Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarstjór-inn íReykjavík skrifaði um það í gær að það væri „þjóðarskömm að fólk þurfi að haf- ast við á tjaldsvæðinu í Laug- ardal – gegn vilja sínum – vegna húsnæðisvanda“. En þó að borgarstjóri kjósi að stilla málum upp á þennan hátt er nú ekki víst að þjóðin í heild sinni eigi að bera skömmina. Hvernig ætli málið sé vaxið í raun? Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, Samfylking, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar, hafa rekið mjög ákveðna stefnu þegar kemur að húsnæðismálum í borginni. Sú stefna gengur út á að þétta byggð og leyfa helst engar nýjar byggingar austan Elliðaáa. Afleiðingar þess- arar stefnu eru fyrir löngu komnar fram og á þær hefur ítrekað verið bent, en án þess að meirihluti borgarstjórnar hafi lagt við hlustir. Nema hann hafi gert það, en kært sig kollóttann um afleiðing- arnar. Staðreyndin er sú að þessi stefna borgaryfirvalda hefur orðið til þess að hægja mjög á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni og ástæðan fyrir því er einföld og afleiðing- arnar voru fullkomlega fyr- irsjáanlegar. Það er mun flóknara að byggja á þeim svæðum sem þeg- ar eru nánast full- byggð og taka þarf tillit til margvíslegra hagsmuna áður en hafist er handa við framkvæmdir. Þar sem verið er að brjóta nýtt land undir byggingar eru þessar aðstæður ekki til staðar og því hægt að byggja hratt. Annar augljós ókostur við þéttingarstefnu borgarinnar er að íbúðirnar á þéttingar- svæðunum verða mun dýrari en sambærilegar íbúðir á nýj- um svæðum, enda lóðir dýrar og tíminn sem tekur að und- irbúa byggingarframkvæmdir kostar mikla fjármuni. Allt er þetta augljóst og auðskilið, en þráhyggjan um þéttingu byggðar hefur engu að síður orðið til þess að borgaryfirvöld mega helst ekki heyra á það minnst að byggt sé nema til að þétta. Og þetta hefur orðið til þess að mikill skortur er á íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu og jafnframt að það hús- næði sem er í boði er mun dýrara en það þyrfti að vera. Það er þess vegna verulega ofmælt að vandi tjaldbúanna, jafn sár og ömurlegur og hann er, sé þjóðarskömm. Borgarstjóri mætti líta sér nær og takmarka skömmina við þá sem marka stefnu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Skömmin er ekki allrar þjóðarinnar heldur meirihlutans í Reykjavíkurborg} Þjóðarskömm? Sú ákvörðunNorður- Kóreumanna, að skjóta á loft lang- drægri eldflaug, sem sögð er geta náð heimshorna á milli, veldur miklum áhyggjum. Fyrir það fyrsta slær tilraunin á þær vonir sem skapast höfðu um að stjórnvöld í Pyongyang vildu hugsanlega bæta sam- skipti sín við önnur ríki, en rúmlega tveir mánuðir voru liðnir frá því að þeir ögruðu heimsbyggðinni síðast með ólöglegu eldflaugaskoti. Ekki nóg með það, heldur var eldflaugin nú öflugri en fyrri tilraunir Norður-Kóreu- manna bentu til þess að þeir gætu smíðað. Áætlað er að slík flaug næði til Wash- ington, höfuðborgar Banda- ríkjanna og annarra stórborga á austurströnd Bandaríkj- anna. Framfarir Norður- Kóreumanna í þessum efnum hafa verið stórstígar, sam- anber það, að helstu sérfræð- ingar höfðu áætlað að enn væru tvö til þrjú ár í það að Kim Jong-un gæti ógnað meginlandi Bandaríkjanna með svo afgerandi hætti. Þó að Norður- Kóreumenn eigi enn nokkuð í land með að fullkomna tæknina er ljóst að tíminn til þess að bregðast við er nánast á þrotum. Trump Bandaríkja- forseti hefur þegar boðað enn harðari refsiaðgerðir og mun hann hafa leitað til Kínverja til þess að afla slíkum aðgerð- um stuðnings. Þó verður að hafa í huga að stutt er síðan Trump setti Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji við hryðjuverkaöfl og átti sú aðgerð að auðvelda bandarískum stjórnvöldum að stöðva viðskipti erlendra ríkja við Norður-Kóreu. Alls kyns aðrar refsiaðgerðir hafa þegar verið settar á ríkið og ítrekað