Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 44
Í Morgunblaðinu
laugardaginn 18. nóv-
ember s. birtist grein
undir heitinu Karl-
mennska og -remba á
kirkjuþingi. Vitnað er
þar í Kólussubréf og
hinn gamla og nýja
mann sem Páll post-
uli nefnir svo í bréfi
sínu til Kólussu-
manna en þar segir
orðrétt: „En nú skul-
uð þér segja skilið við allt þetta:
Reiði, bræði, vonsku, lastmæli,
svívirðilegt orðbragð. Ljúgið ekki
hver að öðrum, því þér hafið af-
klæðst hinum gamla manni með
gjörðum hans og íklæðst hinum
nýja, sem endurnýjast til fullkom-
innar þekkingar og verður þannig
mynd skapara síns.“ Meining Páls
postula í þessum skrifum er sú að
með því að íklæðast hinum nýja
manni, verði heiðinginn kristinn.
Greinin hlýtur því að vekja m.a.
þá spurningu hvort greinarhöf-
undur sé að gefa í skyn að kjörnir
fulltrúar á kirkjuþingi séu heiðnir.
Umrædd grein er líka athygl-
isverð fyrir þá staðreynd að höf-
undur er biskupsritari sem segir
jafnframt að framganga „hins
gamla manns“ hafi verið fyrirferð-
armikil á kirkjuþinginu. Sá hinn
sami gamli maður, karl eða kona,
hafi beitt ofbeldi, verið með nið-
urlægjandi framgöngu sem bjóði
heim hættu á fljótfærnislegum og
röngum ákvörðunum. Því er
áhugavert að svo virðist sem
greinarhöfundur sjálfur hafi ekki
farið að orðum Páls postula, áður
en hann sendi inn grein sína, og
sagt skilið við reiði, bræði, vonsku
eða lastmæli.
En hver er þá „hinn gamli mað-
ur“ og hvernig ber að skilgreina
hann? Er greinarhöfundur í raun
og veru að gefa í skyn að kirkju-
þingsfulltrúar, prestar og leik-
menn, karlar og konur, séu ekki
kristnir eða telur hann kannski
fremur að hinn gamli maður, kona
eða karl, sé bara einhver sem ekki
hefur almennt tileinkað sér nýj-
ungar og tekið þannig upp nýja
siði? Eða er hann einvörðungu að
tala um kynbræður sína, karl-
menn? Flestir munu að líkindum
álykta að svo sé.
Það er sitt hvað að vera gamall
í árum eða gamall í anda. Á lífsins
göngu eykur fólk alla jafna við
þekkingu sína og segja má að dag
hvern verði sá nýr sem lengi lifir,
þar sem nýrri visku er bætt við
þann þekkingarbrunn sem fyrir
er. Lífaldur segir nefnilega fátt
um anda manneskju,
aldur anda og líkama
þarf ekki að fara sam-
an, eins og æði oft
hefur sést. Gamlir
menn, í árum talið,
hafa margsinnist sýnt
að þeir eru ungir,
framsýnir og ferskir, í
andanum, og iðka dag
hvern það sem Páll
postuli hvatti til, að
„endurnýjast til full-
kominnar þekkingar“.
Að sama skapi má
segja að ekki séu allir yngri menn
ungir í andanum. Og hafi þeir ekki
getu til að kasta sínum gömlu sið-
um, standa þeir í vegi fyrir fram-
förum, hræðast breytingar og hafa
ekki þor til að líta út fyrir ramm-
ann. Yfirsýnina skortir og burði til
að setja mál og atburði í stærra
samhengi, einfaldlega af því að
andinn hefur ekki náð að verða
nýr, endurnærast og -nýjast dag
hvern eins og sá sem lengur hefur
lifað.
Greinarhöfundur hvetur les-
endur til að kjósa hinn nýja mann,
konur og karla, til setu á næsta
kirkjuþingi og er það réttmæt
áskorun. Í raun á andans gamli
maður hvergi heima í opinberu
lífi. Kemur það til vegna þess að
andi hans er gamall, staðnaður og
jafnvel hræddur, getur ekki kast-
að sínum gamla sið og tekið upp
annan, nýrri og betri. Hinn gamli
andi sér ekki þörf á breytingum.
