Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 GRAN CANARIA 6. desember í 13 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 72.815 2FYRIR1 ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úr- vinnslusjóði, segir stefna í að rúm- lega 9.000 ökutæki verði afskráð í ár og þeim komið í endurvinnslu. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafi rúmlega 7.900 ökutækjum verið komið til endurvinnslu, eða um 400 færri en allt árið 2008, sem var gamla metárið. „Undanfarið hefur verið tekið á móti um þúsund öku- tækjum á mánuði. Vaka, Fura og Hringrás taka við stórum hluta þessara ökutækja,“ segir Guðlaug- ur Gylfi. Síðasti eigandi fær greitt Greitt er 20 þúsund króna skila- gjald fyrir ökutæki. Eigendur þurfa að leggja fram skilavottorð hjá Samgöngustofu, eða á næstu skoð- unarstöð, afskrá ökutæki og leggja inn númeraplötur. Fjársýsla ríkis- ins greiðir svo út skilagjaldið. Þegar ökutækjum er skilað til endurvinnslu eru þau tæmd af spilliefnum og slíkum efnum fargað. Rafgeymar og hjólbarðar fara í sér- rás til endurnýtingar og endur- vinnslu. Það sem eftir stendur fer í endurnýtingu og endurvinnslu. Guðlaugur Gylfi segir að frá árs- byrjun 2007 hafi alls 61.388 ökutæki verið afskráð og send til endur- vinnslu. Meðalaldurinn sé 15,3 ár. Hefur hækkað í 17 ár Til samanburðar var meðalaldur afskráðra ökutækja 14,35 ár árið 2010, 16,25 ár árið 2014 og 17,01 ár það sem af er ári. „Það er verið að henda eldri bílum. Til viðmiðunar má nefna að meðalaldur bíla í Hol- landi er 18,5 ár. Meðalaldurinn á Ís- landi er á uppleið. Bílarnir endast lengur. Það er gott mál. Við erum að nálgast Evrópu í þessu efni.“ Til skýringar bendir Guðlaugur Gylfi á að þessar tölur hafi fyrst far- ið í núverandi farveg árið 2013. „Síðan eru nær öll ökutæki innan kerfis. Áður var mörgum ökutækj- um hent utan kerfis. Það var ekki greitt af þeim úrvinnslugjald. Það skekkti svolítið tölurnar fyrstu ár- in. Ef til dæmis 20 ára gömlum bíl var hent var hann ekki í kerfinu hjá okkur. Nú eru næstum öll ökutæki komin í kerfið,“ segir Guðlaugur Gylfi. Skilagjaldið greitt frá 2004 Vísar hann hér til þess að 2003 var álagning lögð á ökutæki sem voru 15 ára og yngri. Álagningin var svo færð á eldri ökutæki, 20 ára og yngri, árið 2005. Úrvinnslugjald er lagt á tvisvar á ári, samhliða bif- reiðagjaldi. Skilagjaldið var greitt frá og með ársbyrjun 2004 og var þá 10.000 kr. Guðlaugur Gylfi segir að eftir þessa breytingu sé búið að greiða úrvinnslugjald af nær öllum ökutækjum sem sé skilað. Því fylgir endurgreiðsla á skilagjaldi miklum meirihluta ökutækja sem er skilað til endurvinnslu. Vegna þessara breytinga á skráningu og talningu sé ekki hægt að fullyrða að metfjölda ökutækja verði skilað til endurvinnslu/fargað í ár. Hins vegar sé næsta víst að þetta verði metár, þ.m.t. hvað varð- ar fjölda ökutækja sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af og fara í endurvinnslu. „Íslendingar virðast hafa lært það á hruninu að nýta hlutina betur.“ Henda bílum í góðu standi Jörundur Jökulsson, fram- kvæmdastjóri Bílastöðvarinnar í Dugguvogi í Reykjavík, segir fína fólksbíla fara til endurvinnslu. „Þegar maður kemur á förgunar- staðina blöskrar manni stundum hversu heillegir bílar fara í förgun. Við erum svo brattir Íslendingar. Þegar það er góðæri eru bílar látnir gossa sem gætu dugað einhver ár enn. Þá er rætt um að umboðin hendi uppítökubílum,“ sagði Jör- undur sem hefur starfað við bíla- viðgerðir í aldarfjórðung. Framkvæmdastjóri hjá einu um- boðanna sagði það heyra til undan- tekninga ef uppítökubílum er hent. Ef það reyndist ekki borga sig að gera við bíla væri þeim hent. Metfjöldi ökutækja í endurvinnslu  Rekstrarstjóri hjá Úrvinnslusjóði telur að talan fari í 9 þúsund í ár  Gamla metið 8.338 bílar 2008  Bifvélavirki segir sláandi að sjá bíla í góðu standi fara í endurvinnslu  Uppítökubílum sé fargað 7.997 8.338 5.077 2.990 2.802 3.973 4.463 5.245 6.063 6.527 7.913 Fjöldiökutækjasemskilaðer til endurvinnslu 9.000 7.500 6.000 4.500 3.000 1.500 0 18 17 16 15 14 13 12 meðalaldur, árfjöldi 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017* *Til 31. október 2017 Heimild: Úrvinnslusjóður Heildarfjöldi 2007-2017 61.338 Meðalaldur 2007-2017 15,3 ár Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB), segir að ítrekað hafi ver- ið bent á hættuna af girðingum sem hafa verið notaðar víðsvegar um Reykjavík á milli akreina til að hindra gangandi vegfarendur í að fara yfir stórar umferðargötur. M.a. hafi FÍB gert athugasemdir við þær eftir alvarlegt slys sem varð