tækifæri til að gleðjast en þá fagnaði þessi magnaði tón- listarmaður 67 ára afmæli. DV heyrði í dóttur Björgvins, söng- konunni Svölu, sem hefur fetað með glæsilegum hætti í fótspor föður síns og spurði, hvað segir dóttirin um pabba? „Hann pabbi er algjör klettur í mínu lífi og alltaf til staðar,“ segir Svala og bætir við: „Svo er hann ógeðslega fyndinn! Það er svo oft sem ég hef legið í gólf- inu af hlátri út af einhverju sem hann er að segja frá. Fjölskyld- an skiptir hann mestu máli og hann gerir allt fyrir hana.“ Hvað segir dóttirin? „Hérna er stofnun sem á að vera öllum opin“ R afmagnsbíll Landbúnað- arháskólans stendur nú ónotaður flesta daga á bíla- stæði sem er frátekið fyrir hreyfihamlaða. Fáar jákvæðar frétt- ir heyrast frá skólanum þessi miss- erin. DV hefur fjallað um langvinn- ar deilur innan skólans, umdeilda skipun rektors, kærur milli pró- fessora, brot á lögum um persónu- vernd og fleira. Þá hafa aðrir miðlar einnig fjallað um innanhússvanda skólans. Nú virðist sem stjórnend- ur skólans geti ekki einu sinni haft bílastæðamálin í lagi. Háskólinn er með starfsstöðv- ar víða um land og ein af þeim er á Keldnaholti í Reykjavík þar sem áður var Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Í vetur festu stjórnend- ur skólans kaup á rafmagnsbíl fyr- ir starfsmennina í Keldnaholti og tryggja þurfti að hægt væri að koma honum í hleðslu eftir notkun hvers dags. Það vandamál var hins vegar leyst með því að setja tengil við eina bílastæðið á lóðinni sem merkt er fötluðum og hreyfihömluðum. Prinsippmál og einfalt að leysa Samkvæmt heimildum DV er starfsfólk í Keldnaholti mjög óá- nægt með þetta fyrirkomulag, sem er nú búið að standa yfir í nokkra mánuði. Margir hafa bent á að ástandið sé óásættanlegt en ekkert breytist. Starfsmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir: „Það er búið að benda á þetta og senda bréf til deildarforseta en ekkert gerist. Maður skilur ekkert í þessu því hérna er stofnun sem á að vera öllum opin. Þetta er galið og búið að vera svona allt of lengi. Það væri svo einfalt að leysa þetta. Annaðhvort með því að færa þenn- an tengil eða mála annað stæði hérna.“ Starfsfólkið kærir sig ekki um að þurfa að leggja bílnum í stæði hreyfihamlaðra og margir þeirra hafa nú ákveðið að nota frekar eigin bifreiðar í vinnutengd- um akstri. Rafmagnsbíll, merkt- ur Landbúnaðarháskólanum, stendur því óhreyfður flesta daga í stæði sem ætti að vera frátekið fyr- ir hreyfihamlaða. „Þetta er algjört prinsippmál. Það eru ekki margir sem eiga er- indi í þetta hús aðrir en starfs- menn en þegar það gerist þá á þetta stæði að standa autt.“ n kristinn@dv.is Stæði hreyfihamlaðra fórnað fyrir rafbíl:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.