verið hertar. Ekkert af því virðist ætla að hefta sókn Kims Jong-un í langdrægar kjarnorkuflaugar. Það er því vandséð hvaða lausn muni fel- ast í frekari refsiaðgerðum. Nýjasta ögrun Norð- ur-Kóreumanna kall- ar á hörð viðbrögð} Enn reynir Kim á þolrifin U m kvöldið heyrðist söngur og hlátrasköll úr íbúðarhúsinu. Og skyndilega vaknaði hjá dýrunum mikil forvitni þegar þau heyrðu í þessum blandaða kór. Hvað skyldi nú vera að gerast þarna inni þar sem dýr og menn mættust í fyrsta sinni sem jafningjar? Og þau tóku að læðast samtaka eins hljótt og unnt var inn í garð íbúðarhússins. Þar sátu sex sjálfseignarbændur og sex helztu svínin umhverfis langa borðið, en Napóleon sat sjálfur í heiðurssætinu fyrir enda borðsins. Svín- in virtust kunna ágætlega við sig í stólunum. Samkundan hafði skemmt sér við spil, en hafði nú hætt að spila um stund, sýnilega vegna þess að verið var að mæla fyrir minni einhvers. Stór kanna var borin um og ölkollurnar fylltar að nýju. Pálmi í Refaskógi hafði risið úr sæti sínu og stóð með kolluna í hendinni. Hann kvaðst ætla að biðja samkomuna að drekka skál eftir stutta stund. Sér væri, sagði hann, sönn ánægja að því – og hann væri viss um að allir aðrir sem hér væru viðstaddir tækju undir það – að verða þess var að löngu tímabili tortryggni og mis- skilnings væri nú lokið. Sú hefði verið tíðin – auðvitað hefði hvorki hann né aðrir þeir sem hér væru viðstaddir verið sama sinnis – en sú hefði verið tíðin að mennskir nágrannar hefðu sýnt hinum heiðruðu eigendum Dýrabæjar – hann vildi ekki segja beinan fjandskap en – nokkra tortryggni. Leiðinlegir atburðir hefðu gerzt, og misskilningur hefði víða gert vart við sig. En nú væru slíkar skoðanir með öllu upp- rættar. Með svínum og mönnum væri ekki og þyrfti heldur aldrei að vera neinn hags- munaárekstur. Barátta þeirra og erfiðleikar færu saman. Væru ekki atvinnuvandamálin alls staðar þau sömu? Hér kom það greinilega fram að Pálmi var að því kominn að varpa fram ein- hverri fyndni sem hann hafði undirbúið vand- lega. Eins og þið verðið að berjast við ykkar lág- dýr, sagði hann – eins verðum við að berjast við lágstéttir okkar! Þessi gamansemi vakti ómælda kátínu viðstaddra, og Pálmi samfagnaði svínunum enn einu sinni Ræða Napóleons var að venju stutt og mark- viss. Hann kvaðst líka fagna því að þessir tímar misskilnings væru nú liðnir hjá. Aftur var lostið upp húrrahrópum, jafnhjartanlegum og áður og drukkið var til botns úr kollunum en dýrin læddust burt hljóðlega. Dýrin hröðuðu sér aftur að glugganum og gægðust inn um hann. Já, á því var enginn vafi að allt var að fara þarna í háarifrildi. Ástæðan virtist vera sú að Napóleon og Pálmi höfðu báðir samtímis spilað út spaðaási. Dýrin fyrir utan gluggann horfðu frá svíni til manns og frá manni til svíns og aftur frá svíni til manns. En þau gátu með engu móti greint á milli hver var hvað. Úr Dýrabæ eftir George Orwell, íslensk þýðing Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Benedikt Jóhannesson Pistill Klingjum kollum Höfundur er fjármálaráðherra. bj@heimur.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný viðhorfskönnun Gallupfyrir Flóafélögin dregurfram athyglisverðamynd af mismunandi kjörum og aðbúnaði hópa launafólks, ekki síst þeirra sem eru af erlendum uppruna við störf á Íslandi. Í könn- uninni var félagsmönnum gert kleift að svara á ensku og pólsku, auk ís- lensku. Aðstæður útlendinga sem starfa á vinnumarkaðinum hér á landi eru um margt ólíkar stöðu ís- lenskra launamanna. Erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði hef- ur fjölgað stórlega á seinustu miss- erum og má ætla að þeir séu nú yfir 25 þúsund talsins. Stærsti hluti þeirra er frá Póllandi og eiga þeir aðild að stéttarfélögunum á suðvesturhorni landsins eða Flóa- félögunum svonefndu Eflingu, VSFK í Keflavík, Hlíf í Hafnarfirði og Stéttarfélagi Vesturlands. Hjá