Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Við látum framtíðina rætast. Volkswagen Caddy 2.0 TDI kostar frá 2.990.000 kr. (2.392.000 kr. án vsk) EIGUMNOKKRATIL AFHENDINGAR STRAX Veglegur aukahlutapakkifylgir Caddy TDI til áramóta. - Bakkmyndavél- Webasto miðstöðmeð fjarstýringu- Verðmæti 215.000 kr. Smart jólaföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Halldóra Hjaltadóttir, húsfreyja og bóndi á Seljavöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 27. nóvember. Halldóra fæddist í Hólum í Nesjum 3. janúar 1929, dóttir hjónanna Önnu Þorleifsdóttur og Hjalta Jónssonar. Halldóra stundaði nám við kvennaskólann á Hverabökkum í Hveragerði og einnig húsmæðraskólann á Hallormsstað. Halldóra giftist 25. desember 1955 Agli Jónssyni bónda, ráðunaut og síðar alþingismanni, frá Hoffelli í Nesjum. Þau stofnuðu nýbýlið Seljavelli 1. september 1955. Hall- dóra starfaði ötullega að uppbyggingu og framgangi búsins. Segja má að bústörfin hafi oftar en ekki hvílt á hennar herðum vegna fjölbreyttra starfa Egils utan bús- ins. Á heimili þeirra var afar gestkvæmt og fjölmargir sem þar komu og þáðu góð- gjörðir og oft gist- ingu. Halldóra hafði mikla unun af ljóðum og bókmenntum og hafði einstaklega gott vald á ís- lenskri tungu. Halldóra lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, Önnu, Valgerði, Hjalta og Eirík. Andlát Halldóra Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hof Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð verður tekið í notkun síðla næsta árs. Hlé er nú á framkvæmdum við bygginguna en þær hefjast að nýju eftir áramótin. Byggingin reyndist flóknari í smíðum en ráð var fyrir gert og er það ástæðan fyrir töfum á því að hún verði tilbúin, en stefnt hafði verið að því að taka hana í notkun næsta sumar.Þetta staðfest- ir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherj- argoði Ásatrúarfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Félagið auglýsti nýlega eftir nöfnum á bygginguna. Hilmar segir að fjöldi tillagna hafi borist, en ákvörðun um hvaða heiti verður notað verður tekin þegar nær dreg- ur vígslu hússins. Bygging hofsins er alfarið kostuð af Ásatrúarfélag- inu sem hefur safnað fyrir byggingu þess í fjölmörg ár. Hofið verður staðsett í trjálundi í námunda við Hangaklett og Hrafnabjörg í Öskju- hlíð. Það er hannað af Magnúsi Jenssyni arkitekt. Hofið sjálft verð- ur hvelfing, að hluta niðurgrafin, um 350 fermetrar og mun rúma um 250 manns. Eldur mun loga í hvelf- ingunni og hljómburður er miðaður við tónleikahald. Þrjú önnur trúfélög í Reykjavík, Félag múslima, Rússneska réttrún- aðarkirkjan og Búddistafélag Ís- lands, hafa uppi áform um byggingu trúarlegra samkomuhúsa. Hefur þeim öllum verið úthlutað bygging- arlóð. Félag múslima ætlar að byggja mosku í Sogamýri og Rétt- trúnaðarkirkjan bænahús við Mýr- argötu. Báðar þessar framkvæmdir hafa orðið umdeildar innan borg- arstjórnar. Ekkert bólar enn á framkvæmdum. Sama er að segja um byggingaráform Búddistafélags- ins sem fékk lóð við Rauðavatn fyrir nokkrum árum. Þar hefur ekkert gerst. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar Reykja- víkurborgar, var spurður að því hvort trúfélögin þrjú gætu hugs- anlega misst lóðirnar vegna þessa, en hann taldi að til þess kæmi ekki nema með sérstakri ákvörðun borg- arstjórnar og yrði þá félögunum veittur frestur til að bregðast við og hefja framkvæmdir. Hofið tilbúið síðla á næsta ári  Hof Ásatrúarfélagsins verður 350 fermetrar og rúmar 250 manna samkomur  Engar framkvæmdir enn á lóðum múslima, búddista og Rétttrúnaðarkirkjunnar Morgunblaðið/RAX Trú Framkvæmdir við hof Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð eru vel á veg komnar. Trúfélögin fjögur sem stefna að því að byggja yfir starfsemi sína hafa nær 6 þúsund félagsmenn. Flestir eru í Ásatrúarfélaginu, 3583, 1048 eru í Búddistafélag- inu, 542 í Félagi múslima á Ís- landi og í Rússnesku réttrún- aðarkirkjunni eru 622. Annar söfnuður múslima, Menning- arsetrið (406 félagar) er með bænahús við Skógarhlíð, en á ekki byggingarlóð. Nokkur þús- und félagar Í FRAMKVÆMDAHUG Fangaverðir á Litla-Hrauni fundu rúmlega 200 skammta af ætluðu LSD í klefa afplánunarfanga í lok síðustu viku. Hér er um töluvert magn efnisins að ræða og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suður- landi. Í dagbók lögreglunnar segir að varsla þessa mikla magns af efn- inu geti varðað allt að árs fangelsi. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, sagði í sam- tali við mbl.is á mánudag að miðað við magn efnanna væri líklegt að það hefði verið ætlað til dreifingar innan fangelsisins. „Viðbrögð okkar eru tvenns konar við þessu. Við reynum að leggja hald á þetta til að koma í veg fyrir að það fari á milli fanga. Um leið reynum við að bjóða mönnum hjálp við að komast úr neyslunni með aðstoð meðferðarfulltrúa og annarra sér- fræðinga,“ segir hann. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiturlyf Töluvert magn af LSD fannst á Litla-Hrauni. Fíkniefni í fangelsinu  LSD á Litla-Hrauni Nóvember sem nú er að kveðja hef- ur verið kaldur, sá kaldasti síðan 1996 en þá var mun kaldara en nú. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hins vegar má segja á mánuðurinn kveðji með nokkrum hlýindum. Meðalhiti var rétt ofan frostmarks í Reykjavík í mánuðinum og um -1,5 stig á Akureyri. Úrkoma í Reykjavík var í rúmu meðallagi, en talsvert of- an þess á Akureyri eða um 40 pró- sent. Snjór var með meira móti norðanlands og austan og einnig á stöku stað á Vesturlandi, segir Trausti. Nóvember sker sig nokkuð úr öðr- um mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. sisi@mbl.is Kaldur nóv- ember kveður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.