Kemur gjarnan með þau rök að
hann viti hvað hann hafi, ekki
hvað öðlist við breytingar. Hann
er íhaldssamur og bregður fæti
fyrir allt það sem nútíminn telur
vera til bóta og hagræðis. Hann
hefur eigin hagsmuni fremur að
leiðarljósi en það sem henta
myndi nútíð og framtíði best, því
oft óttast hann að missa spón úr
aski sínum. Það er því nákvæm-
lega rétt að vonandi ber þjóð-
kirkjufólk gæfu til þess að kjósa
ekki andans gamla mann, á næsta
kirkjuþing. Það yrði þjóðkirkjunni
hvorki til framþróunar né fram-
dráttar, ekki fremur en í dag.
Eftir Birnu G.
Konráðsdóttur
»Eru kirkjuþings-
fulltrúar, prestar og
leikmenn, karlar og
konur virkilega ekki
kristin eða fólk sem hef-
ur tileinkað sér nýj-
ungar og nýja siði?
Höfundur er í meistaranámi og með-
limur í þjóðkirkjunni.
Birna G.
Konráðsdóttir
Kirkjuþingsfulltrúar,
gamlir eða heiðnir?
44 SER
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017
Hugtök um kynferð-
islegt ofbeldi, hvað
karla snertir, hafa mót-
ast af tíðaranda, þar
sem konur hafa átt
sviðið. Til dæmis fól
opinber skilgreining á
nauðgun í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku
(BNA) í sér ódæði
karlmanns gegn konu,
þ.e. þegar karlmaður
beitti þvingun til náinna, líkamlegra
kynna. Þessi skilgreining lá til
grundvallar skilningi lærðra og leik-
inna á nauðgun allar götur frá 1927
til ársins 2012. Þá var skilgreining-
unni hins vegar breytt og kvað nú á
um kynferðislega innþröngvun eða
innrás. Kyn var ekki nefnt.
Fátt er um rannsóknir á karlkyns-
þolendum ofbeldis í kynlífi. Þær
finnast þó á stangli frá miðjum ára-
tugi síðustu aldar, um tuttugu ára
skeið eða svo. Í rannsókn frá 1995,
sem ættuð er frá BNA, og beinist að
háskólastúdentum, segir m.a. „Fyrri
rannsóknir á hegðun fólks á stefnu-
mótum gerðu því skóna, að konur
væru fórnarlömb, en karlar gerend-
ur. ... Enda þótt konur telji sig frem-
ur fórnarlömb, heldur en karlarnir,
virðast bæði kyn eiga sök á þving-
unum, sem höfðu í för með sér und-
anlátssemi, allt frá kossum til sam-
fara. Þvinganir af þessu tagi fólu í
sér: lyfjanotkun, fjárkúgun, lygar,
tóm loforð, sektarkennd, ógnanir um
sambandsslit, þráláta snertingu, að
koma undir sig, innilokun, ógn um
líkamlegt ofbeldi, að neyta aflsmun-
ar og beita vopnum. Fjölþátta töl-
fræðigreining leiddi í ljós, að lík-
legra var að konur teldu sig beittar
ofbeldi, þegar þvingunum eins og
innilokun, þrálátri snertingu og lyg-
um var beitt. Sama átti við, þegar
þeim var komið undir. Karlar
skýrðu aftur á móti fremur frá of-
beldi, allt frá kossum til samfara, ef
hlutaðeigandi beitti fjárkúgun eða
vopni. Þar eð vopnaskak var fátítt,
hefur þetta síðasta atriði takmarkað
gildi.“
Starfsmenn þjóðtækrar skrár yfir
fórnarlömb afbrota
(National Crime Victi-
mization Survey) í
BNA inntu heimilisfólk
fjörutíu þúsund heimila
eftir nauðgun eða öðru
kynferðislegu ofbeldi. Í
ljós kom, að 38 af
hundraði þolenda voru
karlmenn. Eftir frekari
eftirgrennslan komst
Lara Stemple við Kali-
forníuháskóla í Los
Angeles (UCLA) að
þeirri niðurstöðu, að
tiltala kvenna og karla væri svipaðri
en nokkurn skyldi gruna. Hún bend-
ir einnig á, að viðhorfum gagnvart
kyni þolenda þurfi að breyta og sér-
staklega þeirri bábilju, að konur séu
ævinlega fórnarlömb karla.