Eflingu sem nær til yfir 80% Flóafélaganna er hlutfall fé- lagsmanna af erlendum uppruna 45% og hjá VSFK í Keflavík er það 54%. Hlutfall erlendra félagsmanna er hins vegar lægra hjá Hlíf í Hafnarfirði og Stéttarfélagi Vesturlands. Í könnuninni kemur m.a. fram að 68% pólskumælandi félagsmanna í Flóafélögunum segjast búa í leigu- húsnæði en það á við um þriðjung allra félagsmanna Eflingar til samanburðar. Í ljós kemur að fé- lagsmenn sem svara á öðru tungu- máli en íslensku greiða yfirleitt mun hærra verð fyrir hvern fermetra en íslenskumælandi starfsbræður þeirra. Pólskumælandi félagsmenn í Flóanum greiða að meðaltali 2.375 kr. fyrir hvern fermetra en íslensku- mælandi 1.809 kr. Úr eigin húsnæði í leigu Árlegar kannanir Gallup fyrir Flóafélögin sýna að miklar breyt- ingar hafa orðið á húsnæðisstöðu ís- lenskra og erlendra launamanna í stéttarfélögunum á umliðnum árum. Þannig bjuggu tæp 75% allra fé- lagsmanna í eigin húsnæði fyrir rétt- um áratug en í fyrra var hlutfallið komið niður í 45%. Það hefur aukist lítillega síðan þá og er núna 47%. Fyrir tæpum tíu árum bjuggu að- eins um tíu prósent allra félags- manna Flóafélaganna í leiguhúsnæði en núna býr um þriðjungur þeirra í leiguhúsnæði. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að erlendir félagsmenn búi þrengra og við ótryggari búsetuskil- yrði en íslenskir. Þannig segist um og yfir helmingur pólskumælandi og enskumælandi launamanna greiða leigu fyrir húsnæði sem er minna en 70 fermetrar að stærð en 32% ís- lenskumælandi segjast búa í svo litlu húsnæði. Þegar spurt var hversu hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum heim- ilisins færi í greiðslur afborgana af lánum kemur á daginn töluverður munur á milli hópa. Einn af hverjum fimm félagsmönnum sem svara á ís- lensku segja að 60 til 99% af ráðstöf- unartekjum þeirra fari í afborganir lána en aðeins 18% þeirra segja hlut- fallið vera á bilinu núll til 19% af ráð- stöfunartekjum. Staðan er allt önnur meðal pólskumælandi. 33% þeirra greiða núll til 19% af ráðstöfunartekjum í afborganir lána og 38% þeirra segja 20-29% af ráðstöfunartekjum þeirra fara í afborganir lána. Færri safna skuldum Ef litið er á allan hópinn má sjá að þeim fer aðeins fækkandi sem segjast safna skuldum og eru nú 6,2%. 43,2% segjast geta safnað svo- litlu sparifé en töluverður munur er á erlendum starfsmönnum og Ís- lendingum því 60% pólskumælandi félagsmanna segjast geta safnað svolitlu sparifé og 10% þeirra segj- ast geta safnað talsverðu sparifé. Aðeins 5% þeirra segjast safna skuldum. Búa í foreldrahúsum, leigu- eðaeiginhúsnæði Ágúst-september 2003 til september-október 2017 Eigin húsnæði Annað Leiguhúsnæði Foreldrahúsum 100 75 50 25 0 % ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Gallup Í sept.-okt. 2017 Eigin húsnæði 47,0% Leiguhúsnæði 31,0% Foreldrahúsum 17,8% Annað 4,2% Mismunandi aðstæð- ur og kjör launafólks Lífeyrissparnaður » Rúmlega 54% félags- manna í Flóafélögunum segj- ast þekkja vel hugtakið við- bótarlífeyrssparnaður. » Tæplega 75% þeirra þekkja hins vegar lítið eða ekkert hugtakið tilgreind sér- eign. » 54% félagsmanna á aldrinum 18-24 ára og 41% á aldrinum 25-34 ára vita ekk- ert hvað tilgreind séreign er. » Aðspurðir segjast þó tæp 80% myndu frekar velja að setja 3,5% af launum í tilgreinda séreign en í sam- tryggingu hjá lífeyrissjóðum samkvæmt könnuninni. » Alls safna rúm 60% allra félagsmanna stéttar- félaganna viðbótarlífeyris- sparnaði eða séreignarsparn- aði í dag. » Sundurgreint sýna svör- in að 67% íslenskumælandi safna núna viðbótarlífeyris- sparnaði eða séreignarsparn- aði um þessar mundir en það gera einnig 33% pólskumæl- andi og 41% enskumælandi launamanna. » Tæp 23% allra félags- manna stéttarfélaganna fjög- urra segjast hins vegar aldrei hafa safnað séreignarsparn- aði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.