árið 2008. Karlmaður lést um síðustu helgi þegar hann kastaðist út úr bíl sínum og lenti á slíkri girðingu og 2008 stórslasaðist maður þegar girð- ingarteinarnir stungust í hann í gegnum bíl sem var ekið á slíka girð- ingu. „Í flestum tilvikum ætti vegrið að duga til að aðskilja aksturs- stefnur, en ef það er verið að hindra fólk við að þvera götur þá er oftast erlendis reynt að hafa girðingu áður en fólk fer út á götuna, ekki þannig að það komist út á hana miðja. Hitt er að bjóða upp á fleiri valmöguleika varðandi hindranalaust aðgengi yfir götur t.d. með göngubrúm eða und- irgöngum,“ segir Runólfur. Grjótveggir sem voru nýlega reist- ir til að hindra að gangandi vegfar- endur geti farið yfir Miklubraut við Klambratún, nema á gangbraut- arljósum við Reykjahlíð, valda Run- ólfi líka áhyggjum. „Það virðist hafa verið horft framhjá ákveðnum hætt- um sem grjótveggirnir skapa og þeir eru ekki viðurkennt umferðarmann- virki,“ segir Runólfur. Veggirnir hafa ekki verið árekstrarprófaðir né fengið vottun sem eftirgefanlegur vegbúnaður. Runólfur bendir á að vegrið hafi verið sett við sambærilega veggi í Garðabæ til að draga úr slysahættu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg telja umferðarsér- fræðingar borgarinnar ekki þörf á því við þessar aðstæður að setja vegrið. „Aðstæður á Miklubraut, þar sem er 60 km hámarkshraði og umferðarljós, eru ekki sambærilegar aðstæðum á Reykjanesbraut í Garðabæ, þar sem umferð er í fríu flæði og hámarkshraði er 80 km/ klst,“ segir í svari frá borginni. Til að draga enn frekar úr slysahættu á svæðinu vill borgin lækka hámarks- hraða á Miklubraut við Klambratún úr 60 km/klst niður í 50 km/klst og hyggst taka upp viðræðu við lög- reglu og Vegagerð um þá fram- kvæmd. „Það er ekki rétt að setja hættuleg mannvirki í vegkant til að þvinga fram breytingu á umferðarhraða. Það eru vinnubrögð sem maður átti ekki von á á þessum tíma þegar það hefur orðið aukin vitund um umferð- aröryggi,“ segir Runólfur. Víravegriðin hafa sannað sig Víravegriðin sem voru fyrst sett upp í Svínahrauni fyrir nokkrum ár- um en eru nú víða komin á milli ak- reina á fjölförnum köflum á þjóðvegi 1 voru mikið gagnrýnd á sínum tíma og jafnvel kölluð ostaskeri. Runólfur segir þau hafa skilað sýnilegum já- kvæðum árangri varðandi umferð- aröryggi. „Vírinn hefur jafnvel stoppað þunga malarflutningatrukka sem hefðu annars farið yfir á öfugan vegarhelming. Ég veit að það var töluverð andstaða við þetta hjá þungaflutningaaðilum en þeir hafa séð með eigin augum að þetta hefur komið í veg fyrir stórfelld slys. Við sjáum líka að slysatölur vegarins hafa breyst við þessar framkvæmdir. Þá er búið að bæta hönnunina á þess- um búnaði þannig að það er minni hætta á því að mótorhjólafólk slasist alvarlega ef það lendir á víraveg- riðinu,“ segir Runólfur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í Kömbum Víravegriðið þykir hafa sannað sig. Morgunblaðið/Eggert Miklabraut Grjótveggurinn reis í sumar. Var ítrekað bent á hættuna af girðingum  Grjótveggirnir ekki viðurkennt umferðarmannvirki Hætta Fjarlægja á girðingarnar. „Þegar ég byrjaði á þinginu 2004 var ég alltaf í gallabuxum því að ég var sígaunastelpa og ég vildi ekki að fólk héldi að ég hefði með einhverjum hætti áhuga á einhverri athygli sem hefði með kvenleika minn að gera,“ sagði Lívia Járóka, varaforseti Evr- ópuþingsins. Í tvö ár klæddi hún sig dálítið eins og karlmaður en þá hlust- aði svo gott sem enginn á það sem hún hafði að segja, að sögn Járóka. Hún er frá Ungverjalandi þar sem um 90% þingmanna eru karlar. „Þegar ég skipti yfir í kvenlegri föt var allt í einu byrjað að hlusta á mig og það var þá sem ég áttaði mig á því að ekki væri allt með felldu.“ Í yfirlýsingu sem kynnt var á heimsþingi alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders Global For- um, sem fram fór í Hörpu í gær, er kallað eftir endalokum kynjamisréttis og kynferðislegrar áreitni. „Kvenkyns stjórnmálaleiðtogar frá öllum löndum kalla eftir endalokum kynjamisréttis og kynferðislegrar áreitni. Slíkt ætti ekki að þrífast innan stjórnmálanna né nokkurs staðar annars staðar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá var sérstök umræða á þinginu um átakið #metoo og hvernig stjórn- málakonur bæði hér á landi og víðar hafa stigið fram að undanförnu og greint frá kynferðislegri áreitni innan stjórnmálanna. Stjórnmálakonur funda í Hörpu  Kalla eftir endalokum kynjamisréttis Morgunblaðið/Eggert Fundarhöld Heimsþing alþjóða- samtakanna WPL haldið í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.