Hin nýja skilgreining á nauðgun
var svo útfærð í anda hinna nýju
laga þannig, að þvingun til innrásar
eða innþröngvunar í líkama annars
með einhverjum hætti og við ótil-
teknar aðstæður, var svo lögð til
grundvallar þjóðtækri könnun á
kynferðislegu ofbeldi í nánum sam-
böndum (National Intimate Partner
and Sexual Violence Survey) árið
2010. Fyrrgreind Lara Stemple stóð
fyrir þeirri könnun. Þau undur og
stórmerki gerðust að 1.270 þúsund
kvenna og 1.267 þúsund karla kváðu
sig hafa orðið fyrir kynferðislegu of-
beldi. Jafnara á metum getur ofbeld-
ið varla orðið. Í öðrum yfirlitsrann-
sóknum hafa 46 af hundraði karla
skýrt frá kynferðislegu ofbeldi af
hálfu kvenna. Í fyrrgreindri rann-
sókn unninni í samvinnu við Ilan H.
Meyer, og greint er frá 2014, segir
m.a.: „Við komumst að þeirri nið-
urstöðu, að þjóðtækar kannanir
varpi ljósi á verulegt algengi kyn-
ferðislegs ofbeldis gegn körlum – að
mörgu leyti ámóta því, sem á við um
konur. Við greindum þætti, sem við-
halda bábiljum um kynferðislegt of-
beldi gegn karlmönnum: styrk hefð-
bundinna staðalímynda, úr sér
gengnar og lauslegar skilgreiningar,
og aðferðafræðilegir ágallar, þar
sem fangar hafa verið undanskildir.“
(Lauslega snarað af undirrituðum.)
Eins og fyrr er ýjað að, er algengi
kynferðislegs ofbeldis meðal al-
mennings geigvænlegt. Í BNA er 21
milljón karlmanna beitt slíku of-
beldi, ámóta fjöldi og veikist af
krabba í blöðruhálskirtli. Þessi fjöldi
er fjórum sinnum meiri heldur en
fjöldi þeirra karlmanna, sem þjást af
hjartasjúkdómum. En þeir eru ein
helsta dánarorsök þeirra.
Christopher Anderson tók nýlega
saman eftirtaldar staðreyndir (og
spádóma) um karlkynsþolendur
kynofbeldis á vegum deildar 56 í
Bandaríska sálfræðingafélaginu: 1)
Um fjórðungur karlmanna í BNA
mun verða þolendur kynofbeldis í
lífinu. 2) Gera má ráð fyrir, að einn
af hverjum sex drengjum megi þola
kynofbeldi í æsku. 3) Kynferðislega
misnotaðir karlar í hernum eru fleiri
en nemur fjölda kvenna þar. 4)
Fangelsaðir karlar eiga fremur á
hættu en aðrir að verða fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi. 5) Um það bil
helmingur barna í kynlífsþrælkun í
BNA eru drengir. 6) Karlkyns þol-
endur kynofbeldis ljóstra síður upp
um ódæðið, skilgreina síður ódæðið
sem kynofbeldi, leita síður hjálpar.
7) Ríkjandi viðhorf virða fremur að
vettugi skaða og hneisu, sem karl-
kyns þolendur kynofbeldis verða
fyrir, en þegar um konur er að ræða.
8) Rannsóknir benda til, að veruleg-
ur hluti níðinga séu konur, þegar um
er að ræða kynofbeldi gegn körlum.
Eins og hinn glöggi lesandi vafa-
lítið hefur skilið, er hér um að ræða
útlendar rannsóknir. Mér er ekki
kunnugt um samsvarandi íslenskar.
Það er því óvíst, hvort niðurstöður
endurspegla íslenskan veruleika. En
ekki er það ósennilegt.
Kynferðislegt
ofbeldi gegn körlum
Eftir Arnar
Sverrisson » Í umræðum um
kynferðislegt of-
beldi hefur það verið
mál manna, að konur
séu nær einvörðungu
fórnarlömb karla.
Nýjar rannsóknir
draga það í efa.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Nature Collection
arc-tic Retro ÚRIN
Fyrir DÖMUR og HERRA
VERÐ FRÁ:
29.900,-
Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is
Falleg
undirföt
og náttföt