Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 TOPPLYKLASETT BORVÉL M12 VERKFÆRASKÁPUR 3/8” 12stk BPD-202c 2x2Ah 7 skúffu Toppar: 10, 12, 13, 14, 15, 17, 18 og 19mm. Nett borvél, tveggja hraða með höggi. Sterkur verkfæraskápur með góðum brautum. MW 48229001 MW 4933441940 TJ TBR3007B-X 7.900 kr. 25.900 kr. 39.900 kr. Verkfærasalan Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga. Tilboð gildir til 30.nóv - 24.des 2017. Morgunblaðið/Ásdís Eðaltöffari Algero heima í Colonnata, litla fjallaþorpinu forna. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Nú er ég gamall og frið-samur, en hér áður fyrrvar ég alltaf að mót-mæla. Núna sér sonur minn alfarið um að standa í því,“ segir Algero sem býr í hinu forna fjallaþorpi Colonnata, í marmara- fjöllunum í Toscana á Ítalíu. Algero er mótmælandi af hugsjón og hann kynnir sig alltaf sem stjórnleysingja, enda var hann mjög virkur anarkisti á sínum yngri árum og er stoltur af því. „Ég var fyrir vikið oft settur í fangelsi, en það stoppaði mig ekki, af því við verðum að virða frelsi ein- staklings, líka frelsi hans til að mót- mæla,“ segir Algero með handa- slætti og hitnar allur við að rifja upp gamla daga. „Ég byrjaði að vinna fullan vinnudag aðeins 14 ára. Og ég er ennþá grjótharður,“ segir Algero og glottir með sígarettu í munnviki, en hann er á áttræðisaldri og víst er að návist hans ber vott um að þarna fer alvöru töffari. Enda er hann orðinn goðsögn, þessi anarkisti sem hefst við hátt uppi í fjöllunum. Byssuhvellir í fæðingu „Mamma var í andspyrnuhreyf- ingunni og þegar hún fæddi mig í seinni heimsstyrjöldinni þá glumdu byssuhvellir allt um kring. Ég drakk uppreisnarandann í mig með móður- mjólkinni. Mamma var harðdugleg kona sem þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Hún var ein þeirra kvenna sem fótgangandi báru mat handa námuverkamönnunum á höfðinu hingað upp í marmaranámurnar. Þessar konur voru kallaðar stjörn- urnar, Le Stelle, af því ljósin sem þær báru með sér lýstu í myrkrinu þegar þær fóru saman í hópum með mat í körfum. Þær gengu 15 kíló- metra leið upp brattar hlíðar fjalls- ins að námunum, með matarskammt til nokkurra daga. Það er ekki lengra síðan en svo að níræð kona sem enn býr hér í þorpinu, hún sinnti þessu starfi í 60 ár.“ Marmaravinnslan í fjöllunum hjá honum Algero hófst á dögum Rómaveldis og í þessar marmara- námur komu gömlu meistararnir fyrir 500 árum, Michelangelo og fleiri, til að sækja sér efniðvið í verkin sín, því Luni-marmarinn frá Carrara er hágæða fyrirbæri, sérlega mjúkur og auðvelt að höggva í hann. Það er enn lífs- hættulegt starf að vinna inni í fjallinu í námunum, og enn deyr fólk við þau störf, þó minna sé um það nú en áður. Jafnvel steinarnir hér eru anarkistar Óhætt er að mæla með að fólk á ferð um Toscana-hérað á Ítalíu geri sér ferð í marmaranámurnar í Carrara, þar sem ferðamenn geta keypt sér rúnt inn í nám- urnar. Í leiðinni er hægt að koma við í fjallaþorpinu Colonnata og staldra við á litlum veitingastað hjá meistara Algero sem býr til Lardo, gæðaálegg að mestu úr svínafitu sem liggur í kryddi og marinerast í marga mánuði í sérstökum marm- arakerjum. Anarkistinn Algero er töffari sem tekur vel á móti fólki. Marmarakerin Þar liggur Lardo- fitan í kryddi í hálft ár eða heilt. Stjarna Móðir Algero bar mat á höfði upp fjallið til námumanna. Marmaravinnsla Carrara-marmarinn er mjúkur, eðal og sérstakur. Lardo Gæðafæða sem sneidd er í þunnar sneiðar ofan á ristað brauð m.a. Strit kallar á orkuríkan mat Algero er ekki aðeins orðlagður fyrir að vera anarkisti, hann er líka frægur fyrir að búa til sérstakt álegg þorpsins, Lardo di Colonnata, gert úr svínafitu og hanterað að fornum hætti. Lardo er víðfrægt um alla Ítalíu og um veröld víða sem mikil gæðafæða. „Hér í fjöllunum getur verið kalt og fólkið sem bjó hér í gamla daga þurfti orkuríkan mat, feitmeti, sérstaklega stritandi námuverka- mennirnir. Þannig kom það til að hér var búið til Lardo, sem er látið marinerast í eldfornum marmara- kerjum sem verða að vera úr hrein- um hvítum marmara. Þar ofan í þeim harðlokuðum er fitan í minnst sex mánuði en mest heilt ár,“ segir Algero og bætir við að krydd- uppskriftin sé að sjálfsögðu háleyni- leg, en kerin eru nudduð að innan með hvítlauk áður en svínafitan, sem kemur af baki svínsins, er sett þar ofan í. Fitan er lögð í kerin í mörgum lögum og milli þeirra eru krydd- jurtir, pipar, sjávarsalt, hvítlaukur, kanill, negull, múskat, anís, kóríand- er, óreganó og rósmarín. Að hálfu ári eða heilu liðnu er Lardo borið fram í þunnum sneiðum, og fer einkar vel með ristuðu brauði. „Áður fyrr var þetta kallaður fátækra manna matur, en nú er þetta orðin víðfræg gæðafæða sem heimsins bestu kokkar bera fram,“ segir Algero og glottir enn og aftur. Píndir róttækir verkamenn Í fjallaþorpinu Colonnata búa aðeins 300 manns og húsin þar kúra í fjallshlíðinni, forn og hlýleg. Þorpið er í nágrenni Carrara, í Apuan- Ölpunum, vegurinn þangað liggur í gegnum þorpin Vezzala og Bedizz- ano. Tilvist litla þorpsins er rakin allt aftur til Rómaveldis, en þá voru fyrstu húsin þar reist til að hýsa verkamenn sem strituðu í marm- aranámunum. Við lok nítjándu aldar var þetta svæði orðið að vöggu an- arkisma á Ítalíu. Samkvæmt grein í New York Times frá 1894 voru verkamenn í marmaranámunum meðal þeirra sem verst höfðu það á allri Ítlalíu. Margir þeirra voru fyrr- verandi sakamenn eða menn á flótta undan réttvísinni. Starf námuverka- manna var svo erfitt að hver sá vilj- ugur sem hafði næga krafta í köggl- um og þrek var ráðinn til starfsins, án þess að saga hans væri könnuð. Skoðanir verkamannanna í marm- aranámunum voru mjög róttækar og anarkismi og almenn róttækni varð með tímanum hluti af arfleifð þeirra. Margir ofbeldisfullir byltingarmenn sem hafði verið úthýst í Belgíu og Sviss fóru til Carrara árið 1885 og stofnuðu fyrsta hóp anarkista á Ítal- íu. Haft er eftir anarkistanum Gali- leo Palla að, „jafnvel steinarnir í Carrara hafi verið anarkistar“. Námuverkamennirnir voru hryggjarstykkið í uppreisninni í Lunigiana í janúar árið 1894.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.