Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 10

Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Við látum framtíðina rætast. Volkswagen Caddy 2.0 TDI kostar frá 2.990.000 kr. (2.392.000 kr. án vsk) EIGUMNOKKRATIL AFHENDINGAR STRAX Veglegur aukahlutapakkifylgir Caddy TDI til áramóta. - Bakkmyndavél- Webasto miðstöðmeð fjarstýringu- Verðmæti 215.000 kr. Smart jólaföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Halldóra Hjaltadóttir, húsfreyja og bóndi á Seljavöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 27. nóvember. Halldóra fæddist í Hólum í Nesjum 3. janúar 1929, dóttir hjónanna Önnu Þorleifsdóttur og Hjalta Jónssonar. Halldóra stundaði nám við kvennaskólann á Hverabökkum í Hveragerði og einnig húsmæðraskólann á Hallormsstað. Halldóra giftist 25. desember 1955 Agli Jónssyni bónda, ráðunaut og síðar alþingismanni, frá Hoffelli í Nesjum. Þau stofnuðu nýbýlið Seljavelli 1. september 1955. Hall- dóra starfaði ötullega að uppbyggingu og framgangi búsins. Segja má að bústörfin hafi oftar en ekki hvílt á hennar herðum vegna fjölbreyttra starfa Egils utan bús- ins. Á heimili þeirra var afar gestkvæmt og fjölmargir sem þar komu og þáðu góð- gjörðir og oft gist- ingu. Halldóra hafði mikla unun af ljóðum og bókmenntum og hafði einstaklega gott vald á ís- lenskri tungu. Halldóra lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, Önnu, Valgerði, Hjalta og Eirík. Andlát Halldóra Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hof Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð verður tekið í notkun síðla næsta árs. Hlé er nú á framkvæmdum við bygginguna en þær hefjast að nýju eftir áramótin. Byggingin reyndist flóknari í smíðum en ráð var fyrir gert og er það ástæðan fyrir töfum á því að hún verði tilbúin, en stefnt hafði verið að því að taka hana í notkun næsta sumar.Þetta staðfest- ir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherj- argoði Ásatrúarfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Félagið auglýsti nýlega eftir nöfnum á bygginguna. Hilmar segir að fjöldi tillagna hafi borist, en ákvörðun um hvaða heiti verður notað verður tekin þegar nær dreg- ur vígslu hússins. Bygging hofsins er alfarið kostuð af Ásatrúarfélag- inu sem hefur safnað fyrir byggingu þess í fjölmörg ár. Hofið verður staðsett í trjálundi í námunda við Hangaklett og Hrafnabjörg í Öskju- hlíð. Það er hannað af Magnúsi Jenssyni arkitekt. Hofið sjálft verð- ur hvelfing, að hluta niðurgrafin, um 350 fermetrar og mun rúma um 250 manns. Eldur mun loga í hvelf- ingunni og hljómburður er miðaður við tónleikahald. Þrjú önnur trúfélög í Reykjavík, Félag múslima, Rússneska réttrún- aðarkirkjan og Búddistafélag Ís- lands, hafa uppi áform um byggingu trúarlegra samkomuhúsa. Hefur þeim öllum verið úthlutað bygging- arlóð. Félag múslima ætlar að byggja mosku í Sogamýri og Rétt- trúnaðarkirkjan bænahús við Mýr- argötu. Báðar þessar framkvæmdir hafa orðið umdeildar innan borg- arstjórnar. Ekkert bólar enn á framkvæmdum. Sama er að segja um byggingaráform Búddistafélags- ins sem fékk lóð við Rauðavatn fyrir nokkrum árum. Þar hefur ekkert gerst. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar Reykja- víkurborgar, var spurður að því hvort trúfélögin þrjú gætu hugs- anlega misst lóðirnar vegna þessa, en hann taldi að til þess kæmi ekki nema með sérstakri ákvörðun borg- arstjórnar og yrði þá félögunum veittur frestur til að bregðast við og hefja framkvæmdir. Hofið tilbúið síðla á næsta ári  Hof Ásatrúarfélagsins verður 350 fermetrar og rúmar 250 manna samkomur  Engar framkvæmdir enn á lóðum múslima, búddista og Rétttrúnaðarkirkjunnar Morgunblaðið/RAX Trú Framkvæmdir við hof Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð eru vel á veg komnar. Trúfélögin fjögur sem stefna að því að byggja yfir starfsemi sína hafa nær 6 þúsund félagsmenn. Flestir eru í Ásatrúarfélaginu, 3583, 1048 eru í Búddistafélag- inu, 542 í Félagi múslima á Ís- landi og í Rússnesku réttrún- aðarkirkjunni eru 622. Annar söfnuður múslima, Menning- arsetrið (406 félagar) er með bænahús við Skógarhlíð, en á ekki byggingarlóð. Nokkur þús- und félagar Í FRAMKVÆMDAHUG Fangaverðir á Litla-Hrauni fundu rúmlega 200 skammta af ætluðu LSD í klefa afplánunarfanga í lok síðustu viku. Hér er um töluvert magn efnisins að ræða og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suður- landi. Í dagbók lögreglunnar segir að varsla þessa mikla magns af efn- inu geti varðað allt að árs fangelsi. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, sagði í sam- tali við mbl.is á mánudag að miðað við magn efnanna væri líklegt að það hefði verið ætlað til dreifingar innan fangelsisins. „Viðbrögð okkar eru tvenns konar við þessu. Við reynum að leggja hald á þetta til að koma í veg fyrir að það fari á milli fanga. Um leið reynum við að bjóða mönnum hjálp við að komast úr neyslunni með aðstoð meðferðarfulltrúa og annarra sér- fræðinga,“ segir hann. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiturlyf Töluvert magn af LSD fannst á Litla-Hrauni. Fíkniefni í fangelsinu  LSD á Litla-Hrauni Nóvember sem nú er að kveðja hef- ur verið kaldur, sá kaldasti síðan 1996 en þá var mun kaldara en nú. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hins vegar má segja á mánuðurinn kveðji með nokkrum hlýindum. Meðalhiti var rétt ofan frostmarks í Reykjavík í mánuðinum og um -1,5 stig á Akureyri. Úrkoma í Reykjavík var í rúmu meðallagi, en talsvert of- an þess á Akureyri eða um 40 pró- sent. Snjór var með meira móti norðanlands og austan og einnig á stöku stað á Vesturlandi, segir Trausti. Nóvember sker sig nokkuð úr öðr- um mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. sisi@mbl.is Kaldur nóv- ember kveður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.